Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.

Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fjöldahjálparstöð opnuð Opnuð hefur verið fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði, líkt og gert var þegar aurskriðurnar féllu þar í desember 2020. Meðfylgjandi mynd er síðan þá. Mynd: Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson

Hafin er umfangsmikil rýming húsa á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu og eru íbúar beðnir um að fara í fjöldahjálparstöð í Herðubreið til að skrá sig þar. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er um varúðarráðstöfun að ræða.

„Þegar allar breytur koma saman, snjórinn, veðrið og veðurspá, er talið að það þurfi að rýma,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við Heimildina. Hún segir að almannavarnir hafi góða yfirsýn yfir stöðuna á Seyðisfirði og fylgist með þróun mála í samvinnu við Veðurstofuna og viðbragðsaðila. Viðbragðsaðilar muni aðstoða fólk sem á þurfi að halda við að rýma hús sín en aðrir geti komið sér að sjálfsdáðum í fjöldahjálparstöð. „Því miður hefur fólk ákveðna reynslu á Seyðisfirði,“ segir Hjördís og vísar þar til aurskriðanna sem sem féllu á bæinn í desember árið 2020. Þó er ekki rýming í gangi á því svæði sem skriðurnar féllu á nú.

Um er að ræða svæði á reitum 4, 5, 6, 7, 14, 16, 17 og 18, sem skilgreind eru á rýmingarkorti Veðurstofunnar. Um töluverðan fjölda húsa er að ræða segir Hjördís. Eru húsin bæði norðan og sunnan fjarðarins, undir fjallinu Bjólfi og undir Strandartindi.

Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Seyðisfirði og einnig í Neskaupstað, þar sem féllu tvö flóð í morgun, annað á hús. Búið er, eða verið er að, rýma tugi húsa í Neskaupstað einnig, hús sem standa undir Nesgili og Bakkagili, auk efstu húsaraðar undir varnargörðum og atvinnuhúsnæðis innst í bænum. Samkvæmt spám heldur áfram að snjóa fyrir austan fram eftir degi.

Veðurstofa Íslands birti í gær viðvaranir vegna aukinnar snjóflóðahættu á Austfjörðum og Norðurlandi einnig. Þar var tilgreint að búist væri við að snjóflóðahætta myndi aukast umtalsvert á Austurlandi vegna aukinnar snjókomu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár