Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni

Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.

Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni
Á Litla-Hrauni Ingibjörg Lára fór aftur á Litla-Hraun við vinnslu fyrsta þáttar Eddu Falak sem birtist á vef Heimildarinnar. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Oft og tíðum var þetta hræðilega vont. Hvort sem það var heima, úti í bíl, á Vernd eða á Litla-Hrauni,“ skrifaði Ingibjörg Lára í skilaboðum til fyrrverandi kærasta síns í nóvember 2021, en þá voru liðin tæp þrettán ár frá því að sambandi hennar við manninn lauk. Ingibjörg var nýorðin fimmtán ára þegar hún kynntist manninum, sem var þá á Vernd að ljúka afplánun vegna sex ára dóms fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa ráðist að manni vopnaður sveðju og hoggið í höfuð hans. Seinna fékk hann átta ára dóm fyrir að hafa komið á laggirnar amfetamínverksmiðju. Hún segir að maðurinn hafi frá upphafi sambandsins þvingað hana til að gera hluti sem hún vildi ekki og það sitji enn þá í henni.

Hann baðst afsökunar á framgöngu sinni í bréfi til hennar, en í samtali við blaðamann hafnar hann því alfarið að hafa farið yfir mörk hennar og …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu