Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol

Sam­kvæmt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra væri æski­leg­ast að for­sæt­is­nefnd næði ein­hvers kon­ar sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um með­ferð grein­ar­gerð­ar setts rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol. „Við mun­um ekki leysa það með birt­ingu lög­fræði­álita sem hvert vís­ar í sína átt­ina.“

Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol
Katrín segir að almennt sé hún þeirrar skoðunar að stjórnvöld eigi að birta meira af upplýsingum en minna. Mynd: RÚV

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að æskilegast sé að forsætisnefnd, þar með talið forseti Alþingis, gæti komist að sameiginlegri niðurstöðu um meðferð greinargerðar setts ríkisendurskoðanda Sig­urðar Þórð­ar­sonar um Lindarhvol. „Þarna þarf hreinlega að eiga, að ég held, pólitískt samtal um þessi mál.“

Þetta kom fram í máli ráðherrans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata spurði hana hvort birta ætti greinargerðina eða ekki. 

Mikil umræða hefur verið um greinargerðina og birtingu hennar undanfarnar vikur. Snýst deilan um það meðal annars hvort greinargerðin sé vinnuskjal eða ekki. Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur ekki viljað birta greinargerðina og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt það harðlega. 

Birta eða ekki birta?

Björn Leví hóf mál sitt á þingi í dag á því að rifja upp ræðu forsætisráðherra frá árinu 2016 í umræðum um sölu á eignum sem komu frá slitabúum föllnu bankanna en þar sagði ráðherrann að í yfirlýstum markmiðum laganna hefði verið talað um að við umsýslu, fullnustu og sölu eigna skyldi félagið leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Hagkvæmni merkti þar að leitað skyldi hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignina og í nefndaráliti meirihlutans hefðu þessi sjónarmið verið áréttuð og lögð hefði verið sérstök áhersla á að ráðherra myndi árétta í samningum við félagið að stjórnendur þess og starfsmenn viðhefðu vönduð og fagleg vinnubrögð þar sem um væri að ræða opinberar eignir. Enn fremur að ef tvær leiðir stæðu til boða við ráðstöfun á eignum skyldi velja þá leið sem væri gagnsærri.

Þingmaðurinn spurði Katrínu út í skoðun hennar á því hvort birta ætti greinargerðina um Lindarhvol eða ekki.

Spurði Björn Leví Katrínu um skoðun og skilning hennar á birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols. „Það kemur skýrt fram í gögnum málsins að greinargerðin var send Alþingi, fjármála- og efnahagsráðherra og ríkisendurskoðanda með vinnuskjölum. Það er að segja: Alþingi var send greinargerðin, ríkisendurskoðandi fékk greinargerð og vinnuskjöl. Nú veltir maður því fyrir sér þá hver skoðun ráðherra er með tilliti til upplýsingalaga, hvort það eigi að birta þessa greinargerð eða ekki með tilliti til gagnsæis?“ spurði hann. 

Stjórnvöld ættu að birta meira af upplýsingum en minna

Katrín svaraði og sagði að almennt hefði hún verið þeirrar skoðunar að stjórnvöld, hvort sem um væri að ræða framkvæmdarvaldið, löggjafarvaldið eða dómsvaldið, ættu að birta meira af upplýsingum en minna. Hún benti á að í upplýsingalögum væri ákvæði um frumkvæðisskyldu á stjórnvöld um að birta upplýsingar og í þeim lögum hefði gildissviðið verið útvíkkað þannig að það næði einnig til stjórnsýslu Alþingis. „Eins og er svo afmarkað nánar í þingskapalögum og reglum sem forsætisnefnd setur um á grundvelli þessara laga og síðar hafa verið settar þessar reglur á grundvelli þessara laga.“

Benti hún jafnframt á að í lögfræðiáliti til forsætisnefndar sem úrskurðað var af úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæmi fram greinargerðin ætti erindi við almenning. „Þar er kveðið á um sem sagt, eins og ég skil þetta mál, að það sé ekki óheimilt að birta þetta gagn. Ég skil alveg þau sjónarmið að það geti verið villandi að birta gögn sem eru vinnugögn, en þá er væntanlega hægt að útskýra það hvað er þá villandi í þeim gögnum þegar þau hafa verið send úr húsi því það er auðvitað það sem upplýsingalögin kveða á um, að þegar slík gögn eru send úr húsi þá í raun fellur niður skilgreiningin á því að þetta sé vinnugögn og um það skilst mér að deilan hafi meðal annars staðið um. Er þetta vinnugagn eða ekki? Og sé þetta vinnugagn sem þá kannski mögulega hefði ekki átt að samþykkt úr húsi, er þá ekki hægt að skýra hvað nákvæmlega í gagnrýninni er þess eðlis að það sé villandi?“ sagði hún. 

Skylt að birta ekki gögnin eða heimilt?

„Gefum okkur að þetta væru vinnugögn,“ sagði Björn Leví þegar hann steig aftur í pontu í síðari fyrirspurn sinni. Spurði hann að ef svo væri hvort hinu opinbera, Alþingi eða ráðherra væri skylt að birta ekki gögnin eða væri ráðherra einfaldlega heimilt að birta þau. 

„Það er ákveðinn munur á sem umboðsmaður var að spyrja um núna mjög nýlega og í þessu lögfræðiáliti sem hæstvirtur ráðherra vísaði í hér áðan þá var einmitt forsætisnefnd sem spurði um nýtt lögfræðiálit varðandi efni greinargerðarinnar til þess að spyrja um hvað í greinargerðinni má ekki birtast. Ætti með lögum og reglum í rauninni að vera einkahagir eða ætti að sverta út? Og niðurstaðan úr því lögfræðiáliti var að birta ætti allt, ekki sverta yfir neitt. Þannig að miðað við allar þessar upplýsingar sem við höfum, miðað við ráðherra upplýsingamála, í hvaða stöðu erum við vissulega hérna gagnvart Alþingi en greinargerðirnar voru einnig sendar fjármála- og efnahagsráðherra?“ spurði hann. 

Hægt að rökstyðja hvora niðurstöðuna sem er

Katrín svaraði í annað sinn og sagði til að fara rétt með að gögn gætu talist vinnugögn þótt þau hefðu verið send öðrum, samkvæmt upplýsingalögum. 

„En hver er munurinn á því að vera skylt að birta gögnin, hvenær manni er skylt að birta þau ekki og hvenær maður hefur heimild til að birta gögnin? Það er eiginlega spurning háttvirts þingmanns. Ég held því miður að í þessum efnum sé hægt að rökstyðja hvora niðurstöðuna sem er, lögfræðilega. Ég held að það sé hægt og við höfum séð það gert. Þannig að stóra málið auðvitað snýst um það að það væri æskilegast, að mínu viti, að forsætisnefnd gæti bara einfaldlega náð einhvers konar sameiginlegri niðurstöðu, þar með talið forseti þingsins, um meðferð þessa gagns því ég held að við munum ekki leysa það með birtingu lögfræðiálita sem hvert vísar í sína áttina, eins og við höfum séð. Þarna þarf hreinlega að eiga, að ég held, pólitískt samtal um þessi mál,“ sagði hún. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Hlýtur að vera æðislegt að fá að vera aðal. Öllum stefnumálum fórnað. Blessun lögð yfir grímulaust sukk og svínarí fyrir það eitt að fá að hanga á stólum. Ekki skrítið þótt VG liðar horfi í aðrar áttir til að finna baráttumálum sínum farveg.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Forsætisnefnd tók samhljóma ákvörðun fyrir 1-ári síðan að undanskyldum forseta þingsins Birgi Ármannssyni (xD) að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þáverandi ríkisendurskoðanda Sigurður hefur lýst undrun sinni opinberlega að greinargerð/skýrsla hans hafi ekki verið birt, enda fer hljóð og mynd ekki saman við niðurstöðu Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda sem var birt 2020.
    Almannahagsmunir trompa leyndarhyggju/lýgi/spillingu í lýðræðisríki.
    Klakki ehf (Exista) var sölu-rændur samkvæmt verðmati og núna bendir allt til að Lyfja hafi verið sölu-RÆND (4.2-milljarðar) 2016 þegar haft er í huga söluverð Lyfju í dag 8.7-milljarðar. Hengingarólin herðist hratt að hálsi valdníðingana í þingheimi.
    1
  • Siggi Rey skrifaði
    Fyrst núna þegar VG er í dauðateigjunum er Katrín að reyna klóra sig upp úr drullunni! Af hverju var ekki búið að taka þetta pólitíska samtal fyrir löngu! Við vitum öll að þótt þetta pólitíska samtal, jafnvel mörg, verði tekin leiðir það ekki til að að þessi Lindarhvolsglæpur verði upplýstur. Til þess er D flórinn of djúpur og fullur!
    5
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Björn dissaður hressilega. Katrín veit greinilega betur en Björn hvað hann er að spyrja um og blaðrar sig úr málinu án þess að í raun svara. Hún vill "politískt samtal" .
    1
    • Siggi Rey skrifaði
      Fyrst núna þegar VG er í dauðateigjunum er Katrín að reyna klóra sig upp úr drullunni! Af hverju var ekki búið að taka þetta pólitíska samtal fyrir löngu! Við vitum öll að þótt þetta pólitíska samtal, jafnvel mörg, verði tekin leiðir það ekki til að að þessi Lindarhvolsglæpur verði upplýstur. Til þess er D flórinn of djúpur og fullur!
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár