Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Alvöru lög“ og eitthvað sem hljómar eins og apar hafi komist í skemmtara

Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son fjall­ar um fjórðu Drullu­m­alls-safn­plöt­una frá dug­legu krökk­un­um í Post-dreif­ingu.

„Alvöru lög“ og eitthvað sem hljómar eins og apar hafi komist í skemmtara
Tónlist

Drullu­m­all #4

Gefðu umsögn

Post-dreifing hefur verið framsæknasta útgáfa landsins um nokkra hríð og gefið út alls konar leitandi listapopp síðan 2018. Fjórða Drullumalls-safnplatan inniheldur bæði „alvöru“ lög og (full mikið fyrir minn smekk af) þokulega hljóðskúlptúra sem gætu dunið á manni samhliða einhverju leiðinlegu myndbandsverki á listasýningu eða þá eitthvað sem hljómar eins og apar hafi komist í skemmtara og fingra-xílafón. Sem sagt eitthvert gauf út í loftið.

Besta drullan í mallinu fyrir minn hatt eru fimm „alvöru“ lög. Xiupill, þrír reffilegir strákar, flytja So U say: herskátt frumskógarlistarapp. Trailer Todd er gríðarlega nettur tveggja gítara, bassa, trommu-kvartett, sem lúskrar á eyrum með sargandi stærðfræðipönkinu Yeah. Alltaf má treysta á að hljómsveitin Börn komi með prýðilegt óþægindapönk og hér fær hlustandinn úr hljóðrænum hlandkoppi framan í sig, lagið Höggin dynja. Drengurinn fengurinn er frændi minn Egill Logi og get ég því ekki talað of vel um hann. Lagið Í rútunni er samt eitt af hans albestu.

Hljómsveitin Ókindarhjarta er efnileg mjög, ungir krakkar með gott lag, Dystópíski draumurinn. Flott rödd og lagið vel uppbyggt sakleysis-popp. Annað efni er síðra og hefði gjarnan mátt hafa þröskuldinn hærri. Vonandi heldur Post-dreifingin þó áfram sem lengst. Það eru akkúrat svona drífandi regnhlífarsamtök sem íslenski listapopps-örbransinn þarf á að halda til að halda sér á floti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár