Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Smellpassar

Sófa­kartafl­an held­ur áfram rýna í Net­flix, nú er það sam­suða nokk­urra raun­veru­leika­þátta í þáttar­öð sem veit­ir ágæt­is frí frá ham­fara­hlýn­un og erf­ið­um frétt­um. „Í raun og veru virka þeir eins og kvíða­lyf, því eft­ir heila þáttar­öð af þessu rugli þá er heimsend­ir eða öllu held­ur enda­lok mann­kyns­ins ekki svo skelfi­leg til­hugs­un.“

Smellpassar

Ó, vor mikli glápguð. Vér þökkum yður fyrir þær óeigingjörnu gjafir sem þér færið oss. Nú hljóp á snærið því allir verstu, og þar af leiðandi mínir uppáhaldsþættir, hafa endað saman í stórum svörtum plastpoka. Úr pokanum lekur svo dýrindis ruslasafi sem heitir hinu viðeigandi nafni: Perfect Match. Í glæsihýsi á sólríkum ströndum Panama hafa tíu einstaklingar hópast saman í leit að ást. Flest ef ekki öll eru afar spengileg á vestrænan mælikvarða, en það virðist því miður ekki nægja til að finna maka, því enn eru þau einhleyp og það má víst alls ekki. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa keppt í öðrum raunveruleikaþáttum.

Eftirlætiskeppandinn minn er sírenan Francesca Farrago. Samkvæmt flestum í húsinu er hún girnilegasti einstaklingurinn og fólk fellur fyrir henni í hrönnum eins og persónur í goðsögn. Minn eftirlætiskarlmaður er hvatvísi nautnaseggurinn Shayne. Hann gerði sér lítið fyrir og dreif upp að altarinu í þriðju seríu af Love is Blind en var hafnað af tilvonandi eiginkonu sinni, Natalie. Netverjar fögnuðu ákaft því hann var eins konar fánaberi rauðu flagganna og þótti og þykir líklega ekki enn vera gott mannsefni. Shayne lætur internetmótlætið greinilega ekki á sig fá og er mættur, skælbrosandi í magabol. Ótrúlegt en satt er hann ekki eina manneskjan í magabol því kanadíska ljúfmennið Dom (úr Squidgame-legu raunveruleikaþáttunum The Mole) er líka í hálfum bol og undir lokin er hann kominn í bringubol. Ég ímynda mér að þeir hafi báðir hugsað: Það er glæpur gegn mannkyninu að fela sig á bak við heilan bol ef maður er með tálgaða magavöðva eins og Adonis.

Markmið keppenda í Perfect Match er að para sig við aðra þátttakendur og reyna að finna maka sem smellpassar. Þáttastjórnandinn Nick Lachey er reynslumikill í raunveruleikasjónvarpi og er honum fagnað eins og Nelson Mandela í hvert sinn sem hann birtist. Nick leggur þrautir fyrir pörin og gefur föðurleg ráð því þau líta á hann sem langtímasambands gúrú því hann er jú giftur. Parið sem vinnur þraut dagsins fær svo að fara upp í herbergi sem lítur út eins rannsóknarstofa í klámmynd. Þar velja þau nýja einhleypinga í heimsókn sem skekkir kynjahlutfallið og hleypir öllu í bál og brand. Það er áhugavert að horfa á hóp af ungu fólki, sem er alið upp í harðneskjulegum heimi nýfrjálshyggjunnar og stefnumótaforrita, reyna að finna ástina. Mig grunar að þau haldi að það sé hægt að eignast ást og leiðin til þess sé að fara á líkamsræktarstöð, raka af sér öll líkamshár, blása upp rétta líkamsparta með mis-kemískum leiðum og fara út í lífið og máta fólk eins og buxur. Þættirnir eru þrátt fyrir allt ágætis frí frá hamfarahlýnun og erfiðum fréttum. Í raun og veru virka þeir eins og kvíðalyf, því eftir heila þáttaröð af þessu rugli þá er heimsendir eða öllu heldur endalok mannkynsins ekki svo skelfileg tilhugsun og ef til vill væri bara ágætt að hér yxi aftur skógur og fuglar himins fengju að flögra um án þess að við værum að flokka þá og telja, skjóta og éta.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu