Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Alvöru lög“ og eitthvað sem hljómar eins og apar hafi komist í skemmtara

Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son fjall­ar um fjórðu Drullu­m­alls-safn­plöt­una frá dug­legu krökk­un­um í Post-dreif­ingu.

„Alvöru lög“ og eitthvað sem hljómar eins og apar hafi komist í skemmtara
Tónlist

Drullu­m­all #4

Gefðu umsögn

Post-dreifing hefur verið framsæknasta útgáfa landsins um nokkra hríð og gefið út alls konar leitandi listapopp síðan 2018. Fjórða Drullumalls-safnplatan inniheldur bæði „alvöru“ lög og (full mikið fyrir minn smekk af) þokulega hljóðskúlptúra sem gætu dunið á manni samhliða einhverju leiðinlegu myndbandsverki á listasýningu eða þá eitthvað sem hljómar eins og apar hafi komist í skemmtara og fingra-xílafón. Sem sagt eitthvert gauf út í loftið.

Besta drullan í mallinu fyrir minn hatt eru fimm „alvöru“ lög. Xiupill, þrír reffilegir strákar, flytja So U say: herskátt frumskógarlistarapp. Trailer Todd er gríðarlega nettur tveggja gítara, bassa, trommu-kvartett, sem lúskrar á eyrum með sargandi stærðfræðipönkinu Yeah. Alltaf má treysta á að hljómsveitin Börn komi með prýðilegt óþægindapönk og hér fær hlustandinn úr hljóðrænum hlandkoppi framan í sig, lagið Höggin dynja. Drengurinn fengurinn er frændi minn Egill Logi og get ég því ekki talað of vel um hann. Lagið Í rútunni er samt eitt af hans albestu.

Hljómsveitin Ókindarhjarta er efnileg mjög, ungir krakkar með gott lag, Dystópíski draumurinn. Flott rödd og lagið vel uppbyggt sakleysis-popp. Annað efni er síðra og hefði gjarnan mátt hafa þröskuldinn hærri. Vonandi heldur Post-dreifingin þó áfram sem lengst. Það eru akkúrat svona drífandi regnhlífarsamtök sem íslenski listapopps-örbransinn þarf á að halda til að halda sér á floti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
6
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár