Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Smellpassar

Sófa­kartafl­an held­ur áfram rýna í Net­flix, nú er það sam­suða nokk­urra raun­veru­leika­þátta í þáttar­öð sem veit­ir ágæt­is frí frá ham­fara­hlýn­un og erf­ið­um frétt­um. „Í raun og veru virka þeir eins og kvíða­lyf, því eft­ir heila þáttar­öð af þessu rugli þá er heimsend­ir eða öllu held­ur enda­lok mann­kyns­ins ekki svo skelfi­leg til­hugs­un.“

Smellpassar

Ó, vor mikli glápguð. Vér þökkum yður fyrir þær óeigingjörnu gjafir sem þér færið oss. Nú hljóp á snærið því allir verstu, og þar af leiðandi mínir uppáhaldsþættir, hafa endað saman í stórum svörtum plastpoka. Úr pokanum lekur svo dýrindis ruslasafi sem heitir hinu viðeigandi nafni: Perfect Match. Í glæsihýsi á sólríkum ströndum Panama hafa tíu einstaklingar hópast saman í leit að ást. Flest ef ekki öll eru afar spengileg á vestrænan mælikvarða, en það virðist því miður ekki nægja til að finna maka, því enn eru þau einhleyp og það má víst alls ekki. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa keppt í öðrum raunveruleikaþáttum.

Eftirlætiskeppandinn minn er sírenan Francesca Farrago. Samkvæmt flestum í húsinu er hún girnilegasti einstaklingurinn og fólk fellur fyrir henni í hrönnum eins og persónur í goðsögn. Minn eftirlætiskarlmaður er hvatvísi nautnaseggurinn Shayne. Hann gerði sér lítið fyrir og dreif upp að altarinu í þriðju seríu af Love is Blind en var hafnað af tilvonandi eiginkonu sinni, Natalie. Netverjar fögnuðu ákaft því hann var eins konar fánaberi rauðu flagganna og þótti og þykir líklega ekki enn vera gott mannsefni. Shayne lætur internetmótlætið greinilega ekki á sig fá og er mættur, skælbrosandi í magabol. Ótrúlegt en satt er hann ekki eina manneskjan í magabol því kanadíska ljúfmennið Dom (úr Squidgame-legu raunveruleikaþáttunum The Mole) er líka í hálfum bol og undir lokin er hann kominn í bringubol. Ég ímynda mér að þeir hafi báðir hugsað: Það er glæpur gegn mannkyninu að fela sig á bak við heilan bol ef maður er með tálgaða magavöðva eins og Adonis.

Markmið keppenda í Perfect Match er að para sig við aðra þátttakendur og reyna að finna maka sem smellpassar. Þáttastjórnandinn Nick Lachey er reynslumikill í raunveruleikasjónvarpi og er honum fagnað eins og Nelson Mandela í hvert sinn sem hann birtist. Nick leggur þrautir fyrir pörin og gefur föðurleg ráð því þau líta á hann sem langtímasambands gúrú því hann er jú giftur. Parið sem vinnur þraut dagsins fær svo að fara upp í herbergi sem lítur út eins rannsóknarstofa í klámmynd. Þar velja þau nýja einhleypinga í heimsókn sem skekkir kynjahlutfallið og hleypir öllu í bál og brand. Það er áhugavert að horfa á hóp af ungu fólki, sem er alið upp í harðneskjulegum heimi nýfrjálshyggjunnar og stefnumótaforrita, reyna að finna ástina. Mig grunar að þau haldi að það sé hægt að eignast ást og leiðin til þess sé að fara á líkamsræktarstöð, raka af sér öll líkamshár, blása upp rétta líkamsparta með mis-kemískum leiðum og fara út í lífið og máta fólk eins og buxur. Þættirnir eru þrátt fyrir allt ágætis frí frá hamfarahlýnun og erfiðum fréttum. Í raun og veru virka þeir eins og kvíðalyf, því eftir heila þáttaröð af þessu rugli þá er heimsendir eða öllu heldur endalok mannkynsins ekki svo skelfileg tilhugsun og ef til vill væri bara ágætt að hér yxi aftur skógur og fuglar himins fengju að flögra um án þess að við værum að flokka þá og telja, skjóta og éta.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár