Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1095. spurningaþraut: Hver er Tryggur gamli?

1095. spurningaþraut: Hver er Tryggur gamli?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða þjóð reisti þau mannvirki sem sjást á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver sagði: „Afsakið, herra, mig langar í meira“?

2.  Þau Christina Hammock Koch, Reid Wiseman, Victor Glover og Jeremy Hansen voru nýlega valin til mikilvægs verkefni sem þau munu leysa á næstu misserum. Hvaða verkefni er það?

3.  Charles Spencer er rétt tæplega sextugur karl. Hann var prýðilega metinn blaða- og sjónvarpsmaður í æsku og skrifaði nokkrar bækur um söguleg efni og mæltust þær yfirleitt vel fyrir. Ein þeirra, um orrustuna við Blenheim í upphafi 18. aldar var meira að segja metsölubók. Spencer er þó — eða var — þekktastur fyrir allt annað. Hvað er það?

4.  Nokkrar borgir bera nafnið Alexandría. Í hvaða landi er hin stærsta þeirra?

5.  Hvað eiga Claire Foy, Olivia Colman, Helen Mirren og Imelda Staunton sameiginlegt — svo prófessjónalt séð?!

6.  Hvar er tónleikastaðurinn Græni hatturinn?

7.  Hvað heitir útvarpsþátturinn á Rás eitt þar sem KK leikur tónlist af ýmsum uppruna?.  

8.  Hvaða fyrirbæri er það sem Bandaríkjamenn kalla Old Faithful?

9.  Hvað hét frægasta riddarareglan sem starfaði í krossferðum kristinna Evrópubúa til Miðausturlanda?

10.  Sú regla var bæld niður af mikilli hörku í upphafi 14. aldar. Hver gerði það? Hér dugar embættistitill frekar en nafn, en þeir sem hafa nafnið hárrétt fá krossfarastig að auki.

***

Seinni aukaspurning:

Karlinn á myndinni hér að neðan var fræg hetja. Og þó telja margir að sögur um hetjuskap hans hafi verið heldur ýktar og hann hafi kannski fyrst og fremst verið skemmtikraftur. Hvað kallaði hann sig?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Oliver Twist.

2.  Þau eru geimfarar sem eiga að fara til tunglsins. Þau eiga ekki að LENDA á tunglinu en nefni einhver það, þá fæst samt rétt stig út á tunglið.

3.  Hann er bróðir Díönu prinsessu.

4.  Egiftalandi.

5.  Þær hafa allar leikið Elísabetu Bretadrottningu.

6.  Á Akureyri.

7.  Á reki.

8.  Goshver, geysir.

9.  Musterisriddararnir, Knights Templar á ensku.

10.  Frakkakóngur gekk milli bols og höfuðs á riddurum. Hann hét Filippus og var kallaður „fríði“ en Filippus dugar.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Tikal og Majar reistu. Ekkert annað svar er rétt, aðeins Majar.

Á neðri myndinni má sjá Buffalo Bill.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Er það pottþétt að Musterisriddarar séu frægari en Jóhannesarriddarar?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár