Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verðbólgan undir tíu prósentin á nýjan leik

Ný verð­bólgu­mæl­ing Hag­stof­unn­ar sýn­ir að mæld verð­bólga und­an­farna tólf mán­uði nem­ur 9,8 pró­sent­um. Verð­bólg­an er því kom­in und­ir tíu pró­sent­in á ný, eft­ir að hafa mælst 10,2 pró­sent í fe­brú­ar­mán­uði, en það var hæsta mælda verð­bólga á Ís­landi frá ár­inu 2009.

Verðbólgan undir tíu prósentin á nýjan leik
Verðbólgan Verðbólgan hefur reynst þrálátari en Seðlabankinn og flestir aðrir bjuggust við. Hún seig þó niður fyrir tveggja stafa töluna í þessum mánuði.

Hagstofan birti í dag nýja mælingu á vísitölu neysluverðs, og mælist tólf mánaða verðbólga nú 9,8 prósent, eftir að hafa mælst 10,2 prósent í febrúarmánuði. Án húsnæðisliðarins mælist verðbólga á Íslandi 8,6 prósent undanfarna tólf mánuði.

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,59 prósent frá fyrri mánuði, og mælist nú 580,7 stig. Án húsnæðis mælist vísitala neysluverðs nú 481,9 stig og hækkar um 0,52 prósent frá síðasta mánuði.

„Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 0,7% (áhrif á vísitöluna 0,11%), verð á fötum og skóm hækkaði um 4,3% (0,14%) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,8% (0,15%). Verð á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. lækkaði um 1,7% (-0,11%),“ segir í umfjöllun Hagstofunnar um mælinguna á vísitölunni.

Mynd frá Hagstofunni

Langt umfram nýjustu spá Seðlabankans

Seðlabankinn birti nýja verðbólguspá í upphafi ársins og ljóst er að hún hefur ekki gengið eftir, en þar var því spáð að mæld verðbólga í janúar yrði 9,5 prósent og færi svo nokkuð ört lækkandi, yrði 7,7 prósent í febrúar og 5,9 prósent í mars. Annað hefur komið á daginn og verðbólga verið þrálátari en bankinn og flestir aðrir greinendur höfðu búist við.

Til þess að bregðast við aukinni verðbólgu voru stýrivextir Seðlabankans hækkaðir um 1 prósentustig á dögunum, og eru stýrivextir bankans nú 7,5 prósent.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár