Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tengingin er nærandi og sjálfbær

Hjón­in Hulda Jóns­dótt­ir Tölgyes og Þor­steinn V. Ein­ars­son fundu ást­ina fyr­ir tæp­um ára­tug og leit­uðu til sál­fræð­ings þeg­ar erf­ið­leik­ar bönk­uðu upp á. Þar kynnt­ust þau tækj­um og tól­um til að tengj­ast aft­ur og í dag vita þau hvað á að gera ef þau eru að detta aft­ur í sama hjólfar­ið þar sem veg­ur­inn er grýtt­ur.

Tengingin er nærandi og sjálfbær
Djúp tenging Hjónin Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson hafa tekist á við ýmsar áskoranir en með aðstoð parasálfræðings lærðu þau að vera tengd og vera saman. Tengd saman. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vinur Þorsteins V. Einarssonar er frændi Huldu Jónsdóttur Tölgyes og árið 2014 benti hann þeim í rauninni á hvort annað; nefndi að þeim gæti kannski litist vel á hvort annað. Þau urðu vinir á Facebook og hittust síðar á kaffihúsi. Hann keyrði hana heim og þau hafa verið saman síðan þá. Í dag eru Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson hjón og eiga tvö börn saman. Fyrir átti hann son.

„Þetta er pínu klisja,“ segir Þorsteinn. „Það var einhver djúp tenging og við höfum bara verið saman síðan. En síðan byrjuðum við að búa saman og eignuðumst barn og þá fór þetta að verða krefjandi.“

„Það var einhver djúp tenging og við höfum bara verið saman síðan“

„Við bjuggum náttúrlega ekki saman fyrst,“ segir Hulda, „og vorum að hittast og deita og vorum kærustupar. Síðan þegar við fórum að …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár