Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við einkafyrirtækið Mannvirðingu ehf. „um öryggisgæslu og þjónustu við einstakling, sem er með fjölþætta og sértæka stuðningsþörf“. Guðmundur Sævar Sævarsson, fyrrverandi deildarstjóri réttar- og öryggisdeilda Landspítalans, hefur undanfarna mánuði starfað sem forstöðumaður öryggisvistunarinnar sem er til húsa á Reynimel.
Samkvæmt samningnum tekur Mannvirðing að sér að veita umsamda þjónustu við einstakling „á grundvelli dóms Héraðsdóms Reykjavíkur … þar sem kveðið er á um að hann skuli sæta öryggisgæslu“.
Tveir til þrír starfsmenn eru á vakt allan sólarhringinn á Reynimelnum, allan ársins hring, vegna þeirrar þjónustu sem veitt er samkvæmt gildandi samningi. Eins og staðan er í dag starfa þar samtals 14 starfsmenn í 11,9 stöðugildum. Samkvæmt gildandi samningi greiðir ráðuneytið Mannvirðingu 207 milljónir króna vegna öryggisvistunarinnar á þessu ári.
Af allt öðrum toga
Félagið Mannvirðing var stofnað síðla árs 2018 af Kristínu O. Sigurðardóttur í þeim tilgangi að taka við rekstri Vistheimilisins Bjargs sem …
Athugasemdir (1)