Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Reglum um heimsóknir barna í fangelsi breytt vegna heimsókna ungra stúlkna

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri seg­ir að regl­um um heim­sókn­ir barna í fang­els­ið hafi ver­ið breytt ár­ið 2016. Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir hef­ur lýst því hvernig henni var ít­rek­að keyrt, sex­tán ára gam­alli, á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til fanga sem afplán­aði átta ára dóm. Hún upp­lifði það sem gerð­ist í fang­els­inu sem brot gegn sér.

Reglum um heimsóknir barna í fangelsi breytt vegna heimsókna ungra stúlkna
Var ekki í lagi Páll segir að Fangelsismálastofnun hafi ekki haft nógu góð tök á heimsóknum til fanga á árum áður. Staðan sé öllu skárri nú. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Sextán ára gamalli var Ingbjörgu Láru Sveinsdóttur ítrekað keyrt í heimsóknir til fimm árum eldri manns, sem sat í fangelsi á Litla-Hrauni og afplánaði þar átta ára dóm vegna uppsetningar á amfetamínverksmiðju. Áður hafði maðurinn hlotið sex ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Ingibjörg lýsir því að maðurinn hafi gengið langt yfir hennar mörk í þeirra sambandi og meðal annars í þessum heimsóknum.

Aðspurð hvort einhver hafi gert athugasemd við aldur hennar í þessum heimsóknum segist Ingibjörg ekki muna til þess, og bætir við að þar sem starfsmenn fangelsisins hafi ekki séð hættumerkin eða ofbeldið hafi hún hugsað sem svo að hún sæti ein uppi með þetta. „Ég var alltaf hrædd þegar ég var þarna,“ segir Ingibjörg, sem er vonsvikin með afskiptaleysi starfsmanna Litla-Hrauns á þessum tíma.

„Ég var alltaf hrædd þegar ég var þarna“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir

„Á þessum tíma gátu börn á aldursbilinu 16 til 18 ára komið án fylgdar, ef fyrir lá skriflegt samþykki foreldra eða annarra forsjáraðila. Okkur fannst þetta sérkennilegt og við erum á þeirri skoðun hérna í Fangelsismálastofnun að heimsóknir barna án fylgdar í fangelsi sé aldrei góð hugmynd. Við höfðum líka áhyggjur af því að þessar heimsóknir væru misnotaðar,“ segir Páll Winkel í samtali við Heimildina. 

Páll segir að hann sé meðvitaður um að staða mála á þessum tíma hafi ekki verið í lagi. Spurður hvort börn hafi raunverulega þurft að sýna fram á skriflegt leyfi, því í tilfelli Ingibjargar hafi hún ekki þurft að gera slíkt, svarar Páll að hann geti ekki fullyrt um hvernig staðan hafi verið á þessum tíma. „Það verður að segjast eins og er að í gamla daga og á þessum tíma þá var meira frjálsræði og meiri óformfesta varðandi heimsóknir til fanga. Fangar gátu einfaldlega sett upp heimsóknalista, breytt honum og haft hann eins stóran og þeir vildu. Við erum búin að formfesta þetta mjög mikið síðustu ár vegna þess að við vorum ekki með nógu góð tök á þessum málaflokki.“ 

Reglurnar hertar af ástæðu 

Í dag þurfa fangar að setja fram fimmtán manna lista þegar þeir koma til að afplána dóma og heimsóknir barna verða að vera í fylgd með forsjáraðila. „Allir heimsóknargestir sem eru á þessum lista þurfa síðan að senda tölvupóst á starfsmann í okkar kerfi. Síðan er viðkomandi flett upp og kannað hvort hann teljist hæfur til þess að koma í heimsókn til viðkomandi fanga,“ segir hann. „En við verðum að passa okkur á að ganga ekki of langt vegna þess að heimsóknir til fanga eru auðvitað mikill þáttur í því að rjúfa einangrun, en það er jafn mikilvægt að þær verði ekki misnotaðar eins og hefur komið upp og við berum mikla ábyrgð þar.“

„Við getum ekki komið í veg fyrir þetta alfarið, ég held að það væri nánast ómögulegt“
Páll Winkel
fangelsismálastjóri

Páll segir ástandið hafa verið mjög slæmt og nokkuð um það að ungar stúlkur væru að koma í heimsóknir í fangelsið til töluvert eldri fanga, sömu stelpurnar hafi stundum sést á lista hjá mismunandi föngum. „Okkur fannst ekki nóg að haka í box og segja, „þetta má,“ vegna þess að við höfðum áhyggjur af þessu. Ég vissi um tilvik þar sem þær vildu jafnvel ekki koma í heimsókn og nú er þetta skoðað reglulega, það kemur fyrir annað slagið að fólk neitar að koma í heimsókn og þá tökum við okkur til og synjum heimsókn.“

Spurður hvort fangelsið hafi reynt að athuga með líðan unglingsstúlkna sem komu í heimsókn á þeim tíma, svarar Páll að hann þori ekki að fullyrða um hvernig það hafi verið en í dag sé þetta breytt. „Í dag, ef þetta eru einfaldlega heimsóknir ættmenna til ástvina í fangelsið, þá gerum við ekki neitt en það kemur fyrir að starfsfólk hefur óþægilega tilfinningu gagnvart heimsókn og þá hika þau ekki við að tala við viðkomandi, en við getum ekki komið í veg fyrir þetta alfarið, ég held að það væri nánast ómögulegt.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Viðtal

Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár