Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Óttast að verið sé að liðka fyrir einkarekstri á kostnað Landspítalans

Fjög­ur einka­fyr­ir­tæki gerðu til­boð í lið­skipta­að­gerð­ir í út­boði Sjúkra­trygg­inga Ís­lands sem opn­uð voru í gær. Gert er ráð fyr­ir að 700 lið­skipta­að­gerð­ir verði gerð­ar á ár­inu og að kostn­að­ur rík­is­ins nemi um ein­um millj­arði. Starfs­fólk á Land­spít­ala sem Heim­ild­in ræddi við ótt­ast að með þessu sé ver­ið að liðka fyr­ir einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu á kostn­að spít­al­ans. For­stjóri Land­spít­al­ans seg­ir mik­il­vægt að samn­ing­ar við einka­að­il­ana séu tíma­bundn­ir, ann­ars sé hætt við því að hér verði til nýtt heil­brigðis­kerfi sem byggi á einka­væð­ingu.

Óttast að verið sé að liðka fyrir einkarekstri á kostnað Landspítalans

Sjúkratryggingar Íslands óskuðu þann 17. febrúar eftir tilboðum frá heilbrigðisfyrirtækjum á einkamarkaði sem framkvæma liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám á skurðstofum.  Tilboðum átti að skila að morgni 6. mars síðastliðins og er gert ráð fyrir að samningur taki gildi fyrir 1. apríl næstkomandi sem þýðir að þá verði byrjað  að framkvæma liðskiptaaðgerðir á einkaspítala.

Tilboðin voru opnuð og birt á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands síðdegis mánudaginn 6. mars. Fjögur fyrirtæki tóku þátt í útboðinu. Þetta eru:  Cosan slf, Ledplastikcentrum, Stoðkerfi ehf og Klíníkin ehf.


Samkvæmt …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Einar Magnusson skrifaði
    Lykilatriði til að mæta þessum réttmætu áhyggjum Landspítalans er að láta spítalann bjóða út þau verk sem spítalinn nær ekki að sinna innan tilskyldra tímamarka í stað þess að sjúkratryggingar sjái um útboðið. Þannig er þetta gert t.d. í Noregi í góðri sátt og með góðum árangri.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár