Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Miklu meira en ágætis byrjun

Doktor Gunni rýn­ir í Palm Trees In The Snow og dans­ar af kæti.

Miklu meira en ágætis byrjun
Kári Egilsson „Staðreyndin er svo náttúrlega sú að Kári er góður. Hann er eiginlega helvíti góður,“ skrifar Dr. Gunni um tónlistarmanninn Kára Egilsson. Mynd: Davíð Þór
Tónlist

Kári - Palm Trees In The Snow

Gefðu umsögn

Nokkur umræða var á dögunum um kúltúrbörn og þótti einhverjum, sem ekki fæddust með menningarskeið í munni, á sig hallað. Kári Egilsson er augljóslega kúltúrbarn verandi einkasonur Egils Helgasonar, dáðasta menningarpáfa landsins. Ekki er Egill þó þekktur fyrir tilþrif á tónlistarsviðinu. Hann söng reyndar og spilaði á harmóníku með Gaukunum upp úr 1980, en Kári græðir ekki annað á pabba sínum en að hafa greinilega fengið gott tónlistaruppeldi og sá gamli er eðlilega stoltur faðir og á Facebook-síðu hans hefur verið hægt að fylgjast með framgangi Kára síðan hann byrjaði sjö ára að spila á píanó. Kannski er einhver annar Kári þarna úti sem er alveg jafn góður en fær engin tækifæri því pabbi þessa Kára keyrir sendibíl og er bara með 62 fylgjendur á Facebook. Held samt örugglega ekki. Þetta virkar ekki svona, ekki í poppinu allavega. Ef það er eitthvað í þig spunnið muntu uppskera eins og þú sáir, en ef það klikkar er svo sem mannlegt að kenna einhverju öðru um en eigin lélegheitum.

Staðreyndin er svo náttúrlega sú að Kári er góður. Hann er eiginlega helvíti góður. Hann er rétt skriðinn yfir tvítugt, en mætir hér fullmótaður og fumlaus eins og sjóaður stórpoppari með tólf laga frumsamda sólóplötu þar sem hunang lekur af hverju strái. Ég man í fljótu bragði ekki eftir jafn sterku byrjendaverki frá íslenskum poppara.

„Kári veldur þessu öllu því lögin eru svo fjandi vel samin og melódíurnar grípa ljúft en örugglega.“

Hér er kannski ekki verið að brjóta blað í tónlistarþróunarsögunni. Áferðin á tónlistinni er sallafínt snekkjupopp í anda þess sem flottast þótti upp úr 1975, Steely Dan, Supertramp, Fleetwood Mac og sú deild. Ég heyri líka oft Brian Wilson strauma og þá beint yfir í Gunnar Þórðarson og fyrstu sólóplötu hans og jafnvel djasspoppilm frá JFM og plötu hans, Horft í roðann. Stundum finnst mér eins og útvarpsþátturinn Lögin við vinnuna sé kominn í loftið og Gilbert O’Sullivan sé mættur með nýtt lag.

Kári veldur þessu öllu því lögin eru svo fjandi vel samin og melódíurnar grípa ljúft en örugglega. Lögin eru flest í miðlungs tempói, yfirveguð og svöl, aldrei keyrt upp í einhvern stuðhraða, en stundum skipt niður í angurvært „ballads“, eins og Bo myndi segja. Kári hefur bjarta og góða söngrödd, spilar öll píanó og hljómborð á plötunni og hefur frábærar hjálparhellur, Albert Finnbogason (gítarleikara Grísalappalísu og fjölmargt annað) þeirra mikilvægastur. Albert tekur upp og pródúserar og spilar mest allan gítar og bassa á plötunni. Platan hljómar verulega „djúsí“ og er full af nettum smáatriðum, en með sterkan heildarsvip og áferð. Hér eru vissulega mörg frábær lög eins og Something Better, Sleepwalking, The Backbeat, Into The Blue og We Were Never Here, en ekki kem ég þó auga á mögulegan risahittara, þó allt sé mögulegt með heppni og/eða Tik Tok veiru.

Textarnir eru á ensku, sem er alltaf verra og í mínu tilfelli gera það að verkum að ég hlusta eiginlega lítið á þá og pæli ekkert í þeim. Þeir eru bara þarna, eins og bragðlítil þistilhjörtu á bragðgóðri pitsu. Vonandi verður textablað með vínylplötunni sem á að koma út í sumar, svo maður komist í betra samband við textana, eins og stendur er verkið einungis fáanlegt í streymi. Plötuumslagið gerði snillingurinn Halldór Baldursson, og sýnir teiknimynda-Kára arka snjó innan um pálmatré – veit ekki alveg með þetta umslag. Mér finnst teiknimyndafílingurinn ekki alveg passa við innihaldið.

Palm Trees In The Snow er stórskemmtileg og góð plata – algjörlega frábært byrjendaverk – og það besta er að Kári er bara rétt lagður af stað. Hann á vonandi eftir að gleðja okkur með meiri poppsnilld um ókomin ár, en mér skilst að hann sé margfaldur í roðinu og lumi líka á djassplötu. Því meira, því betra, segi ég nú bara.


Útgefandi: Alda Music
Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Svo sammála, og hlakka til að heyara góðan jazz frá jonum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár