Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Haraldur verður bæjarstjóri á Akranesi

Har­ald­ur Bene­dikts­son hef­ur ver­ið ráð­inn bæj­ar­stjóri Akra­nes­kaup­stað­ar. Teit­ur Björn Ein­ars­son mun taka sæti hans á Al­þingi þeg­ar Har­ald­ur vík­ur.

Haraldur verður bæjarstjóri á Akranesi
Hættir á þingi Haraldur Benediktsson hefur setið á þingi síðustu tíu ár. Mynd: xd.is

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar.

Haraldur var fyrst kjörinn á þing í alþingiskosningunum árið 2013. Þar áður var Haraldur formaður Bændasamtaka Íslands, á árabilinu 2004 til 2013. Haraldur hefur þá jafnframt rekið bú á Vestri-Reyn, skammt utan Akraness, frá árinu 1995 með konu sinni, Lilju Guðrúnu Eyþórsdóttur, en þau tóku við búi af foreldrum Haraldar.

Í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar er haft eftir Valgarði Lyngdal Jónssyni, forseta bæjarstjórnar Akraness, að algjör einhugur hafi ríkt í bæjarstjórn um ráðningu Haraldar. „Haraldur hefur þekkingu og reynslu sem við bæjarfulltrúar erum fullviss um að muni nýtast vel í starfi bæjarstjóra, Akraneskaupstað og samfélaginu hér á Akranesi til heilla.“

Í sömu tilkynningu er haft eftir Haraldi sjálfum að hann telji Akranes vera eitt merst spennandi sveitarfélag landsins og að það sé heiður að vera trúað fyrir starfinu. Haraldur svaraði ekki í síma þegar Heimildin reyndi að ná tali af honum. Haraldur tekur við starfinu af Sævari Frey Þráinssyni sem ráðinn var forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Þegar Haraldur lætur af þingmennsku sinni mun Teitur Björn Einarson taka sæti hans. Teitur sat á þingi á árunum 2016 til 2017 en hefur verið varaþingmaður frá árinu 2017. Hann er sonur Einars Odds Kristjánssonar fyrrverandi alþingismanns.

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JBB
    Jens Benedikt Baldursson skrifaði
    Sæl. Forseti bæjarstjórnar er Valgarður Lyngdal Jónsson. https://www.akranes.is/stjornsysla/stjornkerfi/baejarstjorn-akraness
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár