Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Evrópusambandið setur tæknirisunum stólinn fyrir dyrnar

Sam­fé­lags­miðl­ar og aðr­ir netris­ar munu þurfa að axla meiri ábyrgð á starf­semi sinni en áð­ur sam­kvæmt nýju Evr­ópu­reglu­verki sem verð­ur inn­leitt að fullu á þessu ári (Digital Services Act eða DSA). Twitter hef­ur ekki gert við­eig­andi ráð­staf­an­ir og hef­ur þeg­ar feng­ið gult spjald hjá Evr­ópu­sam­band­inu. Sam­fé­lags­mið­ill­inn, sem er nú í eigu Elon Musk, á í hættu að þurrk­ast út af evr­ópsk­um mark­aði.

Evrópusambandið setur tæknirisunum stólinn fyrir dyrnar
Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook Zuckerberg hefur lengi lofað að samfélagsmiðillinn hans muni taka til í eigin ranni eftir síendurtekin hneykslismál. Evrópskir ráðamenn hafa hins vegar misst þolinmæðina og eru nú að slá hnefanum í borðið með nýrri löggjöf. Mynd: AFP

Nýrri Evrópulöggjöf um stafræn málefni er ætlað að stemma stigu við dreifingu ólöglegs og skaðlegs efnis á samfélagsmiðlum og í leitarvélum, ásamt því að tryggja notendum betri neytendavernd og aukið gagnsæi. DSA-löggjöfin (Digital Services Act) var samþykkt í nóvember í fyrra en hún hefur átt sér áralangan aðdraganda, þar sem vinnubrögð tæknirisa á borð við Facebook, Google og Twitter hafa lengi verið þyrnir í augum ráðamanna í Brussel.

Samfélagsmiðlar hafa meðal annars verið gagnrýndir fyrir að taka þátt í dreifingu falsfrétta, hatursorðræðu, pólítísks áróðurs á tímum kosninga (ekki síst frá Rússlandi) og annars skaðlegs efnis. Gagnrýnendur hafa jafnvel talið starfsemi þeirra vera ógn við lýðræðið og skaðleg heilsu barna og unglinga.

Röð hneykslismála hefur reynt á þolinmæði evrópskra þingmanna

Eitt stærsta hneyksli í sögu Facebook kom upp árið 2018 þegar uppljóstrari hjá gagnagreiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica sagði frá því að fyrirtækið sem hann vann hjá hefði keypt af Facebook persónuupplýsingar 50 …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu