Talað hefur verið um að gera breytingar á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar árum saman, en á næstu misserum skýrist hvernig þeim verður háttað. Í síðasta mánuði var lögð fram matsáætlun af hálfu Vegagerðarinnar, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Betri samgöngur, um breytingar á gatnamótunum og vegkaflanum á Reykjanesbrautinni á milli Vogabyggðar og Stekkjarbakka með tilliti til sérakreina fyrir Borgarlínu.
Valkostirnir sem lagðir voru fram varðandi gatnamótin eru í grunninn tveir. Annars vegar að rampur verði byggður yfir Reykjanesbrautina til þess að akandi geti tekið vinstri beygju af Reykjanesbrautinni úr jaðri Elliðaárdalsins yfir á Bústaðaveg. Hins vegar að búið verði svo um hnútana að allar vinstri beygjur á þessum stað verði einfaldlega gerðar ómögulegar. Báðar þessar lausnir myndu hafa í för með sér að ekki yrði lengur þörf á ljósagatnamótum á svæðinu.
Vegagerðin er veghaldari Reykjanesbrautarinnar, en Reykjavíkurborg fer með skipulagsvaldið innan borgarmarkanna og fer endanleg útfærsla framkvæmdarinnar þannig eftir því …
Athugasemdir