Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Páll Vilhjálmsson dæmdur fyrir ærumeiðingar

Hér­aðs­dóm­ur sak­felldi Pál Vil­hjálms­son fyr­ir að hafa í bloggi sínu far­ið með ærumeið­andi að­drótt­an­ir um blaða­menn. Voru bæði um­mæl­in sem Páli var stefnt fyr­ir ómerkt.

Páll Vilhjálmsson dæmdur fyrir ærumeiðingar
Dæmdur Ummæli Páls voru ómerkt í fyrir dómi og honum gert að greiða bæði bætur og málskostnað.

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa farið með ærumeiðandi aðdróttanir um Arnar Þór Ingólfsson blaðamann og Þórð Snæ Júlíusson ritstjóra.

Þeir Þórður og Arnar stefndu Páli fyrir að hafa haldið því fram á bloggsíðu sinni að þeir hefðu átt „aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans“. Umrædd bloggskrif Páls, á bloggsvæði mbl.is, tengdust umfjöllun blaðamannanna um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja á Kjarnanum. Þeir Arnar og Þórðu starfa nú báðir, eftir sameiningu Stundarinnar og Kjarnans, á Heimildinni.

Umræddar fréttir voru birtar á Kjarnanum í maí árið 2021. Í þeim var fjallað um hvernig hópur fólks sem tengdist Samherja hafði með samblæstri gætt hagsmuna fyrirtækisins með óeðlilegum hætti.

Páll Vilhjálmsson skrifaði fjölmargar bloggfærslur um málið, þar sem hann meðal annars sakaði blaðamennina tvo um að hafa komið að því að stela síma Páls skipstjóra og byrla fyrir honum. 

„Mátti stefnda, sem kveðst vera blaðamaður, vera þetta ljóst.“
úr dómsorði, um að ekki verði fallist á að réttarvernd blaðamanna sé minni en annarra þegar kemur að friðhelgi einkalífs.

Páli var boðið að draga aðdróttanir sínar til baka. Því hafnaði hann og var í kjölfarið stefnt og ómerkingar krafist á tvennum ummælum Páls:

Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarnanum, [...] eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.

og

Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september.

Í dómsorði kemur fram að ekki sé hægt að fallast á því staðhæfingu sem Páll hélt á loftu undir rekstri málsins, að þeir Þórður og Arnar hefðu með skrifum sínum um „skæruliðadeild“ Samherja svipt sig veirri vernd sem lög um meðferð sakamála tryggi sakborningum, svo og friðhelgi einkalífs. Hélt Páll því fram að blaðamennirnir hefðu vitað eða mátt vita að skrif þeirra myndu kalla á hörð viðbrögð. Í dómnum segir að ekki verið fallist á að réttarvernd blaðamanna eigi að vera minni en annarra þegar kemur að friðhelgi einkalífs. „Mátti stefnda, sem kveðst vera blaðamaður, vera þetta ljóst.“

Þá segir í dómsorði að af gögnum málsins verði ekki séð að þeir Arnar og Þórður liggi undir grun um aðild að meintri byrlun Páls Steingrímssonar eða stuldi á síma hans. Staðhæfing Páls Vilhjálmssonar þar um á sér því „enga stoð í gögnum málsins“. 

Héraðsdómur ómerkti bæði ummælin sem kærð var fyrir, og gerði Páli að greiða þeim Þórði og Arnari 300 þúsund krónur í skaðabætur hvorum, með dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða hvorum þeirra 750 þúsund krónur í málskostnað.

Fyrirvari um hagsmuni: Í fréttinni er fjallað um atburði sem tengjast Heimildinni og starfsmönnum fjölmiðilsins beint.

 

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    300.000 á hvorn er allt of lítið í miskabætur. 1.000.000 hefði verið lágmark að
    mínu mati. Annars fagna ég þessari niðurstöðu. Páll er botninn.
    8
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Gott mál. Verst að þurfa að nota tíma og orku í svona vitleysingar eins og Pál. Moggabloggið er orðið eins og geitungabú af Trumpistum,Pútínistum og anti bólusetningafólki,geðslegur búsmali það allt saman.
    2
  • GE
    Guðmundur Einarsson skrifaði
    Er þetta ekki misritun "300 krónur" ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár