Verðbólgan undir tíu prósentin á nýjan leik

Ný verð­bólgu­mæl­ing Hag­stof­unn­ar sýn­ir að mæld verð­bólga und­an­farna tólf mán­uði nem­ur 9,8 pró­sent­um. Verð­bólg­an er því kom­in und­ir tíu pró­sent­in á ný, eft­ir að hafa mælst 10,2 pró­sent í fe­brú­ar­mán­uði, en það var hæsta mælda verð­bólga á Ís­landi frá ár­inu 2009.

Verðbólgan undir tíu prósentin á nýjan leik
Verðbólgan Verðbólgan hefur reynst þrálátari en Seðlabankinn og flestir aðrir bjuggust við. Hún seig þó niður fyrir tveggja stafa töluna í þessum mánuði.

Hagstofan birti í dag nýja mælingu á vísitölu neysluverðs, og mælist tólf mánaða verðbólga nú 9,8 prósent, eftir að hafa mælst 10,2 prósent í febrúarmánuði. Án húsnæðisliðarins mælist verðbólga á Íslandi 8,6 prósent undanfarna tólf mánuði.

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,59 prósent frá fyrri mánuði, og mælist nú 580,7 stig. Án húsnæðis mælist vísitala neysluverðs nú 481,9 stig og hækkar um 0,52 prósent frá síðasta mánuði.

„Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 0,7% (áhrif á vísitöluna 0,11%), verð á fötum og skóm hækkaði um 4,3% (0,14%) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,8% (0,15%). Verð á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. lækkaði um 1,7% (-0,11%),“ segir í umfjöllun Hagstofunnar um mælinguna á vísitölunni.

Mynd frá Hagstofunni

Langt umfram nýjustu spá Seðlabankans

Seðlabankinn birti nýja verðbólguspá í upphafi ársins og ljóst er að hún hefur ekki gengið eftir, en þar var því spáð að mæld verðbólga í janúar yrði 9,5 prósent og færi svo nokkuð ört lækkandi, yrði 7,7 prósent í febrúar og 5,9 prósent í mars. Annað hefur komið á daginn og verðbólga verið þrálátari en bankinn og flestir aðrir greinendur höfðu búist við.

Til þess að bregðast við aukinni verðbólgu voru stýrivextir Seðlabankans hækkaðir um 1 prósentustig á dögunum, og eru stýrivextir bankans nú 7,5 prósent.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár