Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Alcoa lét undan þrýstingi og borgar jafnvel tekjuskatt strax í ár

Allt stefn­ir í að Alcoa muni greiða tekju­skatt á Ís­landi í ár. Það yrði þá í fyrsta sinn sem rík­ið fengi skatt af hagn­aði ál­vers­ins á Reyð­ar­firði. Lengi vel leit út fyr­ir að sér­samn­ing­ar ís­lenskra stjórn­valda við Alcoa gerðu það að verk­um að fé­lag­ið þyrfti aldrei að greiða skatt hér á landi. Gagn­rýni og þrýst­ing­ur varð til þess að fyr­ir­tæk­ið sjálft lét und­an og kaus að greiða hér skatt.

Alcoa lét undan þrýstingi og borgar jafnvel tekjuskatt strax í ár

Álver Alcoa við Reyðarfjörð, sem hóf starfsemi árið 2007, var og er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem komið hefur inn í íslenskt atvinnulíf, eða í kringum 230 milljarða króna. Fjárfestingin virðist þó hafa margborgað sig enda hefur Alcoa ítrekað stært sig af því að álverið hér á landi sé því mikilvæg tekjulind, ekki síst vegna hagstæðra samninga sem gerðir voru við stjórnvöld hér á landi, bæði í gegnum raforkusamning við Landsvirkjun og eins með sérstökum ívilnandi fjárfestingasamningi við íslenska ríkið.

Í ársreikningi Alcoa International fyrir áratug síðan sagði til að mynda að „hagstætt orkuverð“ á Íslandi hafi gert það að verkum að álverið við Reyðarfjörð sé það álver fyrirtækisins sem skili fyrirtækinu einna mestum hagnaði á heimsvísu, en Alcoa starfrækir hátt í tuttugu álver í þremur heimsálfum.

„Ódýr orka og tækniframfarir hafa leitt til þess að bræðslur okkar í Noregi og á Íslandi eru þær arðbærustu í aðalstarfsemi okkar á …
Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Þetta er frábærlega skýr og upplýsandi umfjöllun. Takk Helgi. Ég vissi ekki að við hefðum svona lengi verið með vaxta-bókhalds-brellu-möguleikann. Eða þessi ívilnunarsamningur. Þvílíkur endemis afleikur íslenskra pólitíkusa! Víti til varnaðar í vindorku- og rafeldsneytiskapphlaupinu.
    0
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Hvaða fáráðlingar sömdu við Alcoa, er einhver þeirra enn á þingi?
    1
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Öll erlend fyrirtæki sem gerast sek um skattaundanskot eiga bara að fara! Það þarf að taka fyrir svona barbabrellur og undanskot og sækja þá til saka sem hafa hjálpað til við skattsvik.
    3
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þá vaknar auðvitað spurningin um önnur fyrirtæki í eigu erlendra aðila bæði stór og smá? Síðan er það eilífa mál sem er orkuverðið.
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    "Gætum orðið ríkari en norðmenn."
    „Ef þú ættir gullnámu, og þú hefðir ekkert áhuga á gullinu sjálfu. Þú værir tilbúinn að gefa gullið frá þér, ef þú værir viss um að hafa góð laun við það að grafa gullið upp.“
    Þannig er íslenska aðferðin.
    https://www.visir.is/k/clp33438
    4
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það á að leggja veltuskatt á erlendu auðhringana, t.d. 20%. Þeir hafa sérhæft sig í að komast hjá bókhaldssköttum.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár