Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Torg tekið til gjaldþrotaskipta

Út­gáfu­fyr­ir­tæk­ið Torg var tek­ið til gjald­þrota­skipta í gær. Skipta­stjóri sendi fyrr­ver­andi starfs­fólki póst í dag þar sem það var hvatt til að hafa sam­band við sín stétt­ar­fé­lög og leita að­stoð­ar við að gera kröf­ur í þrota­bú­ið.

Torg tekið til gjaldþrotaskipta
Segir engu við að bæta Helgi Magnússon, eigandi Fjölmiðlatorgs, og þar með DV, og fyrrverandi aðaleigandi Torgs, vildi ekkert tjá sig þegar haft var samband við hann. Mynd: Torg

Torg efh, útgáfufélag Fréttablaðsins, Markaðarins, Hringbrautar og DV, var tekið til gjaldþrotaskipta í gær. Óskar Sigurðsson lögmaður á lögmannsskrifstofunni Lex hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu.

Öllum starfsmönnum Torgs, um 100 manns, mun hafa verið sagt upp 31. mars, samkvæmt upplýsingum sem skiptastjóri aflaði frá forsvarsmönnum Torgs. Í bréfi sem starfsmenn fengu frá Óskari skiptastjóra telur hann af þeim sökum að ráðningarsambandi þeirra við Torg hafi verið slitið áður en bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta. Í sama bréfi tilgreinir skiptastjóri að hafi uppsögn ekki átt sér stað muni þrotabúið ekki taka við réttindum og skyldum samkvæmt ráðningarsamningi Torgs við þeirra starfsmanna sem um ræðir. Jafnframt eru starfsmenn hvattir til hafa samband við stéttarfélög sín og leita þar aðstoðar, meðal annars við kröfulýsingar í þrotabú Torgs.

Greint hefur verið frá því að félag að fullu í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg ehf., hafi keypt DV.is af Torgi á 420 milljónir króna, og gerðist það áður en síðarnefnda félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Helgi var áður aðaleigandi Torgs. Starfsfólki DV var sagt upp störfum hjá Torgi og þeim síðan boðið að skrifa undir ráðningarsamning við hið nýja fyrirtæki.

Helgi Magnússon vildi ekkert um málið segja þegar Heimildin leitaði eftir því. „Við sendum frá okkur yfirlýsingu á föstudaginn var og ég vil engu við hana bæta, alla vega ekki að svo stöddu.“ Ekki náðist í skiptastjóra.   

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár