Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.

Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
Leikhús

Náls­brennu­saga og flugu­mýr­art­vist

Höfundur Óþekktur (Sturla Þórðarson?)

Sögugerð og flytjandi: Einar Kárason

Landnámssetur Íslands
Gefðu umsögn

Því verður ekki neitað að Njáls saga er einn helsti menningararfur okkar Íslendinga, ásamt auðvitað öðrum Íslendingasögum. Þar að auki teljast Íslendingasögur okkar framlag til heimsbókmenntanna, einstakar í sinni röð. En Njála er í ákveðnum sérflokki umfram aðrar Íslendingasögur. Hún er þeirra lengst, söguþráðurinn flóknari og persónur fleiri en taldar verða með góðu móti og hafa sumar verið til í raun og veru en aðrar skáldaðar upp til að þjóna hagsmunum sögunnar.

Njála á það sameiginlegt með öðrum Íslendingasögum að hafa varðveist í munnlegri geymd fram að því að hún var fest á bókfell, trúlega í byrjun 13. aldar. Þá hefur skrásetjari – eða höfundur hennar, sá sem Halldór Laxness kallaði X vegna þess að hans gætti ekki sögunni en væri hlutlaus og hlédrægur gagnvart atburðum hennar – púslað sögunni saman í skáldlega frásögn og séð svo um að hún yrði læsileg og skiljanleg lesanda. Fyrir ritun sögunnar hefur sögumaður aftur á móti þurft að gæta að því að sagan vekti áhuga hlustanda – en það er hvor sín listin, að setja saman skáldsögu fyrir lesanda eða segja sömu sögu hlustanda.

Nú hefur Einar Kárason, sem er bæði rithöfundur og sagnamaður, ráðist í það þrekvirki að segja Njáls sögu af munni fram í Landnámssetri og gerir það á nær sléttum tveimur klukkustundum. Það felur í sér talsverða styttingu á sögunni, samanborið við ritaða útgáfu hennar, því það tekur rúmar sextán klukkustundir að lesa Njálu upphátt frá upphafi til enda.

Þrekvirki Einars er því ekki aðeins fólgið í að segja söguna, heldur einnig að stytta hana svo miðað við rituðu útgáfuna, að hún verði skiljanleg þeim sem á hlýðir og þá verður að hafa í huga að áheyrendur nútímans taka trúlega allt öðrum tökum þá list að hlusta miðað við þá sem hlustuðu á sagnamenn segja söguna áður en hún var fest á bókfell.

En hér reynir líka á sögumann. Hann getur valið um mismunandi frásagnartæknileg sjónarhorn, sem hafa hvert um sig mismunandi áhrif á áheyrendur hans og skilning þeirra á sögunni. Í grófum dráttum getur hann valið að segja söguna eins og um væri að ræða einleik, sem krefst þess að hver persóna sögunnar sé skilgreind og henni ljáð sérkenni andar, óðs, lás og litar. (Gísli Rúnar heitinn gerði það þegar hann flutti sem einleik í hljóðvarpi söguna Babbitt eftir Sinclair Lewis – dálítið kraftaverk, sem lifir í minningunni). Þegar um Njáls sögu er að ræða væri það örugglega óvinnandi vegur – persónur hennar nema hundruðum og koma flestar aðeins stuttlega við sögu og örugglega ofverk leikara að gera þeim skil og trúlega einnig ofverk áheyrenda og áhorfenda að henda reiður á öllum þeim mannfjölda. Kannski mætti skera söguna niður, en spurning hvort slík stýfing gæti skilað sögunni á fullnægjandi hátt. Auk þess er Einar Kárason sagnamaður, ekki leikari og skynsamlegt af honum að fara ekki út á neina slíka braut.

„Og þegar Einar fer í seinni hluta sögunnar að bera saman Njálsbrennu og brennuna á Flugumýri, sem um getur í Sturlungu, þá kemst frásagnarlistin á flug og sögumaðurinn lifnar við.“

Annar kostur sögumanns í stöðunni er að gera söguna að sinni og segja hana eins og hann væri höfundur hennar. Það eru velþekkt vinnubrögð sagnamanna og einmitt þau listrænu tök að segja söguna eins og hún kæmi frá eigin brjósti auðvelda sögumanni að fanga og halda athygli áheyrenda, hann gefur sögunni ákveðinn karakter en persónur hennar fá ekki sérstök einkenni umfram það sem þjónar atburðarásinni.

Sú leið væri að mínu viti sú leið sem heppilegast hefði verið að Einar kysi sér, og hann gerir það að vissu marki, en fer ekki alla leið. Það hendir of oft að orka hans fari í að rifja söguna upp, líkt og hann væri að sýna og sanna að hann muni söguna, en sé ekki að segja hana. Ég vona að það eigi eftir að rjátla af honum þegar hann verður búinn að flytja söguna nokkrum sinnum, því þar sem honum tekst að glæða söguna því lífi að hún einkennist af önd, óði, lá og litu Einars sjálfs lifnar hún við og nær góðum og þéttum tökum á áheyrendum. Og þegar Einar fer í seinni hluta sögunnar að bera saman Njálsbrennu og brennuna á Flugumýri, sem um getur í Sturlungu, þá kemst frásagnarlistin á flug og sögumaðurinn lifnar við – enda er hann þá að segja þá sögu sem hann ber sjálfur ábyrgð á. Og henni trúum við alveg í botn og án efasemda, hvað sem fræðingar (aðrir en Einar) hafa um það sagt. Og þá hefur sögumaður náð tilgangi sínum.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár