Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verðbólgan undir tíu prósentin á nýjan leik

Ný verð­bólgu­mæl­ing Hag­stof­unn­ar sýn­ir að mæld verð­bólga und­an­farna tólf mán­uði nem­ur 9,8 pró­sent­um. Verð­bólg­an er því kom­in und­ir tíu pró­sent­in á ný, eft­ir að hafa mælst 10,2 pró­sent í fe­brú­ar­mán­uði, en það var hæsta mælda verð­bólga á Ís­landi frá ár­inu 2009.

Verðbólgan undir tíu prósentin á nýjan leik
Verðbólgan Verðbólgan hefur reynst þrálátari en Seðlabankinn og flestir aðrir bjuggust við. Hún seig þó niður fyrir tveggja stafa töluna í þessum mánuði.

Hagstofan birti í dag nýja mælingu á vísitölu neysluverðs, og mælist tólf mánaða verðbólga nú 9,8 prósent, eftir að hafa mælst 10,2 prósent í febrúarmánuði. Án húsnæðisliðarins mælist verðbólga á Íslandi 8,6 prósent undanfarna tólf mánuði.

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,59 prósent frá fyrri mánuði, og mælist nú 580,7 stig. Án húsnæðis mælist vísitala neysluverðs nú 481,9 stig og hækkar um 0,52 prósent frá síðasta mánuði.

„Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 0,7% (áhrif á vísitöluna 0,11%), verð á fötum og skóm hækkaði um 4,3% (0,14%) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,8% (0,15%). Verð á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. lækkaði um 1,7% (-0,11%),“ segir í umfjöllun Hagstofunnar um mælinguna á vísitölunni.

Mynd frá Hagstofunni

Langt umfram nýjustu spá Seðlabankans

Seðlabankinn birti nýja verðbólguspá í upphafi ársins og ljóst er að hún hefur ekki gengið eftir, en þar var því spáð að mæld verðbólga í janúar yrði 9,5 prósent og færi svo nokkuð ört lækkandi, yrði 7,7 prósent í febrúar og 5,9 prósent í mars. Annað hefur komið á daginn og verðbólga verið þrálátari en bankinn og flestir aðrir greinendur höfðu búist við.

Til þess að bregðast við aukinni verðbólgu voru stýrivextir Seðlabankans hækkaðir um 1 prósentustig á dögunum, og eru stýrivextir bankans nú 7,5 prósent.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár