Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.

Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fjöldahjálparstöð opnuð Opnuð hefur verið fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði, líkt og gert var þegar aurskriðurnar féllu þar í desember 2020. Meðfylgjandi mynd er síðan þá. Mynd: Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson

Hafin er umfangsmikil rýming húsa á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu og eru íbúar beðnir um að fara í fjöldahjálparstöð í Herðubreið til að skrá sig þar. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er um varúðarráðstöfun að ræða.

„Þegar allar breytur koma saman, snjórinn, veðrið og veðurspá, er talið að það þurfi að rýma,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við Heimildina. Hún segir að almannavarnir hafi góða yfirsýn yfir stöðuna á Seyðisfirði og fylgist með þróun mála í samvinnu við Veðurstofuna og viðbragðsaðila. Viðbragðsaðilar muni aðstoða fólk sem á þurfi að halda við að rýma hús sín en aðrir geti komið sér að sjálfsdáðum í fjöldahjálparstöð. „Því miður hefur fólk ákveðna reynslu á Seyðisfirði,“ segir Hjördís og vísar þar til aurskriðanna sem sem féllu á bæinn í desember árið 2020. Þó er ekki rýming í gangi á því svæði sem skriðurnar féllu á nú.

Um er að ræða svæði á reitum 4, 5, 6, 7, 14, 16, 17 og 18, sem skilgreind eru á rýmingarkorti Veðurstofunnar. Um töluverðan fjölda húsa er að ræða segir Hjördís. Eru húsin bæði norðan og sunnan fjarðarins, undir fjallinu Bjólfi og undir Strandartindi.

Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Seyðisfirði og einnig í Neskaupstað, þar sem féllu tvö flóð í morgun, annað á hús. Búið er, eða verið er að, rýma tugi húsa í Neskaupstað einnig, hús sem standa undir Nesgili og Bakkagili, auk efstu húsaraðar undir varnargörðum og atvinnuhúsnæðis innst í bænum. Samkvæmt spám heldur áfram að snjóa fyrir austan fram eftir degi.

Veðurstofa Íslands birti í gær viðvaranir vegna aukinnar snjóflóðahættu á Austfjörðum og Norðurlandi einnig. Þar var tilgreint að búist væri við að snjóflóðahætta myndi aukast umtalsvert á Austurlandi vegna aukinnar snjókomu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár