Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1095. spurningaþraut: Hver er Tryggur gamli?

1095. spurningaþraut: Hver er Tryggur gamli?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða þjóð reisti þau mannvirki sem sjást á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver sagði: „Afsakið, herra, mig langar í meira“?

2.  Þau Christina Hammock Koch, Reid Wiseman, Victor Glover og Jeremy Hansen voru nýlega valin til mikilvægs verkefni sem þau munu leysa á næstu misserum. Hvaða verkefni er það?

3.  Charles Spencer er rétt tæplega sextugur karl. Hann var prýðilega metinn blaða- og sjónvarpsmaður í æsku og skrifaði nokkrar bækur um söguleg efni og mæltust þær yfirleitt vel fyrir. Ein þeirra, um orrustuna við Blenheim í upphafi 18. aldar var meira að segja metsölubók. Spencer er þó — eða var — þekktastur fyrir allt annað. Hvað er það?

4.  Nokkrar borgir bera nafnið Alexandría. Í hvaða landi er hin stærsta þeirra?

5.  Hvað eiga Claire Foy, Olivia Colman, Helen Mirren og Imelda Staunton sameiginlegt — svo prófessjónalt séð?!

6.  Hvar er tónleikastaðurinn Græni hatturinn?

7.  Hvað heitir útvarpsþátturinn á Rás eitt þar sem KK leikur tónlist af ýmsum uppruna?.  

8.  Hvaða fyrirbæri er það sem Bandaríkjamenn kalla Old Faithful?

9.  Hvað hét frægasta riddarareglan sem starfaði í krossferðum kristinna Evrópubúa til Miðausturlanda?

10.  Sú regla var bæld niður af mikilli hörku í upphafi 14. aldar. Hver gerði það? Hér dugar embættistitill frekar en nafn, en þeir sem hafa nafnið hárrétt fá krossfarastig að auki.

***

Seinni aukaspurning:

Karlinn á myndinni hér að neðan var fræg hetja. Og þó telja margir að sögur um hetjuskap hans hafi verið heldur ýktar og hann hafi kannski fyrst og fremst verið skemmtikraftur. Hvað kallaði hann sig?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Oliver Twist.

2.  Þau eru geimfarar sem eiga að fara til tunglsins. Þau eiga ekki að LENDA á tunglinu en nefni einhver það, þá fæst samt rétt stig út á tunglið.

3.  Hann er bróðir Díönu prinsessu.

4.  Egiftalandi.

5.  Þær hafa allar leikið Elísabetu Bretadrottningu.

6.  Á Akureyri.

7.  Á reki.

8.  Goshver, geysir.

9.  Musterisriddararnir, Knights Templar á ensku.

10.  Frakkakóngur gekk milli bols og höfuðs á riddurum. Hann hét Filippus og var kallaður „fríði“ en Filippus dugar.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Tikal og Majar reistu. Ekkert annað svar er rétt, aðeins Majar.

Á neðri myndinni má sjá Buffalo Bill.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Er það pottþétt að Musterisriddarar séu frægari en Jóhannesarriddarar?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár