Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1095. spurningaþraut: Hver er Tryggur gamli?

1095. spurningaþraut: Hver er Tryggur gamli?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða þjóð reisti þau mannvirki sem sjást á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver sagði: „Afsakið, herra, mig langar í meira“?

2.  Þau Christina Hammock Koch, Reid Wiseman, Victor Glover og Jeremy Hansen voru nýlega valin til mikilvægs verkefni sem þau munu leysa á næstu misserum. Hvaða verkefni er það?

3.  Charles Spencer er rétt tæplega sextugur karl. Hann var prýðilega metinn blaða- og sjónvarpsmaður í æsku og skrifaði nokkrar bækur um söguleg efni og mæltust þær yfirleitt vel fyrir. Ein þeirra, um orrustuna við Blenheim í upphafi 18. aldar var meira að segja metsölubók. Spencer er þó — eða var — þekktastur fyrir allt annað. Hvað er það?

4.  Nokkrar borgir bera nafnið Alexandría. Í hvaða landi er hin stærsta þeirra?

5.  Hvað eiga Claire Foy, Olivia Colman, Helen Mirren og Imelda Staunton sameiginlegt — svo prófessjónalt séð?!

6.  Hvar er tónleikastaðurinn Græni hatturinn?

7.  Hvað heitir útvarpsþátturinn á Rás eitt þar sem KK leikur tónlist af ýmsum uppruna?.  

8.  Hvaða fyrirbæri er það sem Bandaríkjamenn kalla Old Faithful?

9.  Hvað hét frægasta riddarareglan sem starfaði í krossferðum kristinna Evrópubúa til Miðausturlanda?

10.  Sú regla var bæld niður af mikilli hörku í upphafi 14. aldar. Hver gerði það? Hér dugar embættistitill frekar en nafn, en þeir sem hafa nafnið hárrétt fá krossfarastig að auki.

***

Seinni aukaspurning:

Karlinn á myndinni hér að neðan var fræg hetja. Og þó telja margir að sögur um hetjuskap hans hafi verið heldur ýktar og hann hafi kannski fyrst og fremst verið skemmtikraftur. Hvað kallaði hann sig?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Oliver Twist.

2.  Þau eru geimfarar sem eiga að fara til tunglsins. Þau eiga ekki að LENDA á tunglinu en nefni einhver það, þá fæst samt rétt stig út á tunglið.

3.  Hann er bróðir Díönu prinsessu.

4.  Egiftalandi.

5.  Þær hafa allar leikið Elísabetu Bretadrottningu.

6.  Á Akureyri.

7.  Á reki.

8.  Goshver, geysir.

9.  Musterisriddararnir, Knights Templar á ensku.

10.  Frakkakóngur gekk milli bols og höfuðs á riddurum. Hann hét Filippus og var kallaður „fríði“ en Filippus dugar.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Tikal og Majar reistu. Ekkert annað svar er rétt, aðeins Majar.

Á neðri myndinni má sjá Buffalo Bill.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Er það pottþétt að Musterisriddarar séu frægari en Jóhannesarriddarar?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu