Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vegagerðin leggur fram valkost sem Vegagerðin hefur ekki verið hrifin af

Vega­gerð­inni hef­ur lit­ist illa á þann val­kost að loka al­far­ið fyr­ir vinstri beygj­ur á gatna­mót­um Reykja­nes­braut­ar og Bú­staða­veg­ar. Sá val­kost­ur er þó ann­ar tveggja sem verð­ur tek­inn til skoð­un­ar í um­hverf­is­mats­skýrslu vegna fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda á svæð­inu. Formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur er hrifn­ari af þeirri lausn en vinstri beygju af Reykja­nes­braut­inni á brú.

Vegagerðin leggur fram valkost sem Vegagerðin hefur ekki verið hrifin af
Framkvæmdir Tillögur hafa verið lagðar fram um skipulag umferðar á Reykjanesbrautinni, í tengslum við gerð sérakreina fyrir Borgarlínu á milli Vogabyggðar og Stekkjarbakka. Mynd: Vegagerðin

Talað hefur verið um að gera breytingar á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar árum saman, en á næstu misserum skýrist hvernig þeim verður háttað. Í síðasta mánuði var lögð fram matsáætlun af hálfu Vegagerðarinnar, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Betri samgöngur, um breytingar á gatnamótunum og vegkaflanum á Reykjanesbrautinni á milli Vogabyggðar og Stekkjarbakka með tilliti til sérakreina fyrir Borgarlínu.

Valkostirnir sem lagðir voru fram varðandi gatnamótin eru í grunninn tveir. Annars vegar að rampur verði byggður yfir Reykjanesbrautina til þess að akandi geti tekið vinstri beygju af Reykjanesbrautinni úr jaðri Elliðaárdalsins yfir á Bústaðaveg. Hins vegar að búið verði svo um hnútana að allar vinstri beygjur á þessum stað verði einfaldlega gerðar ómögulegar. Báðar þessar lausnir myndu hafa í för með sér að ekki yrði lengur þörf á ljósagatnamótum á svæðinu.

Vegagerðin er veghaldari Reykjanesbrautarinnar, en Reykjavíkurborg fer með skipulagsvaldið innan borgarmarkanna og fer endanleg útfærsla framkvæmdarinnar þannig eftir því …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár