Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.

Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
Komin í fjöldahjálparstöð Þau Oddný Lind, Breki Þór, Hlynur Freyr og Andri Snær bíða nú ásamt tugum annarra í Egilsbúð eftir því að skýrist hvað taki við. Hættustig vegna snjóflóða er í gildi í Neskaupstað. Mynd: Úr einkasafni

Búið er að rýma tugi húsa í Mýrahverfi og Bakkahverfi í Neskaupstað eftir að snjóflóð féllu á bæinn í morgun. Annað flóðið lenti á íbúðarhúsi og olli skemmdum en meiðsl á fólki eru ekki alvarleg. Opnuð hefur verið fjöldahjálparstöð í Egilsbúð og eru tugir fólks komin þangað, börn og fullorðnir.

Oddný Lind Björnsdóttir er ein þeirra sem var ferjuð í Egilsbúð ásamt fjölskyldu sinni, Andra Snæ Þorsteinssyni manni hennar og sonunum Hlyni Frey, sjö ára, og Breka Erni, tveggja ára. Þá var Hafrún Katla Aradóttir systir Oddýjar einnig á heimilinu. Oddný og fjölskylda hennar búa á Gilsbakka, sem er ysta gatan í Neskaupstað sem var rýmd. „Við fengum upplýsingar um að það ætti að rýma götuna og biðum svo bara eftir björgunarsveitinni sem gekk í hús og lét vita þegar það var tilbúinn bíll fyrir utan. Við vorum fimm heima og svo flúðu nágrannarnir yfir til okkar til að fá pottþétt að fara líka. Þau búa í næstu götu og það átti ekki að rýma hana, í það minnsta ekki strax. Húsið þeirra er í raun hálft inni á rýmingarsvæðinu. Þau vildu bara fara og komu þess vegna yfir til okkar.“

„Skaflinn fyrir stofuglugganum hjá okkur, hann er svona tveir metrar plús“
Oddný Lind Björnsdóttir
íbúi á Norðfirði.
Gríðarlegur snjórEins og sjá má er gríðarlegur snjór í Neskaupstað og ekkert sést út um stofugluggann hjá Oddnýju. Í sófanum má sjá teppið og koddann sem Breki Örn hefur áhyggjur af.

Oddný segir að þeim hafi borist sms-skilaboð frá Almannavörnum og Neyðarlínunni, með upplýsingum um stöðuna og um að rýma ætti götuna. „Svo sér maður ansi margt á Facebook, og í fréttum. Maður finnur upplýsingar næstum því hvert sem maður leitar. Við vöknuðum rétt fyrir sjö og upp úr því fóru að koma skilaboð um að það væri ekki leikskóli eða skóli. Þá fórum við að líta út um gluggann en það var reyndar hægara sagt en gert. Skaflinn fyrir stofuglugganum hjá okkur, hann er svona tveir metrar plús. Þetta er rosalega mikill snjór. Ég var að koma heim úr vinnunni klukkan hálftólf í gærkvöldi og þá var ég á strigaskóm. Ég varð ekki blaut í fæturnar þá, þó það væri kominn snjór. Það er mikill skafrenningur og það dregur í þykka og mikla skafla.“

Vita ekki hvenær þau geta snúið heim

Oddný segir að það sé mjög margt fólk saman komið í fjöldahjálparstöðinni í félagsheimilinu Egilsbúð, börn og fullorðnir í tugatali. Boðið sé upp á morgunverð, brauð og álegg og barnamat. Spurð hvernig synir hennar taki stöðu mála segir Oddný að sá yngri skilji ekki hvað sé um að vera. „Litli maðurinn, þessi tveggja ára, hann vildi bara fara út að leika. Hann skilur ekki neitt í neinu, og vill fá að fara út. Við erum að labba á eftir honum upp og niður tröppur í Egilsbúð og reyna að hafa ofan af fyrir honum. Sá eldri hafði meiri áhyggjur af því að það yrði að taka dótið sem honum þykir vænt um úr húsinu, ef það skyldi koma flóð. Það var fyrst og fremst koddinn og teppið úr sófanum því honum þykir svo vænt um það, það er svo gott að kúra þar. Hann gerir sér alveg grein fyrir því hvað um er að vera.“

Oddný segir að þau viti í raun ekki hvað taki við, hversu lengi rýming muni standa og hvenær þau hafi geti snúið aftur heim. Þau hafi ætlað að fara yfir í hús móður hennar og stjúpföður sem stendur efst í bænum, undir varnargarði, en hins vegar hafi verið tekin ákvörðun um að rýma efstu húsin í bænum einnig. „Það hefði verið mjög þægilegt að fara þangað með börnin.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Snjóflóð í Neskaupstað

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár