Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Villa í kerfisbúnaði skrifstofu Alþingis – Innflutningsfyrirtæki ráðherra féll úr hagsmunaskráningu

Óþekkt­ur galli veld­ur því að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra hef­ur ekki getað lag­fært hags­muna­skrán­ingu sína en unn­ið er að því að finna lausn á því vanda­máli, sam­kvæmt skrif­stofu Al­þing­is.

Villa í kerfisbúnaði skrifstofu Alþingis – Innflutningsfyrirtæki ráðherra féll úr hagsmunaskráningu
Mar Textil á hagsmunaskrá 2009 Dómsmálaráðherra telur ekki um hagsmunaárekstra að ræða að hann og eiginkona hans reki innflutningsfyrirtæki sem flytur inn líkkistur. Hann skráði fyrirtækið fyrst í hagsmunaskrá þingsins árið 2009. Mynd: Bára Huld Beck

Innflutningsfyrirtæki Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, Mar textil ehf., féll brott úr hagsmunaskráningu þingsins vorið 2021 vegna villu í kerfisbúnaði. Þetta kemur fram í svörum frá skrifstofu Alþingis við fyrirspurn Heimildarinnar. 

Nokkra athygli vakti þegar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata spurði ráðherrann út í fyrirtækið og líkbrennslumál á Alþingi fyrr í mánuðinum. 

Hún spurði hann út í rekstur fyrirtækisins en það selur meðal annars líkkistur. Ástæður spurninganna varðandi fyrirtækið voru umræður um líkbrennslumál en eins og komið hefur fram í fréttum leitast sjálfseignarstofnunin Tré lífsins eftir því að reka bálstofu og taka við af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma þar sem líkbrennsluofn þeirra er orðinn gamall. Í framhaldinu spunnust upp vangaveltur um hæfi ráðherra í málaflokknum þar sem hann og eiginkona hans reka fyrrnefnt fyrirtæki sem flytur inn líkkistur. 

Telur ekki um hagsmunaárekstur að ræða

Jón sagði við Heimildina að það hefði aldrei verið neitt leyndarmál að hann og eiginkona hans hefðu verið í 37 eða 38 ár í rekstri. Hann hefði sjálfur fengið þau svör frá þinginu að um mistök hefði verið að ræða varðandi hagsmunaskráninguna. 

„Ég gerði strax grein fyrir þessu við þetta ráðuneyti að ef eitthvað kæmi upp varðandi útfararstofur og slíkt þá ætti ég ákveðinna hagsmuna að því – því það er miklu nærtækara að koma með rekstur útfararstofa og ég gerði strax grein fyrir því að ef eitthvað slíkt kæmi upp þá væru þetta hagsmunir mínir í því samhengi. Ég gerði ráðuneytisstjóranum grein fyrir því á sínum tíma en að öðru leyti skarast þetta ekkert á við einhverjar líkbrennsluhugmyndir Trés lífsins,“ sagði hann. 

Óþekktur galli veldur því að dómsmálaráðherra getur ekki lagfært hagsmunaskráningu sína

Nokkurs misræmis gætir í hagsmunaskráningu Jóns, annars vegar sem þingmanns og hins vegar sem ráðherra. Fyrirtækið Mar textil ehf. er á hagsmunaskráningu hans sem ráðherra og hefur verið síðan maí 2022. 

Í svörum skrifstofu Alþingis kemur fram að haustið 2022 hafi skrifstofan tekið upp nýtt kerfi við hagsmunaskráningu. „Í hina eldra kerfi var ekki haldið utan um með hvaða hætti skráningar breyttust þegar þingmenn uppfærðu upplýsingar, þ.e. hvort þær væru teknar út af viðkomandi þingmanni eða hvort þær hefðu fallið brott af öðrum ástæðum. Einungis birtist skráning upplýsinga eins og hún stóð hverju sinni.

Ráðherrar höfðu sérstakt viðmót til að uppfæra hagsmunaskráningu sína, þar sem þeir höfðu ekki aðgang að viðmóti þingmanna nema vera á þingsvæðinu. Við skoðun okkar á kerfunum vegna þessa máls hefur komið í ljós sá galli á ráðherraútgáfu kerfisins að dálkurinn um tekjumyndandi starfsemi birti ekki fyrri skráningu þegar gerðar voru breytingar á hagsmunaskráningu. Upplýsingarnar um Mar textil ehf. hafa því fallið brott vegna villu í kerfisbúnaði,“ segir í svarinu. 

Jafnframt kemur fram að í nýja kerfinu geti notendur auðkennt sig með rafrænum skilríkjum en óþekktur galli valdi því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi ekki getað lagfært hagsmunaskráningu sína en unnið sé að því að finna lausn á því vandamáli. 

Í yfirliti yfir hagsmunaskráningar Jóns Gunnarssonar í eldra kerfi má sjá að þann 16. júní 2009 var beiðni um hagsmunaskráningu móttekin hjá skrifstofu Alþingis og þar tiltekið: 

  • Mar-textil ehf. er skráð undir tekjumyndandi starfsemi,
  • Sumarhús og land á Syðri-Brú er skráð undir fasteignir,
  • Formaður björgunarmiðstöðvar, formaður Sjávarnytja, í stjórn Slysavarnaskóla sjómanna og Björgunarbátasjóðs er skráð undir trúnaðarstörf.

Þann 19. maí 2021 var beiðni um breytingu á hagsmunaskráningu móttekin hjá skrifstofu Alþingis og skráning á Mar-textil ehf. féll brott úr dálkinum tekjumyndandi starfsemi vegna villu í kerfisbúnaði. Í hagsmunaskráningunni voru gerðar breytingar og felld brott skráning á formennsku björgunarmiðstöðvar, stjórnarsetu í Slysavarnaskóla sjómanna og Björgunarbátasjóði sem skráð var undir trúnaðarstörf auk þess sem Icelandair og Brim var skráð undir hlutafé:

  • Sumarhús og land á Syðri-Brú skrá undir fasteignir,
  • Icelandair og Brim bætast við undir hlutafé,
  • Formaður félagsins Sjávarnytja skráð undir trúnaðarstörf.

Þann 1. desember 2021 var beiðni um uppfærða hagsmunaskráningu móttekin hjá skrifstofu Alþingis þar sem skráð var undir hlutafé Síldarvinnslan og Íslandsbanki:

  • Sumarhús og land á Syðri-Brú skráð undir fasteignir,
  • Icelandair, Brim, Síldarvinnslan og Íslandsbanki skráð undir hlutafé,
  • Formaður félagsins Sjávarnytja skráð undir trúnaðarstörf.

Athugasemd frá skrifstofu Alþingis 24. mars: Skráningin féll brott í gamla kerfinu vegna galla í ráðherrautgáfu en ráðherra hefur ekki getað lagfært skráninguna vegna galla í ráðherraútgáfu nýja kerfisins. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Jón Gunnarsson þarf að hætta sem Raðherra og hugsa um Likkisturnar sinar.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Það eru engin takmörk fyrir græðgi og spillingu hjá þessum fyrrverandi blóðmerabónda. Hann hlýtur nafnbótina skíthæll marsmánaðar
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Snilld. Computer says no.
    Kennum tölvunni I'm.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Ók….þetta er auðvitað bagalegt, ef satt er….og þegar svona kerfisvilla er, þá er væntanlega ekki bara villa hjá einum ráðherra? Nú ef allt annað er ók, og bara mjög heppileg villa hjá Joni, þá neita ég að trúa þessarri afsökun!
    1
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Heppileg villa það.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Aldrei verið í boði að gefast upp“
4
SkýringHjólhýsabyggðin

„Aldrei ver­ið í boði að gef­ast upp“

Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar í Laug­ar­daln­um var sagt að þau þyrftu að flytja upp á Sæv­ar­höfða í 8 til 12 vik­ur og síð­an yrði þeim fund­inn ann­ar stað­ur til að búa á. Síð­an eru liðn­ar 78 vik­ur. Íbú­arn­ir halda nú þar sín önn­ur jól og vita ekk­ert hvert fram­hald­ið verð­ur. „Ég er nátt­úr­lega brjál­uð,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir, íbúi á svæð­inu og formað­ur Sam­taka hjóla­búa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
4
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár