Seint á árinu 2017 var ein stærsta einkarekna fjölmiðlasamsteypa landsins, 365 miðlar, brotin upp. Ljósvakamiðlar hennar, fjarskiptastarfsemi og fréttavefurinn Vísir voru seld til Vodafone á Íslandi, sem í dag heitir Sýn. Það félag tók við hinum keyptu eignum í desember 2017. Heildarkaupverðið var um 8,2 milljarðar króna. Það var greitt með reiðufé, hlutabréfum í Sýn og yfirtöku skulda upp á 4,6 milljarða króna.
Kaupin skiluðu fjarri því sem búist var við og í byrjun árs 2020 var greint frá því að Sýn hefði fært niður viðskiptavild sína um 2,5 milljarða króna. Það hafði einfaldlega verið ofborgað fyrir fjölmiðlana. „Þeir sem greina fyrirtækið eru löngu búnir að átta sig á þessu,“ sagði Heiðar Guðjónsson, þá forstjóri Sýnar, í tilkynningu til Kauphallar Íslands vegna þessa.
Dældu 1,5 milljörðum króna inn
Rekstur Fréttablaðsins og nýs fréttavefs, frettabladid.is, var settur í félagið Torg ehf. samhliða sölu ljósvakamiðlanna til Sýnar. Það félag var áfram …
Athugasemdir