Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hótun SA um verkbann mun seint gleymast segja Eflingarfélagar

Við of­ur­efli var að etja í kjara­deilu Efl­ing­ar við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og lögð­ust önn­ur stétt­ar­fé­lög á ár­arn­ar með SA og rík­is­sátta­semj­ara seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá stétt­ar­fé­lag­inu. Þá seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að ráð­herr­ar hafi stað­ið „þétt að baki“ rík­is­sátta­semj­ara þrátt fyr­ir að hann hafi orð­ið upp­vís að lög­brot­um.

Hótun SA um verkbann mun seint gleymast segja Eflingarfélagar
Kjósa um miðlunartillögu Samninganefnd Eflingar hvetur félagsmenn til að kynna sér efni miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara og greiða um hana atkvæði. Mynd: Efling

Efling hefur barist gegn ofurefli í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins, einkum eftir að Starfsgreinasambandið undirritaði kjarasamning við SA 3. desember síðastliðinn. „Frá þeim tímapunkti lögðust önnur stéttarfélög, SA og ríkissáttasemjari á eitt um að þvinga Eflingu til samþykktar á þeim samningi óbreyttum.“

Þetta er meðal þess sem segir í yfirlýsingu Eflingar vegna framlagningar miðlunartillögu Ástráðar Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara í kjaradeilunni, í dag. Umrædd miðlunartillaga er í meginatriðum samhljóða umræddum kjarasamningi SA við SGS og sömuleiðis er hún efnislega því sem næst eins og miðlunartillaga Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara, sem hann lagði fram í deilunni 26. janúar síðastliðinn. Þá tillögu taldi samninganefnd Eflingar ólögmæta, ekki síst vegna þess að Aðalsteinn hefði ekki átt neitt samráð við Eflingu áður en hann lagði tillöguna fram.

Verðbólgan sé áhrifavaldur

Efling hefur haldið á lofti þeirri skoðun að samningurinn sem um ræðir, samningur SA við SGS, henti ekki Eflingarfólki, til þess innibæri hann of lágar hækkanir kauptaxta miðað við verðbólgu. Bendir Efling á í yfirlýsingu sinni að fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem sömdu við SA í desember hafi að undanförnu bent á að forsendur samninganna hafi reynst rangar og tryggja hefði átt þá betur gegn verðbólgu. Vísar Efling þar meðal annars til nýlegra yfirlýsinga Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem lýsti því að það sem hann hefði óttast mest hefði raungerst. „Að fyrirtækin og hið opinbera færu að demba á launafólk verðlagshækkunum og hærri gjöldum, ef það hefði engar raunverulegar afleiðingar í för með sér,“ skrifaði Ragnar Þór í grein á Vísi 27. febrúar síðastliðinn.

Þá er bent á það í yfirlýsingu Eflingar að formaður VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, Guðmundur Helgi Þórarinsson, hafi lýst því síðastliðinn mánudag í fréttum Ríkisútvarpsins að forsendur kjarasamnings félagsins við SA væru brostnar með þeirri miklu verðbólgu sem nú til staðar.

Á þetta hefur Efling ítrekað bent, segir í yfirlýsingu stéttarfélagsins, en án árangurs. Þar segir einnig að samninganefnd Eflingar hafi margsinnis slegið af kröfum sínum og fært sig nær viðsemjanda sínum, án nokkurs árangurs. Þá gagnrýnir Efling Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara harðlega fyrir að sinna ekki starfi sínu og fyrir að reyna að þröngva miðlunartillögu upp á stéttarfélagið án samráðs, í þeim tilgangi einum að hamla því að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar gætu hafist. Hnykkt er á því í yfirlýsingunni að sú afstaða Eflingar að ríkissáttasemjari hefði enga heimild til að krefja félagið um kjörskrá hafi verið staðfest með dómi Landsréttar 13. febrúar síðastliðinn.

Gagnrýna SA, ríkissáttasemjara og ráðherra

Efling gagnrýnir ekki einungis Aðalstein harðlega heldur beinir einnig spjótum sínum að ráðherrum í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Ráðherrar í ríkisstjórn stóðu þétt að baki Aðalsteini Leifssyni og vörðu gjörðir hans við hvert tækifæri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra vinnumarkaðsmála vildi ekki að hitta fulltrúa Eflingar til viðræðna um miðlunartillöguna, heldur kaus fremur að fara til útlanda.“ Þá segir í yfirlýsingunni að Guðmundur Ingi og Katrín hafi ekki viðurkennt „þann ósóma“ sem hafi falist í lögbrotum ríkissáttasemjara.

„Beiting þessarar hótunar, sem var tilraun til að marka upphaf nýs og ógeðfellds kafla í sögu íslensks vinnumarkaðar, mun seint gleymast“
úr yfirlýsingu Eflingar, um boðað verkbann SA á alla Eflingarfélaga.

Efling víkur síðan að boðuðu verkbanni SA á alla Eflingarfélaga, sem stéttarfélagið segir að hafi haft þann tilgang að tæma vinnudeilusjóð stéttarfélagsin og hræða Eflingarfélaga til hlýðni, auk þess að þrýsta á stjórnvöld til að taka afstöðu með SA. „Beiting þessarar hótunar, sem var tilraun til að marka upphaf nýs og ógeðfellds kafla í sögu íslensks vinnumarkaðar, mun seint gleymast.“

Í lok yfirlýsingarinnar segir að stéttarfélagið hvetji félagsfólk sitt til að kynna sér efni miðlunartillögunnar, taka sjálfstæða afstöðu til hennar og greiða atkvæði. „Efling – stéttarfélag mun halda áfram baráttu sinni fyrir réttlæti til handa verka- og láglaunafólki, þar sem félagsfólk eru fjölmenn, sameinuð og sýnileg.“

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
7
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu