Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ósýnilegu girðingarnar á Seltjarnarnesi

Til að kom­ast gang­andi með­fram aust­ur­hluta suð­ur­strand­ar Seltjarn­ar­ness þyrfti að klöngr­ast um stór­grýtt­an sjóvarn­ar­garð. Einka­lóð­ir ná að görð­un­um og eig­end­ur fast­eign­anna hafa mót­mælt há­stöf­um, með ein­stakt sam­komu­lag við bæ­inn að vopni, lagn­ingu strand­stígs milli húsa og fjör­unn­ar en slík­ir stíg­ar hafa ver­ið lagð­ir víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­ustu ár. Lög kveða á um óheft að­gengi al­menn­ings að sjáv­ar­bökk­um.

Ósýnilegu girðingarnar á Seltjarnarnesi
Suðurströndin Einkalóðir við strandlengjuna á Seltjarnarnesi ná sumar hverjar út að sjóvarnargörðum. Mynd: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir

„Það gilda sömu lög á Seltjarnarnesi og annars staðar á Íslandi,“ svarar Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Seltjarnarnesbæjar, spurður hvort lög um almannaför gildi ekki á austurhluta suðurstrandar bæjarins, þar sem einkalóðir við Sæbraut og nokkur hús í öðrum götum teygja sig að sjóvarnargörðum. Tilefnið eru vangaveltur Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur, fyrrverandi forstjóra Skipulagsstofnunar, um aðgengi almennings að ströndinni.

„Samkvæmt náttúruverndarlögum er óheimilt að setja niður girðingu á sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna,“ skrifaði Hlökk á Facebook-síðu sína nýverið og birti mynd af umræddu svæði á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Vissulega væru ekki „eiginlega girðingar“ á lóðunum „en þær gætu allt eins verið. Allur byggði hluti suðurstrandar Seltjarnarness er óaðgengilegur fyrir almenning.“ Svo spurði hún: „Er það í lagi?“

Brynjar Þór telur svo vera. Frágangur á lóðamörkum skuli vera og sé í þessu tilviki að hans mati í samræmi við samþykkt aðalskipulags Seltjarnarnesbæjar og samþykkt deiliskipulag. „Mér er ekki …

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Hauksson skrifaði
    Sama gildir í Arnarnesinu. Passað er upp á að pöpullinn sé ekki að guða á glugga bubbanna
    0
  • KKJ
    Katrin Kinga Jósefsdóttir skrifaði
    Tvímælalaust á að opna þessa leið, það vill enginn vera eigendum lóðanna til ama en þeir eiga ekki að reyna að sölsa strandlengjuna til sín ! Landslög ofar sveitarfélags samþykktum !
    0
  • R-listinn í Reykjavík ákvað að lagðir yrðu göngu- og hjólreiðastígar með strandlengju borgarinnar og víðar. Þetta hefur verið vinsælt og stígarnir vel nýttir. Nú eru risaeðlur á Seltjarnarnesi, 13? húseigendur og bæjarstjórn, að koma í veg fyrir að hægt sé að nota nútíma samgöngumáta meðfram allri strandlengju höfuðborgarsvæðisins. Er ekki lausnin að leggja þetta örsveitarfélag niður?
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár