Haraldur verður bæjarstjóri á Akranesi

Har­ald­ur Bene­dikts­son hef­ur ver­ið ráð­inn bæj­ar­stjóri Akra­nes­kaup­stað­ar. Teit­ur Björn Ein­ars­son mun taka sæti hans á Al­þingi þeg­ar Har­ald­ur vík­ur.

Haraldur verður bæjarstjóri á Akranesi
Hættir á þingi Haraldur Benediktsson hefur setið á þingi síðustu tíu ár. Mynd: xd.is

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar.

Haraldur var fyrst kjörinn á þing í alþingiskosningunum árið 2013. Þar áður var Haraldur formaður Bændasamtaka Íslands, á árabilinu 2004 til 2013. Haraldur hefur þá jafnframt rekið bú á Vestri-Reyn, skammt utan Akraness, frá árinu 1995 með konu sinni, Lilju Guðrúnu Eyþórsdóttur, en þau tóku við búi af foreldrum Haraldar.

Í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar er haft eftir Valgarði Lyngdal Jónssyni, forseta bæjarstjórnar Akraness, að algjör einhugur hafi ríkt í bæjarstjórn um ráðningu Haraldar. „Haraldur hefur þekkingu og reynslu sem við bæjarfulltrúar erum fullviss um að muni nýtast vel í starfi bæjarstjóra, Akraneskaupstað og samfélaginu hér á Akranesi til heilla.“

Í sömu tilkynningu er haft eftir Haraldi sjálfum að hann telji Akranes vera eitt merst spennandi sveitarfélag landsins og að það sé heiður að vera trúað fyrir starfinu. Haraldur svaraði ekki í síma þegar Heimildin reyndi að ná tali af honum. Haraldur tekur við starfinu af Sævari Frey Þráinssyni sem ráðinn var forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Þegar Haraldur lætur af þingmennsku sinni mun Teitur Björn Einarson taka sæti hans. Teitur sat á þingi á árunum 2016 til 2017 en hefur verið varaþingmaður frá árinu 2017. Hann er sonur Einars Odds Kristjánssonar fyrrverandi alþingismanns.

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JBB
    Jens Benedikt Baldursson skrifaði
    Sæl. Forseti bæjarstjórnar er Valgarður Lyngdal Jónsson. https://www.akranes.is/stjornsysla/stjornkerfi/baejarstjorn-akraness
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár