Alvotech tapaði 513,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, eða 69,6 milljörðum króna ef miðað er við meðalgengi Bandaríkjadals á árinu 2022 en félagið gerir upp í þeirri mynt. Tapið jókst gríðarlega milli ára, en það var 101,5 milljón Bandaríkjadala, 12,9 milljarðar króna, á árinu 2021 miðað við meðalgengi Bandaríkjadals á því ári.
Þetta kemur fram í ársreikningi Alvotech sem birtur var í gærkvöldi.
Langstærsti hluti tapsins kom fram á síðasta ársfjórðungi ársins 2022, en Alvotech tapaði 28 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2022.
Þar segir að í lok síðasta árs hafi félagið átt 66,4 milljónir dala, um 9,5 milljarða króna miðað við árslokagengi Bandaríkjadals, í lausu fé. Án frekari fjármögnunar hefði Alvotech því ekki átt aðgengilega fjármuni til að starfa lengi á árinu 2023. Félagið hefur hins vegar verið duglegt að sækja sér slíka fjármuni á undanförnum mánuðum og hefur áform um að skila hagnaði á síðari …
Athugasemdir