Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Metfjöldi inflúensugreininga frá áramótum

Um­gangspest­irn­ar eru enn að leika fólk grátt en skarlats­sótt­in hef­ur gef­ið eft­ir.

Metfjöldi inflúensugreininga frá áramótum
Í bælinu Margir liggja í bælinu með kvef og hálsbólgu þessa dagna. Mynd: Shutterstock

Fjöldi tilfella af staðfestri inflúensu var talsvert meiri í síðustu viku samanborið við vikurnar á undan og hefur vikulegur fjöldi tilfella ekki verið meiri frá áramótum. Sóttvarnalæknir segir í samantekt sinni um málið að nú geysi seinni inflúensubylgja vetrarins og að þegar aldursdreifing tilfella staðfestrar inflúensu er skoðuð á núverandi flensutímabili komi í ljós að breyting hefur orðið á aldursdreifingu smita og stofngerð.

Fram yfir áramót, þegar inflúensustofn A var ríkjandi, var meirihluti tilfella að greinast hjá ungu fólki og eldri einstaklingum. Flest tilfelli meðal barna voru meðal ungra barna.

Eftir áramót, þegar inflúensa af stofni B tók við, breyttist aldursdreifing á þann veg að um og yfir helmingur inflúensugreininga er hjá börnum og unglingum, en inflúensa B leggst helst á ungmenni.

„Þetta mynstur, þar sem inflúensa B gengur í kjölfar faraldurs vegna inflúensu A, er fremur algengt, en kemur þó ekki fram á hverju inflúensutímabili,“ segir í samantekt sóttvarnalæknis. …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár