Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ef vondur listamaður býr til góða list

Hversu mik­inn til­veru­rétt á lista­verk, eitt og sér í til­urð sinni? Og get­um við að­skil­ið verk­ið frá lista­mann­in­um?

Ef vondur listamaður býr til góða list

Stundum veltir fólk fyrir sér hvort réttmætt sé að njóta listaverks ef listamaðurinn hefur eða er grunaður um að hafa misboðið siðferðiskennd almennings. Sem dæmi má nefna bíómyndir Roman Polanski og Woody Allen sem báðir hafa verið ásakaðir um að brjóta kynferðislega á ungum manneskjum. Eins er skemmst að minnast þess að Björk sakaði leikstjóra, sýnilega Lars von Trier, um atvik sem lýstu kynferðislegri áreitni.  Nærtækara er kannski að nefna vinsæla tónlistarmenn á Íslandi. Stutt er síðan umræða um Megas blossaði upp eftir frásögn Bergþóru Einarsdóttur og Auðunn Lúthersson (Auður) og Ingó Veðurguð hafa verið ásakaðir um kynferðislega áreitni og brot – en það hefur litað umræðu um verk þeirra. Á sama tíma seldist upp á ferna tónleika Ingós um liðna helgi.

Síðustu árin hafa spurningar á borð við þessar vaknaði: Getum við notið listar listamanna sem sýnt er að hafi brotið á öðrum án þess að velta því fyrir …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár