Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ósýnilegu girðingarnar á Seltjarnarnesi

Til að kom­ast gang­andi með­fram aust­ur­hluta suð­ur­strand­ar Seltjarn­ar­ness þyrfti að klöngr­ast um stór­grýtt­an sjóvarn­ar­garð. Einka­lóð­ir ná að görð­un­um og eig­end­ur fast­eign­anna hafa mót­mælt há­stöf­um, með ein­stakt sam­komu­lag við bæ­inn að vopni, lagn­ingu strand­stígs milli húsa og fjör­unn­ar en slík­ir stíg­ar hafa ver­ið lagð­ir víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­ustu ár. Lög kveða á um óheft að­gengi al­menn­ings að sjáv­ar­bökk­um.

Ósýnilegu girðingarnar á Seltjarnarnesi
Suðurströndin Einkalóðir við strandlengjuna á Seltjarnarnesi ná sumar hverjar út að sjóvarnargörðum. Mynd: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir

„Það gilda sömu lög á Seltjarnarnesi og annars staðar á Íslandi,“ svarar Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Seltjarnarnesbæjar, spurður hvort lög um almannaför gildi ekki á austurhluta suðurstrandar bæjarins, þar sem einkalóðir við Sæbraut og nokkur hús í öðrum götum teygja sig að sjóvarnargörðum. Tilefnið eru vangaveltur Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur, fyrrverandi forstjóra Skipulagsstofnunar, um aðgengi almennings að ströndinni.

„Samkvæmt náttúruverndarlögum er óheimilt að setja niður girðingu á sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna,“ skrifaði Hlökk á Facebook-síðu sína nýverið og birti mynd af umræddu svæði á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Vissulega væru ekki „eiginlega girðingar“ á lóðunum „en þær gætu allt eins verið. Allur byggði hluti suðurstrandar Seltjarnarness er óaðgengilegur fyrir almenning.“ Svo spurði hún: „Er það í lagi?“

Brynjar Þór telur svo vera. Frágangur á lóðamörkum skuli vera og sé í þessu tilviki að hans mati í samræmi við samþykkt aðalskipulags Seltjarnarnesbæjar og samþykkt deiliskipulag. „Mér er ekki …

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Hauksson skrifaði
    Sama gildir í Arnarnesinu. Passað er upp á að pöpullinn sé ekki að guða á glugga bubbanna
    0
  • KKJ
    Katrin Kinga Jósefsdóttir skrifaði
    Tvímælalaust á að opna þessa leið, það vill enginn vera eigendum lóðanna til ama en þeir eiga ekki að reyna að sölsa strandlengjuna til sín ! Landslög ofar sveitarfélags samþykktum !
    0
  • R-listinn í Reykjavík ákvað að lagðir yrðu göngu- og hjólreiðastígar með strandlengju borgarinnar og víðar. Þetta hefur verið vinsælt og stígarnir vel nýttir. Nú eru risaeðlur á Seltjarnarnesi, 13? húseigendur og bæjarstjórn, að koma í veg fyrir að hægt sé að nota nútíma samgöngumáta meðfram allri strandlengju höfuðborgarsvæðisins. Er ekki lausnin að leggja þetta örsveitarfélag niður?
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár