Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lítið í boði á Leigulistanum – eins og annars staðar

Íbúð­ar­leit­andi hafði sam­band við Heim­ild­ina og sagð­ist telja það harka­legt að greiða 4.700 krón­ur fyr­ir mán­að­ar­að­gang að leigu­miðl­un­inni Leigulist­an­um, þar sem ein­ung­is nítj­án eign­ir hefðu ver­ið á skrá á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fram­boð­ið er í lág­marki, seg­ir fram­kvæmda­stjóri leigu­miðl­un­ar­inn­ar.

Lítið í boði á Leigulistanum – eins og annars staðar
Leigumál Það er fátt um fína drætti á leigumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Mynd: Shutterstock

Framboð á húsnæði til leigu er lítið um þessar mundir og þær eignir sem koma inn á markaðinn fara hratt. Leigumiðlunin Leigulistinn, sem rekur samnefndan áskriftarvef, hefur ekki farið varhluta af því.

Íbúðarleitandi sem hafði samband við Heimildina sagðist telja það ansi hart að greiða 4.700 krónur fyrir eins mánaðar aðgang að síðunni, einungis til þess að komast svo að því að framboðið væri afar takmarkað.

Sögunni fylgdi að einungis nítján eignir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið á skrám Leigulistans og flestar hefðu þær einnig verið skráðar á hinum ýmsu auglýsingasíðum á Facebook.

Ófremdarástand

Guðlaugur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Leigulistans, segir við Heimildina að starfsmenn fyrirtækisins hafi reynt að láta viðskiptavini sem koma á skrifstofu þeirra í Skipholti vita af því að framboðið væri afar lítið um þessar mundir. Þau gætu, því miður, lítið gert í því.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár