Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Töpuðu 70 milljörðum en borguðu forstjóranum 300 milljónir í laun og starfslokakostnað

Al­votech tap­aði næst­um 70 millj­örð­um króna í fyrra og átti laust fé upp á 9,5 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Ís­lensk­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars líf­eyr­is­sjóð­ir, keyptu í fé­lag­inu fyrr á þessu ári. Stjórn­un­ar­kostn­að­ur Al­votech á ár­inu 2022 var 25,3 millj­arð­ar króna í fyrra en tekj­ur fé­lags­ins voru 11,5 millj­arð­ar króna. Þær dugðu því fyr­ir tæp­lega helm­ingn­um af stjórn­un­ar­kostn­að­in­um. Ró­bert Wessman fékk 100 millj­ón­ir króna í laun sem stjórn­ar­formað­ur.

Töpuðu 70 milljörðum en borguðu forstjóranum 300 milljónir í laun og starfslokakostnað
100 milljónir Róbert Wessman tók nýverið við sem forstjóri Alvotech af Mark Levick. Róbert fékk 100 milljónir króna í laun í fyrra sem stjórnarformaður. Hann gegnir nú bæði stöðu forstjóra og stjórnarformanns. Mynd: Alvogen

Alvotech tapaði 513,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, eða 69,6 milljörðum króna ef miðað er við meðalgengi Bandaríkjadals á árinu 2022 en félagið gerir upp í þeirri mynt. Tapið jókst gríðarlega milli ára, en það var 101,5 milljón Bandaríkjadala, 12,9 milljarðar króna, á árinu 2021 miðað við meðalgengi Bandaríkjadals á því ári. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Alvotech sem birtur var í gærkvöldi

Langstærsti hluti tapsins kom fram á síðasta ársfjórðungi ársins 2022, en Alvotech tap­aði 28 millj­­örðum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2022.

Þar segir að í lok síðasta árs hafi félagið átt 66,4 milljónir dala, um 9,5 milljarða króna miðað við árslokagengi Bandaríkjadals, í lausu fé. Án frekari fjármögnunar hefði Alvotech því ekki átt aðgengilega fjármuni til að starfa lengi á árinu 2023. Félagið hefur hins vegar verið duglegt að sækja sér slíka fjármuni á undanförnum mánuðum og hefur áform um að skila hagnaði á síðari …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár