Framboð á húsnæði til leigu er lítið um þessar mundir og þær eignir sem koma inn á markaðinn fara hratt. Leigumiðlunin Leigulistinn, sem rekur samnefndan áskriftarvef, hefur ekki farið varhluta af því.
Íbúðarleitandi sem hafði samband við Heimildina sagðist telja það ansi hart að greiða 4.700 krónur fyrir eins mánaðar aðgang að síðunni, einungis til þess að komast svo að því að framboðið væri afar takmarkað.
Sögunni fylgdi að einungis nítján eignir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið á skrám Leigulistans og flestar hefðu þær einnig verið skráðar á hinum ýmsu auglýsingasíðum á Facebook.
Ófremdarástand
Guðlaugur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Leigulistans, segir við Heimildina að starfsmenn fyrirtækisins hafi reynt að láta viðskiptavini sem koma á skrifstofu þeirra í Skipholti vita af því að framboðið væri afar lítið um þessar mundir. Þau gætu, því miður, lítið gert í því.
Athugasemdir