„Það gilda sömu lög á Seltjarnarnesi og annars staðar á Íslandi,“ svarar Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Seltjarnarnesbæjar, spurður hvort lög um almannaför gildi ekki á austurhluta suðurstrandar bæjarins, þar sem einkalóðir við Sæbraut og nokkur hús í öðrum götum teygja sig að sjóvarnargörðum. Tilefnið eru vangaveltur Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur, fyrrverandi forstjóra Skipulagsstofnunar, um aðgengi almennings að ströndinni.
„Samkvæmt náttúruverndarlögum er óheimilt að setja niður girðingu á sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna,“ skrifaði Hlökk á Facebook-síðu sína nýverið og birti mynd af umræddu svæði á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Vissulega væru ekki „eiginlega girðingar“ á lóðunum „en þær gætu allt eins verið. Allur byggði hluti suðurstrandar Seltjarnarness er óaðgengilegur fyrir almenning.“ Svo spurði hún: „Er það í lagi?“
Brynjar Þór telur svo vera. Frágangur á lóðamörkum skuli vera og sé í þessu tilviki að hans mati í samræmi við samþykkt aðalskipulags Seltjarnarnesbæjar og samþykkt deiliskipulag. „Mér er ekki …
Athugasemdir (3)