Á sjö árum, frá ársbyrjun 2016 og til síðustu áramóta, hagnaðist útgerðarfyrirtæki Brim samtals um 42,4 milljarða króna. Rúmlega helmingur hagnaðarins féll til á síðustu tveimur árum, þegar Brim hagnaðist samtals um 22,6 milljarða króna. Samhliða hefur virði hlutabréfa í Brim, sem skráð er á hlutabréfamarkað, rokið upp og er nú um 168 milljarðar króna.
Frá 2018 hefur verð á hlut í Brimi næstum því þrefaldast. Það þýðir að fjárfestir sem keypti fyrir einn milljarð króna í félaginu þá gæti selt þann hlut á um þrjá milljarða króna nú.
Vegna þessa rekstrarárangurs hafa hluthafar Brims fengið alls 17,5 milljarða króna í arð á umræddu tímabili. Þar af um 8,4 milljarða króna vegna síðustu tveggja ára.
Á þessum sama tíma hefur Brim greitt tæplega 5,6 milljarða króna í veiðigjöld í ríkissjóð fyrir afnot af sjávarauðlindinni, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í fjárfestakynningu félagsins vegna uppgjörs síðasta árs. Það þýðir að hluthafar …
Athugasemdir