Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.

Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fjöldahjálparstöð opnuð Opnuð hefur verið fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði, líkt og gert var þegar aurskriðurnar féllu þar í desember 2020. Meðfylgjandi mynd er síðan þá. Mynd: Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson

Hafin er umfangsmikil rýming húsa á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu og eru íbúar beðnir um að fara í fjöldahjálparstöð í Herðubreið til að skrá sig þar. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er um varúðarráðstöfun að ræða.

„Þegar allar breytur koma saman, snjórinn, veðrið og veðurspá, er talið að það þurfi að rýma,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við Heimildina. Hún segir að almannavarnir hafi góða yfirsýn yfir stöðuna á Seyðisfirði og fylgist með þróun mála í samvinnu við Veðurstofuna og viðbragðsaðila. Viðbragðsaðilar muni aðstoða fólk sem á þurfi að halda við að rýma hús sín en aðrir geti komið sér að sjálfsdáðum í fjöldahjálparstöð. „Því miður hefur fólk ákveðna reynslu á Seyðisfirði,“ segir Hjördís og vísar þar til aurskriðanna sem sem féllu á bæinn í desember árið 2020. Þó er ekki rýming í gangi á því svæði sem skriðurnar féllu á nú.

Um er að ræða svæði á reitum 4, 5, 6, 7, 14, 16, 17 og 18, sem skilgreind eru á rýmingarkorti Veðurstofunnar. Um töluverðan fjölda húsa er að ræða segir Hjördís. Eru húsin bæði norðan og sunnan fjarðarins, undir fjallinu Bjólfi og undir Strandartindi.

Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Seyðisfirði og einnig í Neskaupstað, þar sem féllu tvö flóð í morgun, annað á hús. Búið er, eða verið er að, rýma tugi húsa í Neskaupstað einnig, hús sem standa undir Nesgili og Bakkagili, auk efstu húsaraðar undir varnargörðum og atvinnuhúsnæðis innst í bænum. Samkvæmt spám heldur áfram að snjóa fyrir austan fram eftir degi.

Veðurstofa Íslands birti í gær viðvaranir vegna aukinnar snjóflóðahættu á Austfjörðum og Norðurlandi einnig. Þar var tilgreint að búist væri við að snjóflóðahætta myndi aukast umtalsvert á Austurlandi vegna aukinnar snjókomu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
1
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár