Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lítið í boði á Leigulistanum – eins og annars staðar

Íbúð­ar­leit­andi hafði sam­band við Heim­ild­ina og sagð­ist telja það harka­legt að greiða 4.700 krón­ur fyr­ir mán­að­ar­að­gang að leigu­miðl­un­inni Leigulist­an­um, þar sem ein­ung­is nítj­án eign­ir hefðu ver­ið á skrá á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fram­boð­ið er í lág­marki, seg­ir fram­kvæmda­stjóri leigu­miðl­un­ar­inn­ar.

Lítið í boði á Leigulistanum – eins og annars staðar
Leigumál Það er fátt um fína drætti á leigumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Mynd: Shutterstock

Framboð á húsnæði til leigu er lítið um þessar mundir og þær eignir sem koma inn á markaðinn fara hratt. Leigumiðlunin Leigulistinn, sem rekur samnefndan áskriftarvef, hefur ekki farið varhluta af því.

Íbúðarleitandi sem hafði samband við Heimildina sagðist telja það ansi hart að greiða 4.700 krónur fyrir eins mánaðar aðgang að síðunni, einungis til þess að komast svo að því að framboðið væri afar takmarkað.

Sögunni fylgdi að einungis nítján eignir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið á skrám Leigulistans og flestar hefðu þær einnig verið skráðar á hinum ýmsu auglýsingasíðum á Facebook.

Ófremdarástand

Guðlaugur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Leigulistans, segir við Heimildina að starfsmenn fyrirtækisins hafi reynt að láta viðskiptavini sem koma á skrifstofu þeirra í Skipholti vita af því að framboðið væri afar lítið um þessar mundir. Þau gætu, því miður, lítið gert í því.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár