Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Villa í kerfisbúnaði skrifstofu Alþingis – Innflutningsfyrirtæki ráðherra féll úr hagsmunaskráningu

Óþekkt­ur galli veld­ur því að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra hef­ur ekki getað lag­fært hags­muna­skrán­ingu sína en unn­ið er að því að finna lausn á því vanda­máli, sam­kvæmt skrif­stofu Al­þing­is.

Villa í kerfisbúnaði skrifstofu Alþingis – Innflutningsfyrirtæki ráðherra féll úr hagsmunaskráningu
Mar Textil á hagsmunaskrá 2009 Dómsmálaráðherra telur ekki um hagsmunaárekstra að ræða að hann og eiginkona hans reki innflutningsfyrirtæki sem flytur inn líkkistur. Hann skráði fyrirtækið fyrst í hagsmunaskrá þingsins árið 2009. Mynd: Bára Huld Beck

Innflutningsfyrirtæki Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, Mar textil ehf., féll brott úr hagsmunaskráningu þingsins vorið 2021 vegna villu í kerfisbúnaði. Þetta kemur fram í svörum frá skrifstofu Alþingis við fyrirspurn Heimildarinnar. 

Nokkra athygli vakti þegar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata spurði ráðherrann út í fyrirtækið og líkbrennslumál á Alþingi fyrr í mánuðinum. 

Hún spurði hann út í rekstur fyrirtækisins en það selur meðal annars líkkistur. Ástæður spurninganna varðandi fyrirtækið voru umræður um líkbrennslumál en eins og komið hefur fram í fréttum leitast sjálfseignarstofnunin Tré lífsins eftir því að reka bálstofu og taka við af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma þar sem líkbrennsluofn þeirra er orðinn gamall. Í framhaldinu spunnust upp vangaveltur um hæfi ráðherra í málaflokknum þar sem hann og eiginkona hans reka fyrrnefnt fyrirtæki sem flytur inn líkkistur. 

Telur ekki um hagsmunaárekstur að ræða

Jón sagði við Heimildina að það hefði aldrei verið neitt leyndarmál að hann og eiginkona hans hefðu verið í 37 eða 38 ár í rekstri. Hann hefði sjálfur fengið þau svör frá þinginu að um mistök hefði verið að ræða varðandi hagsmunaskráninguna. 

„Ég gerði strax grein fyrir þessu við þetta ráðuneyti að ef eitthvað kæmi upp varðandi útfararstofur og slíkt þá ætti ég ákveðinna hagsmuna að því – því það er miklu nærtækara að koma með rekstur útfararstofa og ég gerði strax grein fyrir því að ef eitthvað slíkt kæmi upp þá væru þetta hagsmunir mínir í því samhengi. Ég gerði ráðuneytisstjóranum grein fyrir því á sínum tíma en að öðru leyti skarast þetta ekkert á við einhverjar líkbrennsluhugmyndir Trés lífsins,“ sagði hann. 

Óþekktur galli veldur því að dómsmálaráðherra getur ekki lagfært hagsmunaskráningu sína

Nokkurs misræmis gætir í hagsmunaskráningu Jóns, annars vegar sem þingmanns og hins vegar sem ráðherra. Fyrirtækið Mar textil ehf. er á hagsmunaskráningu hans sem ráðherra og hefur verið síðan maí 2022. 

Í svörum skrifstofu Alþingis kemur fram að haustið 2022 hafi skrifstofan tekið upp nýtt kerfi við hagsmunaskráningu. „Í hina eldra kerfi var ekki haldið utan um með hvaða hætti skráningar breyttust þegar þingmenn uppfærðu upplýsingar, þ.e. hvort þær væru teknar út af viðkomandi þingmanni eða hvort þær hefðu fallið brott af öðrum ástæðum. Einungis birtist skráning upplýsinga eins og hún stóð hverju sinni.

Ráðherrar höfðu sérstakt viðmót til að uppfæra hagsmunaskráningu sína, þar sem þeir höfðu ekki aðgang að viðmóti þingmanna nema vera á þingsvæðinu. Við skoðun okkar á kerfunum vegna þessa máls hefur komið í ljós sá galli á ráðherraútgáfu kerfisins að dálkurinn um tekjumyndandi starfsemi birti ekki fyrri skráningu þegar gerðar voru breytingar á hagsmunaskráningu. Upplýsingarnar um Mar textil ehf. hafa því fallið brott vegna villu í kerfisbúnaði,“ segir í svarinu. 

Jafnframt kemur fram að í nýja kerfinu geti notendur auðkennt sig með rafrænum skilríkjum en óþekktur galli valdi því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi ekki getað lagfært hagsmunaskráningu sína en unnið sé að því að finna lausn á því vandamáli. 

Í yfirliti yfir hagsmunaskráningar Jóns Gunnarssonar í eldra kerfi má sjá að þann 16. júní 2009 var beiðni um hagsmunaskráningu móttekin hjá skrifstofu Alþingis og þar tiltekið: 

  • Mar-textil ehf. er skráð undir tekjumyndandi starfsemi,
  • Sumarhús og land á Syðri-Brú er skráð undir fasteignir,
  • Formaður björgunarmiðstöðvar, formaður Sjávarnytja, í stjórn Slysavarnaskóla sjómanna og Björgunarbátasjóðs er skráð undir trúnaðarstörf.

Þann 19. maí 2021 var beiðni um breytingu á hagsmunaskráningu móttekin hjá skrifstofu Alþingis og skráning á Mar-textil ehf. féll brott úr dálkinum tekjumyndandi starfsemi vegna villu í kerfisbúnaði. Í hagsmunaskráningunni voru gerðar breytingar og felld brott skráning á formennsku björgunarmiðstöðvar, stjórnarsetu í Slysavarnaskóla sjómanna og Björgunarbátasjóði sem skráð var undir trúnaðarstörf auk þess sem Icelandair og Brim var skráð undir hlutafé:

  • Sumarhús og land á Syðri-Brú skrá undir fasteignir,
  • Icelandair og Brim bætast við undir hlutafé,
  • Formaður félagsins Sjávarnytja skráð undir trúnaðarstörf.

Þann 1. desember 2021 var beiðni um uppfærða hagsmunaskráningu móttekin hjá skrifstofu Alþingis þar sem skráð var undir hlutafé Síldarvinnslan og Íslandsbanki:

  • Sumarhús og land á Syðri-Brú skráð undir fasteignir,
  • Icelandair, Brim, Síldarvinnslan og Íslandsbanki skráð undir hlutafé,
  • Formaður félagsins Sjávarnytja skráð undir trúnaðarstörf.

Athugasemd frá skrifstofu Alþingis 24. mars: Skráningin féll brott í gamla kerfinu vegna galla í ráðherrautgáfu en ráðherra hefur ekki getað lagfært skráninguna vegna galla í ráðherraútgáfu nýja kerfisins. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Jón Gunnarsson þarf að hætta sem Raðherra og hugsa um Likkisturnar sinar.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Það eru engin takmörk fyrir græðgi og spillingu hjá þessum fyrrverandi blóðmerabónda. Hann hlýtur nafnbótina skíthæll marsmánaðar
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Snilld. Computer says no.
    Kennum tölvunni I'm.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Ók….þetta er auðvitað bagalegt, ef satt er….og þegar svona kerfisvilla er, þá er væntanlega ekki bara villa hjá einum ráðherra? Nú ef allt annað er ók, og bara mjög heppileg villa hjá Joni, þá neita ég að trúa þessarri afsökun!
    1
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Heppileg villa það.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár