Neytendur hafa sumir hverjir gert hækkandi verð á ávöxtum og grænmeti að umtalsefni á undanförnum vikum. Ýmis grunnhráefni í eldhúsinu, til dæmis laukur, tómatar og paprikur, hafa tekið töluverðum hækkunum í íslenskum verslunum.
Verslanir Krónunnar hófu fyrir liðlega ári að verðleggja nær allt grænmeti og ávexti í stykkjatali. Að undanförnu hefur borið nokkuð á frásögnum á samfélagsmiðlum um hækkandi verð á einstaka vörum, ekki síst papriku. Eitt stykki rauð paprika kostaði 265 krónur í vefverslun Krónunnar um liðna helgi.
Stykkjaverð auki gagnsæi
Bjarni F. Jóhannsson, sem er forstöðumaður innkaupa og vörustýringar hjá Krónunni, segir við Heimildina að verðið sé sýnilegra en áður. „Þegar þú ert með verðlagningu á stykki veistu hvað varan sem þú heldur á í höndunum kostar, á meðan að meðalneytandinn hefur ekki skynbragð á hvað epli eða paprika er þung,“ segir Bjarni, en stykkjaverðlagningin var tekin upp hjá Krónunni til að verslunin gæti selt vörur í snjallverslun …
Athugasemdir (1)