Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flýja íslenska tæknifrjóvgunar-„færibandið“ til að reyna að verða þungaðar

Að glíma við ófrjó­semi get­ur ver­ið gríð­ar­lega erfitt og krefj­andi og segja marg­ir sem geng­ið hafa í gegn­um tækni­frjóvg­un að ferl­ið sé lýj­andi og kostn­að­ar­samt. Skjól­stæð­ing­ar eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi, Li­vio, gagn­rýna þjón­ustu og verð­lag þess harð­lega og rekja raun­ir sín­ar í sam­tali við Heim­ild­ina. „Þetta er svo mik­il færi­banda­vinna hjá þeim. Svo fer mað­ur ann­að og fær allt aðr­ar nið­ur­stöð­ur. Ég vildi óska þess að við hefð­um far­ið út fyrr,“ seg­ir kona ein sem tek­ið hef­ur þá ákvörð­un að leita eft­ir þjón­ustu er­lend­is eft­ir slæma reynslu hjá Li­vio.

Flýja íslenska tæknifrjóvgunar-„færibandið“ til að reyna að verða þungaðar

Á Íslandi er einungis eitt fyrirtæki, Livio Reykjavík ehf., sem býður fólki sem glímir við ófrjósemi upp á þjónustu á borð við glasafrjóvganir. Ekki segja allir þó farir sínar sléttar eftir að hafa leitað til fyrirtækisins og gagnrýna viðmælendur Heimildarinnar hátt verð og óeinstaklingsbundna þjónustu. Segja þeir meðal annars að ekki sé hlustað á fólk sem leitar til Livio og að upplýsingagjöfinni sé ábótavant. Dæmi séu um að konur hafi fengið röng lyf og fálát svör við fyrirspurnum. 

Í sérstakri grúppu á Facebook hafa margar konur greint frá reynslu sinni af Livio. Margar kvarta yfir því hversu lítilfjörlegar rannsóknir séu sem gerðar eru á konum í meðferð. Einhverjar hafa brugðið á það ráð að leita til frjósemisklíníka á Spáni og í Grikklandi þar sem þær segjast hafa fengið mikið betri þjónustu og jafnvel á sanngjarnara verði.

Finnst vanta upp „á mannlegu hliðina“

Tinna Kristín Þórðardóttir er ein þeirra sem notast …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VB
    Viktoría Birgisdóttir skrifaði
    Mjög þörf úttekt! Mér finnst virkilega þurfa annað fyrirtæki eða endurbætur hjá Livio til að bæta þjónustu fyrir okkur sem þurfum á aðstoð að halda.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár