Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ísland ekki sú „jafnréttis-paradís“ sem oft er látið í veðri vaka

Í kjöl­far met­oo-op­in­ber­ana sem hóf­ust ár­ið 2017 leit­uðu kon­ur af er­lend­um upp­runa sér hjálp­ar vegna kyn­bund­ins áreit­is og of­beld­is í rík­ari mæli en áð­ur. Sam­kvæmt rann­sókn um inn­flytj­enda­kon­ur sem enn stend­ur yf­ir hafa þær ekki feng­ið full­nægj­andi þjón­ustu frá op­in­ber­um stofn­un­um sem ættu að veita þo­lend­um of­beld­is að­stoð. Einn rann­sak­and­inn seg­ir að þrátt fyr­ir fög­ur fyr­ir­heit sé ekki nægi­lega mik­ið gert fyr­ir þenn­an hóp og að úr­ræða­leys­ið sé áber­andi.

Ísland ekki sú „jafnréttis-paradís“ sem oft er látið í veðri vaka
Aðgerðir verða að fylgja í kjölfar rannsókna Nauðsynlegt er að kanna frekar málefni erlendra kvenna á Íslandi og gefa þeim konum tækifæri til að láta rödd sína heyrast, að mati sérfræðings. Síðan verði raunverulegar aðgerðir á vegum stjórnvalda að fylgja í kjölfarið. Mynd: sviðsett

Reynslusögur erlendra kvenna á Íslandi vöktu gríðarlega athygli þegar metoo stóð sem hæst árið 2018 og ekki síst vegna þess að þær þóttu grófari og í einhverjum skilningi alvarlegri en frásagnir íslenskra kvenna. Kallað hefur verið eftir aðgerðum til þess að bæta stöðu þessa hóps í íslensku samfélagi, bæði hvað rannsóknir varðar og aðgerðir af hálfu stjórnvalda.

Brugðist hefur verið við kallinu en rannsóknarhópur innan deildar menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands stendur nú fyrir rannsókn um innflytjendakonur á Íslandi sem hafa orðið fyrir neikvæðri reynslu – líkamlegri, andlegri, sálrænni, kynferðislegri, fjárhagslegri eða af öðru tagi – í nánum samböndum og á vinnustöðum eða þeim tengdum. Rannsóknin er leidd af rannsakendum sem bæði eru af íslensku og erlendu bergi brotnir og með mismunandi menntun og reynslu að baki. 

Aðalrannsakendur eru dr. Brynja E. Halldórsdóttir dósent og dr. Jón Ingvar Kjaran prófessor. Markmið rannsóknarinnar er að skoða neikvæða reynslu innflytjendakvenna af …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár