Reynslusögur erlendra kvenna á Íslandi vöktu gríðarlega athygli þegar metoo stóð sem hæst árið 2018 og ekki síst vegna þess að þær þóttu grófari og í einhverjum skilningi alvarlegri en frásagnir íslenskra kvenna. Kallað hefur verið eftir aðgerðum til þess að bæta stöðu þessa hóps í íslensku samfélagi, bæði hvað rannsóknir varðar og aðgerðir af hálfu stjórnvalda.
Brugðist hefur verið við kallinu en rannsóknarhópur innan deildar menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands stendur nú fyrir rannsókn um innflytjendakonur á Íslandi sem hafa orðið fyrir neikvæðri reynslu – líkamlegri, andlegri, sálrænni, kynferðislegri, fjárhagslegri eða af öðru tagi – í nánum samböndum og á vinnustöðum eða þeim tengdum. Rannsóknin er leidd af rannsakendum sem bæði eru af íslensku og erlendu bergi brotnir og með mismunandi menntun og reynslu að baki.
Aðalrannsakendur eru dr. Brynja E. Halldórsdóttir dósent og dr. Jón Ingvar Kjaran prófessor. Markmið rannsóknarinnar er að skoða neikvæða reynslu innflytjendakvenna af …
Athugasemdir