Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umdeildar öryggismyndavélar í notkun hjá Reykjavíkurborg

Ör­ygg­is­mynda­vél­ar frá um­deild­um kín­versk­um fyr­ir­tækj­um eru í notk­un hjá Reykja­vík­ur­borg sem og við op­in­ber­ar bygg­ing­ar á Ís­landi. Vél­ar frá þess­um fyr­ir­tækj­um eru bann­að­ar víða um lönd, ým­ist vegna mögu­legra ör­ygg­is­bresta eða þátt­töku í mann­rétt­inda­brot­um í Kína. Sér­fræð­ing­ur í tækniör­yggi seg­ir eng­an hug­bún­að full­kom­lega ör­ugg­an.

Umdeildar öryggismyndavélar í notkun hjá Reykjavíkurborg
Til stendur að fjölga öryggismyndavélum í miðborg Reykjavíkur. Mynd: Shutterstock

Kínversku fyrirtækin Hikvison og Dahua eru meðal stærstu framleiðenda öryggismyndavéla í heiminum. Vélarnar þeirra eru tiltölulega ódýrar og hafa sömuleiðis verið afar vinsælar. Á síðustu misserum hafa hins vegar borist fregnir af því að vélar frá þessum framleiðendum séu bannaðar, og hafa þær til að mynda verið fjarlægðar úr opinberar byggingum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og við Evrópuþingið. Bandaríkin segja notkun þessara véla vera ógn við þjóðaröryggi.

Ástæðurnar eru mögulegir öryggisbrestir en hvað Hikvison varðar tengist það einnig því að vélar þeirra séu nýttar af kínverskum yfirvöldum til að fremja mann­rétt­inda­brot­ í Xinjiang-héraði gagn­vart úíg­úra-múslim­um.

Öryggismyndavélar frá Hikvison eru meðal þeirra sem notaðar eru í miðborg Reykjavíkur og öryggismyndavélar frá bæði Hikvison og Dahua eru meðal þeirra myndavéla sem notaðar eru við opinberar byggingar á Íslandi. Þetta kemur fram í svörum frá ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni.

Þétta netið fyrir leiðtogafundinn

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði í síðasta mánuði fram í borgarráði …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Þegar öryggi Kínverks tæknibúnaðar er dregið í efa byggist það mest á fabúleringum. Það er aldrei neitt fast í hendi, ekkert sérstakt sem bendir til neins annað en þessi eilífi efi. Kínverski síminn minn notar helminginn af orkunni til að njósna um mig eins og allir símar, en hann sendir mest af þessum gagnsljausu upplýsingum um mig til Bandríkjanna. Google Facebook og Microsoft fylgjast grannt með.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
3
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
4
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár