Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

207 milljónir fyrir öryggisvistun eins manns undir stjórn Guðmundar Sævars

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið greið­ir einka­reknu fyr­ir­tæki 207 millj­ón­ir á þessu ári vegna ör­yggis­vist­un­ar eins manns. For­stöðu­mað­ur á heim­ili manns­ins Guð­mund­ur Sæv­ar Sæv­ars­son, sem fór í ótíma­bund­ið leyfi frá störf­um sín­um sem deild­ar­stjóri á ör­ygg­is- og rétt­ar­geð­deild­um eft­ir að Geð­hjálp birti svarta skýrslu um starf­sem­ina.

207 milljónir fyrir öryggisvistun eins manns undir stjórn Guðmundar Sævars
Guðmundur Sævar Sævarsson var deildarstjóri á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Hann er nú yfir öryggisvistun á Reynimelnum. Mynd: Heimildin

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við einkafyrirtækið Mannvirðingu ehf. „um öryggisgæslu og þjónustu við einstakling, sem er með fjölþætta og sértæka stuðningsþörf“. Guðmundur Sævar Sævarsson, fyrrverandi deildarstjóri réttar- og öryggisdeilda Landspítalans, hefur undanfarna mánuði starfað sem forstöðumaður öryggisvistunarinnar sem er til húsa á Reynimel.

Samkvæmt samningnum tekur Mannvirðing að sér að veita umsamda þjónustu við einstakling „á grundvelli dóms Héraðsdóms Reykjavíkur … þar sem kveðið er á um að hann skuli sæta öryggisgæslu“. 

Tveir til þrír starfsmenn eru á vakt allan sólarhringinn á Reynimelnum, allan ársins hring, vegna þeirrar þjónustu sem veitt er samkvæmt gildandi samningi. Eins og staðan er í dag starfa þar samtals 14 starfsmenn í 11,9 stöðugildum. Samkvæmt gildandi samningi greiðir ráðuneytið Mannvirðingu 207 milljónir króna vegna öryggisvistunarinnar á þessu ári.

Af allt öðrum toga

Félagið Mannvirðing var stofnað síðla árs 2018 af Kristínu O. Sigurðardóttur í þeim tilgangi að taka við rekstri Vistheimilisins Bjargs sem …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þórdís Ólafsdóttir skrifaði
    Maður sem ræður ekki við sitt eigið lif settur yfir aðra.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
3
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu