Íslenskar konur hafa spilað fótbolta í rúm 40 ár. Afrek þeirra yfir þann tíma eru ófá. Kvennalandsliðið hefur tekið þátt í fjórum Evrópumeistarakeppnum, íslenskar atvinnukonur berjast um stærstu titla Evrópu með sínum félagsliðum og í dag eru konur einn þriðji af öllum iðkendum á Íslandi. Samt eru þær enn ekki metnar að sömu verðleikum og karlar.
Fótboltakonur Bestu deildar kvenna segjast enn finna fyrir ójafnrétti í samtali við Heimildina. Þær segja úrelt markaðslögmál notuð til að réttlæta þann mismun sem er til staðar og þakka stofnendum Heimavallarins og Hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna fyrir baráttu sína í jafnréttismálum.
Auglýsing Bestu deildarinnar vonbrigði
Í lok mars birtist ný auglýsing Bestu deildarinnar. Tilgangur auglýsingarinnar er að skapa eftirvæntingu meðal áhorfenda fyrir komandi tímabili, bæði í Bestu deild kvenna og karla. Greinilegt er að mikið var lagt upp úr myndatöku, hljóðvinnslu, klippingu, skemmtilegum bröndurum og góðri stemningu. Allt eins og það á að vera … …
Athugasemdir (1)