Kínversku fyrirtækin Hikvison og Dahua eru meðal stærstu framleiðenda öryggismyndavéla í heiminum. Vélarnar þeirra eru tiltölulega ódýrar og hafa sömuleiðis verið afar vinsælar. Á síðustu misserum hafa hins vegar borist fregnir af því að vélar frá þessum framleiðendum séu bannaðar, og hafa þær til að mynda verið fjarlægðar úr opinberar byggingum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og við Evrópuþingið. Bandaríkin segja notkun þessara véla vera ógn við þjóðaröryggi.
Ástæðurnar eru mögulegir öryggisbrestir en hvað Hikvison varðar tengist það einnig því að vélar þeirra séu nýttar af kínverskum yfirvöldum til að fremja mannréttindabrot í Xinjiang-héraði gagnvart úígúra-múslimum.
Öryggismyndavélar frá Hikvison eru meðal þeirra sem notaðar eru í miðborg Reykjavíkur og öryggismyndavélar frá bæði Hikvison og Dahua eru meðal þeirra myndavéla sem notaðar eru við opinberar byggingar á Íslandi. Þetta kemur fram í svörum frá ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni.
Þétta netið fyrir leiðtogafundinn
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði í síðasta mánuði fram í borgarráði …
Athugasemdir (1)