Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigmar: Einn einkennilegasti opni nefndarfundur í sögu Alþingis

Þing­mað­ur Við­reisn­ar gagn­rýn­ir Birgi Þór­ar­ins­son þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir „þriðju gráðu yf­ir­heyrslu“ á fundi alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar um al­þjóð­lega vernd vegna að­stæðna í Venesúela.

Sigmar: Einn einkennilegasti opni nefndarfundur í sögu Alþingis
Þorsteinn Gunnarsson formaður kærunefndar útlendingamála sat fyrir svörum á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Birgir Þórarinsson spurði hann spjörunum úr en Sigmari Guðmundssyni leist ekki á blikuna. Mynd: Samsett mynd

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að einum „einkennilegasta“ opna nefndarfundi í sögu Alþingis hafi lokið í morgun. Frá þessu greinir hann í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 

Opinn fundur var í allsherjar- og menntamálanefnd um alþjóðlega vernd vegna aðstæðna í Venesúela. Til svara voru Þorsteinn Gunnarsson formaður kærunefndar útlendingamála og Jóna Aðalheiður Pálmadóttir yfirlögfræðingur en Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir opnum fundi um málefnið. 

„Formaður kærunefndar útlendingamála, sem er sjálfstæð kærunefnd, var í þriðju gráðu yfirheyrslu hjá Birgi Þórarinssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna þess að þingmanninum líkar ekki að kærunefndin skuli styðjast við landslög og flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna í úrskurðum sínum,“ skrifar Sigmar og sakar Birgi um að gera þessa sjálfstæðu kærunefnd ábyrga fyrir þeim kostnaði sem hlýst af úrskurðum hennar – rétt eins og lögin og reglurnar hafi ekkert vægi og að nefndin eigi að líta fram hjá þeim. 

Hann segir að þetta sé með miklum ólíkindum og með sama áframhaldi styttist í að dómarar landsins fái þriðju gráðu yfirheyrslu um dóma sína frá löggjafarvaldinu.

Að synja engum um hæli á Íslandi frá Venesúela feli í sér aðdráttarafl til Íslands

Birgir hóf mál sitt á fundinum með því að segja að straumur flóttamanna til landsins hafi aukist umtalsvert undanfarin misseri og stefni í metár á þessu ári. „Nú er svo komið að húsnæði fyrir hælisleitendur er uppurið að bestu manna yfirsýn og síðastliðna fjóra mánuði eru hælisleitendur frá Venesúela fjölmennasti hópurinn, fjölmennari en frá hinu stríðshrjáða landi Úkraínu. Á síðasta ári voru umsækjendur alls frá Venesúela 1.200 á Íslandi. Til samanburðar voru þeir 94 í Noregi. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs sóttu 408 um frá Venesúela um hæli á Íslandi en í Noregi voru þeir 10. 

„Á síðasta ári voru umsækjendur alls frá Venesúela 1.200 á Íslandi. Til samanburðar voru þeir 94 í Noregi.“
Birgir Þórarinsson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Það er ljóst að Ísland nýtur mikilla vinsælda hjá hælisleitendum frá Venesúela. Okkur bárust síðan fréttir af því að ferðaskrifstofur í Venesúela væru að auglýsa ferðir til Íslands og hér væri svo gott velferðarkerfi. Það er auðvelt að lesa í þessar auglýsingar, það er verið að auglýsa velferðarkerfið á Íslandi. Ísland og velferðarkerfið er gert að söluvöru. Nú, hælisleitendur frá Venesúela njóta þeirrar sérstöðu hér á landi að allir fá svokallaða viðbótarvernd en hún þýðir að þeir fá fjögurra ára dvalarleyfi á Íslandi og sömu réttindi og Íslendingar í velferðarkerfinu og engum er synjað um vernd. Fólk frá Úkraínu fær að sama skapi eins árs dvalarleyfi hér á landi og takmörkuð réttindi í velferðarkerfinu,“ sagði Birgir. 

Hann er þeirrar skoðunar að það að synja engum um hæli á Íslandi frá Venesúela feli í sér aðdráttarafl til Íslands frá Venesúela. „Með úrskurði ykkar, það er kærunefndar útlendingamála, þann 18. júlí 2022 var ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja ríkisborgara frá Venesúela um alþjóðlega vernd ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna felld úr gildi og honum veitt viðbótarvernd. Þá komst nefndin að sömu niðurstöðu í þremur öðrum kærumálum er varða umsóknir frá Venesúela sem afgreidd voru á síðari fundi nefndarinnar.“

„Vitið þið eitthvað um ástandið í Venesúela sem önnur ríki vita ekki?“

Benti Birgir á að úrskurðirnir væru bindandi fordæmi fyrir Útlendingastofnun. „Með umræddum úrskurði ykkar hefur kærunefndin því fest í gildi þá stjórnsýsluframkvæmd að Útlendingastofnun beri að veita umsækjendum frá Venesúela viðbótarvernd eða fjögurra ára vernd nema fram komi gögn eða upplýsingar um að almennar aðstæður í landinu hafi breyst.“

Birgir sagði að þessi ákvörðun kærunefndar hefði kostað skattgreiðendur milljarða. „En það sem skiptir mestu í þessu er hvernig önnur ríki afgreiða umsóknir um hæli frá Venesúela.“ Hann tók dæmi: „Noregur veitir eingöngu fjögurra ára vernd. Noregur hefur sent sendinefnd til Venesúela til að kanna þær aðstæður og komust að þeirri niðurstöðu að það sé ekki grundvöllur til að veita fjögurra ára vernd. Svíþjóð vísar 80 prósent umsókna frá Venesúela frá og veitir engum fjögurra ára vernd. Spánn synjaði 10.000 umsóknum frá Venesúela á síðasta ári og veitir engum fjögurra ára vernd,“ sagði Birgir og bætti því við að þetta væru upplýsingar frá dómsmálaráðuneytinu. 

„Hvers vegna úrskurðuðu þið að allir umsækjendur frá Venesúela skulu fá viðbótarvernd, eða fjögurra ára vernd, þegar önnur ríki veita hana ekki og synja jafnvel fjölmörgum umsóknum. Í öðru lagi: Vitið þið eitthvað um ástandið í Venesúela sem önnur ríki vita ekki?“
Birgir Þórarinsson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Spurði hann Þorstein og Jónu tveggja spurninga. „Hvers vegna úrskurðuðu þið að allir umsækjendur frá Venesúela skulu fá viðbótarvernd, eða fjögurra ára vernd, þegar önnur ríki veita hana ekki og synja jafnvel fjölmörgum umsóknum. Í öðru lagi: Vitið þið eitthvað um ástandið í Venesúela sem önnur ríki vita ekki?“

Vísaði í rökstuðning í úrskurðunum

Þorsteinn svaraði og sagði að fyrst langaði hann til að minnast á stöðu kærunefndarinnar. „Við erum sjálfstæð úrskurðarnefnd. Við erum fjölskipað stjórnvald og ég er hér einungis sem, þó ég sé vissulega formaður nefndarinnar, þá er ég einungis einn af sjö nefndarmönnum sem eiga sæti í nefndinni.“

Hann sagði að svör hans miðuðu að því að hann þyrfti að gæta að hæfi sínu í þeim málum sem gætu eftir að koma á borð nefndarinnar. „Svo svör mín munu að einhverju leyti taka mið af því.“

Varðandi útskurði nefndarinnar þá vísaði hann einfaldlega í ítarlegan rökstuðning í úrskurðinum sjálfum. „Þar er farið yfir aðstæður í Venesúela, eins og nefndin metur þær. Og niðurstaðan kemur nokkuð ágætlega fram í þeim forsendum sem þar eru fyrir hendi.“

Að því er varðar upplýsingar um aðstæður í Venesúela þá sagði hann að almennt væri það þannig að þegar mál sem þessi væru unnin þá styddist nefndin við landaupplýsingar. „Með landaupplýsingum þá á ég við skýrslur sem útbúnar eru af alþjóðastofnunum, frjálsum félagasamtökum eða einstökum ríkjum – þá yfirleitt af utanríkisþjónustunni þeirra eða af stofnunum sem eru til þess færar að útbúa slík gögn. Meðal annars með því að fara á vettvang í ríkjum eins og til dæmis Venesúela og kanna aðstæður. Það eru þær upplýsingar sem við styðjumst við hjá okkur þegar við erum að fara yfir aðstæður í þessum ríkjum.“

„Þar er farið yfir skýrslu frá stofnun sem þá hét EASO og heitir núna EUAA, European Union Agency for Asylum. Þar er farið yfir skýrslur frá alþjóðlegum samtökum sem starfa í Suður-Ameríku og í vinnslu þessa úrskurða er jafnframt leitað álits Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.“
Þorsteinn Gunnarsson
formaður kærunefndar útlendingamála

Þorsteinn sagði að í úrskurði nefndarinnar síðasta sumar væri vísað til nokkurs fjölda upplýsinga í þeim málum. „Þar er farið yfir skýrslu frá stofnun sem þá hét EASO og heitir núna EUAA, European Union Agency for Asylum. Þar er farið yfir skýrslur frá alþjóðlegum samtökum sem starfa í Suður-Ameríku og í vinnslu þessa úrskurða er jafnframt leitað álits Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og því hvort að mat þeirra á aðstæðum eða tilmæli þeirra um endursendingar fólks til Venesúela hefðu breyst á þessu tímabili þegar Útlendingastofnun ákveður að fara að synja þessum umsóknum. Það var ekki. Og þetta er allt saman rakið í úrskurðunum.“

„Þið hljótið að geta rökstutt það hvers vegna þið, kærunefndin, takið þessa afstöðu“

Birgir spurði af hverju hann gæti ekki svarað því af hverju nefndin færi þessa leið, þ.e. að veita fjögurra ára vernd þegar önnur ríki væru ekki að veita hana. „Ég sé ekki að það tengist neitt hæfi þannig að þið hljótið að geta rökstutt það hvers vegna þið, kærunefndin, takið þessa afstöðu; að veita þessa fjögurra ára vernd sem ég tel að sé aðdráttarafl augljóslega. Við sjáum það bara í tölunum sem er að koma hingað. 408 á þessum tveimur mánuðum ársins frá Venesúela, á sama tíma eru 10 í Noregi. 

En þú segir að þið berið saman gögn og kannið aðstæður. Hafið þið til dæmis ekkert horft í úrskurði norsku kærunefndarinnar? Norðmenn hafa sent sendinefnd til Venesúela og meta það svo að það sé ekki grundvöllur fyrir fjögurra ára verndinni. Hvers vegna horfið þið til dæmis ekki til Noregs? Nú erum við oft að bera okkur saman við Noreg og löggjöfin sem við erum að vinna eftir, hún er hliðstæð norsku löggjöfinni, er ekki eðlilegt að þið horfið til Noregs í þessari framkvæmd?“ spurði þingmaðurinn. 

Horfa til íslenskra laga

Þorsteinn svaraði aftur og sagði: „Til að taka það skýrt fram, og þetta er líka rakið í úrskurði kærunefndar, þá er þetta ekki ný framkvæmd hjá kærunefnd útlendingamála. Fyrir lá ákveðin framkvæmd sem hafði verið hjá Útlendingastofnun sem hafði verið frá 2018 um að veita einstaklingum sem kæmu frá Venesúela viðbótarvernd og kærunefndin er fyrst og fremst bundin af íslenskum lögum og þar með talið stjórnsýslulögum.“

Hann sagði að einstaklingar sem fá niðurstöðu frá stjórnvöldum ættu að fá í sambærilegum málum sambærilegar niðurstöður. „Enn og aftur, þetta er allt saman rakið í úrskurði kærunefndarinnar og sá samanburður af hverju nefndin taldi ekki ástæðu til að breyta eða sáu ekki þær forsendur til grundvallar að fara að breyta þeirri framkvæmd sem verið hafði hjá Útlendingastofnun.“

„Kærunefndin er fyrst og fremst bundin af íslenskum lögum og þar með talið stjórnsýslulögum.“
Þorsteinn Gunnarsson
formaður kærunefndar útlendingamála

Varðandi samanburð við önnur ríki þá sagði hann að íslensk lög væru fyrst og fremst íslensk lög. „Vissulega er það þekkt hjá Útlendingastofnun og öðrum að líta til þess hvað önnur ríki eru að gera en á endanum er það þannig að við erum að horfa til þess hvernig íslensk lög eru uppsett og það er alveg skýrt með þeim athugasemdum sem koma inn með viðbótarverndinni sem kemur fyrst inn í lög að það er sérstaklega viðurkennt að það geti þýtt það að sum ríki veiti betri vernd en önnur. Þetta er líka rakið í úrskurði kærunefndar síðasta sumar,“ sagði Þorsteinn. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Miskunnsami samverjinn? Kristni Birgis skín í gegn eins og hún gerir á altaristöflunni heima í sveitinni.
    Það þarf að taka upp einmenningskjördæmi á ný. Óhæfir einstaklingar eiga ekki að komast á þing fyrir hreina slembilukku sem þvi miður er alltof algengt. Og formennirnir verndaðir í efsta sæti, sama hvað á gengur.
    0
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Er einhver í vafa um það að fyrirtæki eru farin að selja one-way miða til Íslands frá Venesúela? Það er búið að sýna það svart á hvítu.
    -1
    • Kári Jónsson skrifaði
      Er það bara ekki hið besta mál, allar atvinnugreinar öskra á meira vinnuafl, fnykurinn af Birgi Þórarinssyni lyktar skelfilega af rasisma kauði reynir að fela óþverrann. Ef það er eitthvað vandamál að fólk vilji byrja nýtt líf á Íslandi er augljóst að meint vandamál er bara leyst á einn veg = atvinnuleyfi fyrir fólk sem kemur í gegnum verndarkerfið, ef einhverjir einstaklingar þurfa að aðstoð þá veitum við aðstoðina með kærleik og setjum mannúð í fyrsta sæti = komum fram við fólk eins og við viljum að fólk komi fram við okkur sjálf. Ps. það kostar á bilinu 75-100-milljónir að ala upp 1-innfæddan íslending, þannig að það er vinn-vinn staða að fá fólk á vinnualdri til landsins.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
8
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
10
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár