Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“

Það er stað­reynd að mark­að­irn­ir hafa misst trú á að stjórn­völd nái verð­bólg­unni nið­ur á næstu miss­er­um, sam­kvæmt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Við verð­um að gang­ast við því,“ seg­ir hann. Taka þurfi hönd­um sam­an og ná nið­ur verð­bólgu­vænt­ing­un­um.

Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“
Hugmyndir Samfylkingarinnar einskis virði Bjarni Benediksson segir að hugmyndir Samfylkingarinnar hafi verið einskis virði í tengslum við umræðuna um verðbólgu í ár. Mynd: Bára Huld Beck

„Auðvitað er það bara staðreynd, og það er mælanleg staðreynd, að markaðirnir hafa misst trú á að við náum verðbólgunni niður á næstu misserum. Það er bara mælanleg staðreynd. Við verðum að gangast við því.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurn sinni að það hlyti að vera hlutverk ráðherrans að sjá til þess að fólk fengi aftur trú á því að hægt væri að ná verðbólgunni niður. Ekki væri hægt að skilja vandann eftir hjá Seðlabankanum. 

Bjarni sagði jafnframt að taka þyrfti höndum saman og ná niður verðbólguvæntingunum. Það væri vel gerlegt. „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús,“ sagði hann. 

Ætlar ríkisstjórnin að breyta um nálgun í fjármálaáætlun?

Logi rifjaði upp í fyrirspurn sinni að fjármálaráðherra hefði kynnt fjárlög síðasta haust undir yfirskriftinni „Unnið gegn verðbólgu“. 

„Við í Samfylkingunni bentum strax á að fjárlögin væru hvorki til þess fallin að vinna gegn verðbólgu né verja heimilisbókhald viðkvæmustu hópanna. Sú gagnrýni reyndist rétt. Verðbólgan er vaxandi, er komin upp í 10 prósent og heimilin standa berskjölduð gagnvart vaxtahækkununum; hærri vöxtum en við höfum séð síðan skömmu eftir hrun. Því féll ríkisstjórnin á því prófi að minnsta kosti. 

En Samfylkingin hefur ekki látið sér nægja að gagnrýna ríkisstjórnina. Við höfum þvert á móti lagt fram tillögur að aðgerðum gegn verðbólgunni og til að verja viðkvæmustu hópa landsins. Samfylkingin kynnti kjarapakka sem gekk út á að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru, eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórútgerð og methagnað hjá bönkunum, að draga þannig úr hallarekstri ríkissjóðs en hlífa um leið heimilum, til dæmis með því að falla frá ýtrustu gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar,“ sagði hann. 

Ráðherra svari með skætingiLogi segir að fjármála- og efnahagsráðherra svari með skætingi

Logi telur að Bjarni viti þetta en hafi hingað til helst svarað tillögum þeirra með hefðbundnum „pólitískum skætingi“. 

„Hann sagði til dæmis hér í ræðustól að háttvirtur þingmaður Kristrún Frostadóttir væri að ala á öfund með hófsömum og ábyrgum tillögum um aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs. Nú hefur hæstvirtur forsætisráðherra hins vegar kallað eftir aðhaldi á tekjuhlið ríkissjóðs og seðlabankastjóri, peningastefnunefnd, gerði slíkt hið sama í gær,“ sagði hann og spurði Bjarna hvort vænta mætti þess að ríkisstjórnin breytti um nálgun í fjármálaáætlun í næstu viku. „Kemur til greina að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru, eins og Samfylkingin hefur bent á, til dæmis með því að eigendur fjármagnsins leggi meira af mörkum eða með hvalrekaskatti á banka og stórútgerðir?“

Hefur ekki staðið á ráðherra að beita sköttum

Bjarni svaraði og sagði að honum fyndist nú svolítið mikið í lagt að halda því fram að tillögur Samfylkingarinnar hefðu skipt einhverju máli í tengslum við fjárlög ársins. 

„Þegar lagðar eru saman tekju- og gjaldatillögur Samfylkingarinnar þá átti afkoman að batna um heila 4 milljarða. Nú vorum við að greina frá því í gær að afkoma ríkissjóðs er að batna um 70 milljarða af frumjöfnuði á þessu ári sem sýnir að þessi stóru kerfi okkar virka eins og til er ætlast. Þegar það er spenna í hagkerfinu taka tekjuskattskerfin meira til sín. Virðisaukaskattur vex, tekjuskattur einstaklinga hækkar, tekjuskattur fyrirtækja hækkar og svo framvegis. Þess vegna segi ég að þessar hugmyndir Samfylkingarinnar, sem voru kynntar hér í þinginu, voru einskis virði í tengslum við umræðuna um verðbólgu í ár.

Ef við skoðum hins vegar af einhverri sanngirni það sem er að gerast í frumjöfnuði í ríkisfjármálunum þá er það í raun og veru með miklum ólíkindum að orðið hefur tæplega 200 milljarða bati á frumjöfnuði á tveimur árum. Og batinn heldur áfram. Við erum aftur komin í jákvæðan frumjöfnuð á þessu ári á undan áætlun. Ekki er hægt að halda öðru fram, vegna þess hvernig staðan er að þróast frá ári til árs, en að ríkið sé á þennan mælikvarða að reka aðhaldssamari stefnu en opinber umræða ber með sér,“ sagði Bjarni. 

Ráðherrann sagði jafnframt að ekki kæmi á óvart að Samfylkingin vildi tala fyrir skattahækkun. „Það er almennt þannig með Samfylkinguna að hún talar fyrir sköttum til þess að eyða þeim samstundis. Það hefur ekkert staðið á mér þegar við hefur átt að beita sköttum. Ég held ég hafi sótt, í ríkisstjórn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, mestu skatta í Íslandssögunni í einu frumvarpi sem endaði í um 400 milljarða tekjum fyrir ríkissjóð. En skattar sem eru eingöngu til þess ætlaðir að auka útgjaldastigið hjálpa ekki við þær aðstæður sem eru uppi núna.“

Ekki hægt að skilja vandann eftir hjá Seðlabankanum

Logi hélt áfram fyrirspurn sinni og sagði að ráðherra hefði verið í lófa lagið að samþykkja tekjuaðgerðir Samfylkingarinnar vegna þess að þær hefðu verið upp á 17 milljarða króna, 0,5 prósent af vergri landsframleiðslu. Það væri ótrúlegt að fjármálaráðherra héldi því fram að slíkt skipti ekki máli þegar kæmi að ríkisfjármálum. „Hér erum við að tala um þá hópa sem hafa í rauninni haft það allra best og haft það mjög gott í gegnum þetta tímabil.“

Varðandi það að björt tíð væri í vændum þá benti Logi á að Bjarni hefði nýlega sagt að fólk væri hætt að hafa trú á því að hægt væri að ná verðbólgunni niður. „Það hlýtur að minnsta kosti að vera hans hlutverk að sjá til þess að fólk fái aftur trú á því. Það er ekki hægt að skilja vandann eftir bara hjá Seðlabankanum. Þannig að ég ítreka spurninguna: Kemur til greina í fjármálaáætlun að breyta um takt og sækja tekjur til allra best stöddu hópanna í samfélaginu?“ spurði hann. 

Seðlabankinn hefur „svo sem ekkert verið fullkominn“

Bjarni steig aftur í pontu og sagði að hann teldi það almennt ekki góðri lukku stýra að líta í hina áttina þegar einhverjar staðreyndir blöstu við. 

„Auðvitað er það bara staðreynd, og það er mælanleg staðreynd, að markaðirnir hafa misst trú á að við náum verðbólgunni niður á næstu misserum. Það er bara mælanleg staðreynd. Við verðum að gangast við því. Ég er að benda hér á að í ár er aðhald ríkisfjármálanna miklu meira en almenn umræða hefur gefið til kynna. Við þurfum að horfa til þess í næstu áætlun okkar hvað við gætum gert frekar til þess, já, að standa með Seðlabankanum, sem hefur þetta skýra hlutverk að halda verðgildi peninganna í skefjum, þ.e. að halda verðbólgunni í skefjum þannig að verðgildi peninganna sé verndað. 

Við höfum 2,5 prósent verðbólgumarkmið og þegar okkur rekur mjög langt frá því þá er það mjög skaðlegt. Ég get alveg tekið undir það að Seðlabankinn getur ekki einn staðið í því. Ég hef heldur aldrei haldið því fram, en Seðlabankinn hefur svo sem ekkert verið fullkominn og óskeikull í öllu því sem hann hefur verið að fást við. Aðalatriðið er það að við komumst ekkert með því að vera að benda fingrinum hvert á annað. Það þarf að taka höndum saman og ná niður verðbólguvæntingunum og það er vel gerlegt. Ég hef trú á því og við munum skila því í hús,“ sagði ráðherrann í óundirbúnum fyrirspurnum í dag. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • ÁS
  Áslaug Sigurjónsdóttir skrifaði
  BB er að svara eins og DO, búinn að læra eitthvað af honum. Það skilur enginn almenningur svörin hans og vita ekki hvað er fram undan. BB er með þöggun eins og þetta komi honum ekki við. Í daglegu tali kallast þetta hroki til þjóðarinnar. Katrín hvað er næst á dagskrá.?
  0
 • Siggi Rey skrifaði
  Þú þarna Vellýgni Bjarni! Ef þú hefðir einhverja döngun í þér til að gera eitthvað, tala nú ekki um dómgreind eða vilja væri þjóðin ekki í þessum djúpa skít! Við getum þakkað þér og seðlabankastjóra um þessar fjárhagslegu hamfarir sem á þjóðinni dynja! Svei þér!
  0
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  „Auðvitað er það bara staðreynd, og það er mælanleg staðreynd, að markaðirnir hafa misst trú á að við náum verðbólgunni niður á næstu misserum. Það er bara mælanleg staðreynd. Við verðum að gangast við því.“

  Í burtu með þessa ríkisstjórn VG liða í boði sjálfstæðisflokksins.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
3
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
7
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.
„Það er enginn dómari í eigin sök“
9
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
9
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
10
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu