Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, var end­ur­kjör­inn í for­manns­kjöri sem lauk í dag. Þetta er í þriðja sinn sem Ragn­ar Þór hlýt­ur end­ur­kjör en hann hef­ur ver­ið formað­ur VR frá 2017. Kosn­inga­þátt­taka var 30,6 pró­sent og hef­ur aldrei ver­ið meiri.

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR
Formaður Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR í þriðja sinn í allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar hjá VR sem lauk á hádegi í dag. Mynd: Eyþór Árnason

Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR í allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar hjá VR sem lauk í dag. Ragnar Þór hlaut 6.842 atkvæði eða 57,03 prósent greiddra atkvæða. Elva Hrönn Hjartardóttir hlaut 4.732 atkvæði eða 39,44 prósent atkvæða. 

VR er stærsta stéttarfélag landsins og voru ríflega 40 þúsund félagar með atkvæðisrétt í formannskjörinu. Auk formanns var kosið í stjórn VR þar sem 16 voru í framboði. Sjö sitja í stjórninni auk þriggja varamanna. 

Halla Gunnarsdóttir, Sigurður Sigfússon, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder, Þórir Hilmarsson og Vala Ólöf Kristinsdóttir voru kjörin í stjórn VR til tveggja ára samkvæmt fléttulista eins og kveðið er á um í lögum VR. Þá voru þrír varamenn kjörnir í stjórn VR til eins árs, þau Ævar Þór Magnússon, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Gabriel Benjamin. 

Elva Hrönn HjartardóttirMótframbjóðandi Ragnars Þórs í formannskjöri VR

Formannskjörið hófst á miðvikudaginn í síðustu viku og lauk á hádegi í dag. 11.996 félagar greiddu atkvæði í rafrænum kosningum. Kosningaþátttaka var því 30,6 prósent og hefur aldrei verið meiri. Í síðustu formannskosningum árið 2021 var kosningaþátttaka 28 prósent, þegar Ragnar Þór hafði betur gegn Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. 

Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, var eini mótframbjóðandi Ragnars Þórs. Í framboðstilkynningu sinni sagði Elva að hún væri að bjóða sig fram vegna óánægju með þá vegferð sem verkalýðshreyfingin er á.  

Verkalýðshreyfingin þarf að mæta sameinuð til leiks í kjaraviðræður

Helstu áherslur Ragnars Þórs í formannskjörinu að þessu sinni voru að fylgja eftir kröfugerð VR í yfirstandandi kjarasamningum þar sem helstu áherslur eru fjögurra daga vinnuvika (32 stundir), útvíkkun á veikindarétti, 30 daga orlof, atvinnulýðræði og auknar kjarabætur til millitekjuhópa. 

Ragnar Þór spurði í aðsendri grein í Heimildinni í síðustu viku hvort hægt sé að ná sátt innan verkalýðshreyfingarinnar og um hvað sáttin eigi að snúast? 

„Ein leiðin sem einhverjir hafa kastað fram, til að ná sáttum, er að losna við fólkið sem lætur í sér heyra. Það er jú ein leiðin og sjónarmið útaf fyrir sig. En er það lausn? Finnur ósættið sér ekki alltaf farveg á endanum? Liggur þá lausnin í kurteisislegu samtali aðila á milli við sameiginlegt háborð Þjóðhagsráðs? Eða er þetta eitthvað vandamál yfir höfuð?“ spurði Ragnar. 

Hann segir að verkalýðshreyfingin muni mæta sameinuð til leiks í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hún þurfi einfaldlega að gera það. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár