Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hakkavél ritskoðunar – að ritskoða frekar en ræða Roald Dahl

Sal­vör Gull­brá & Jakob Bjarn­ar rýna í menn­ingar­átök.

Hakkavél ritskoðunar – að ritskoða frekar en ræða Roald Dahl

Nýlega mátti lesa í fréttum að verið sé að endurútgefa barnabækur Roalds Dahl en búið væri að breyta textanum; skipta út orðum, umbreyta setningum og hreinsa bækurnar af því sem ekki þykir standast gildi nútímans, já, til að gera hann aðgengilegri nútímalesendum. Roald Dahl hefur skrifað margar frægar barnabækur, eins og bókina Matthildi, sem fjallar um stelpu sem les svo mikið að hún er sterkari og klárari en allt fullorðna fólkið, söguhetja sem er feminísk söguhetja á borð við Línu Langsokk og hefur hvatt ófá börnin til að lesa. En í umræðu um þessar breytingar voru einhverjir gagnrýnir á endurskrifin á verkum hans, frekar á því að leyfa bókunum bara að hverfa af markaði, þeirra á meðal rithöfundurinn frægi Philip Pullman. Aðrir vildu meina að hann væri bara orðinn úreltur.

En getur höfundur sem býr til söguhetju eins og Matthildi orðið úreltur?

Salman Rushdie

Margir hafa mótmælt þessu …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mér er spurn: Eigum við að banna íslendingasögurnar? Þær eru fullar af vondum hlutum. Eiðilagði það líf mitt að ég las þegar ég var 10 ára Bósasögu og Herrauðs? Er Grettissaga hættuleg börnum?
    Umræðan um fölsun á bókmenntum er svo fáránleg að ég fæ ekki lokað munninum. En hvað er með alla krimmana sem eru sýndir í sjónvarpinu dag og nótt?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu