Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lítið í boði á Leigulistanum – eins og annars staðar

Íbúð­ar­leit­andi hafði sam­band við Heim­ild­ina og sagð­ist telja það harka­legt að greiða 4.700 krón­ur fyr­ir mán­að­ar­að­gang að leigu­miðl­un­inni Leigulist­an­um, þar sem ein­ung­is nítj­án eign­ir hefðu ver­ið á skrá á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fram­boð­ið er í lág­marki, seg­ir fram­kvæmda­stjóri leigu­miðl­un­ar­inn­ar.

Lítið í boði á Leigulistanum – eins og annars staðar
Leigumál Það er fátt um fína drætti á leigumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Mynd: Shutterstock

Framboð á húsnæði til leigu er lítið um þessar mundir og þær eignir sem koma inn á markaðinn fara hratt. Leigumiðlunin Leigulistinn, sem rekur samnefndan áskriftarvef, hefur ekki farið varhluta af því.

Íbúðarleitandi sem hafði samband við Heimildina sagðist telja það ansi hart að greiða 4.700 krónur fyrir eins mánaðar aðgang að síðunni, einungis til þess að komast svo að því að framboðið væri afar takmarkað.

Sögunni fylgdi að einungis nítján eignir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið á skrám Leigulistans og flestar hefðu þær einnig verið skráðar á hinum ýmsu auglýsingasíðum á Facebook.

Ófremdarástand

Guðlaugur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Leigulistans, segir við Heimildina að starfsmenn fyrirtækisins hafi reynt að láta viðskiptavini sem koma á skrifstofu þeirra í Skipholti vita af því að framboðið væri afar lítið um þessar mundir. Þau gætu, því miður, lítið gert í því.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár