Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1074. spurningaþraut: Eins og hvað ... og eins og hvað líka?

1074. spurningaþraut: Eins og hvað ... og eins og hvað líka?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða steinar eru þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Gríðarlega fræg söngkona fæddist vestur í Bandaríkjunum árið 1958 og fyrsta plata hennar, sem kom út 1983, hét eftir henni sjálfri. Hvað hét platan þar af leiðandi? 

2.  Tvær af fyrstu plötum hennar heita nöfnum sem byrja á Like a ... Eins og hvað? Hvað heita þessar plötur báðar tvær?

3.  Hvað er stærsta ríkið þar sem metrakerfið hefur enn ekki verið tekið upp að fullu?

4.  Nokkurn veginn hversu margir búa á Grænlandi? Eru það 36.000 — 56.000 — 76.000 — eða 96.000?

5.  Hvaða ráðherra sagði síðast af sér á Íslandi vegna gagnrýni sem ráðherrann hafði orðið fyrir?

6.  Hver tók við af Móse sem leiðtogi Ísraelsmanna í frásögn Biblíunnar?

7.  Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar tónlistarkonu, var lengi verkalýðsforingi fyrir ... hverja?

8.  Á árunum 1994-1998 var Guðmundur varaborgarfulltrúi í Reykavík. Fyrir hvaða flokk?

9.  Fyrirtækið Omnom var stofnað á Íslandi 2013 af tveimur mönnum og hefur vakið athygli, einnig erlendis, fyrir vandaða framleiðslu á ... hverju?

10.  Skírnarnafnið Boris er nú fyrst og fremst notað meðal slavneskra þjóða, þótt það þekkist víðar, samanber alkunnan forsætisráðherra Bretlands. Sannleikurinn er þó sá að Boris er ekki af slavneskum uppruna, heldur ... heldur hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Með hvaða hljómsveit söng þessi kona? — og gerir jafnvel enn við hátíðleg tækifæri.

***

1. Madonna.

2.  Like a Virgin & Like a Prayer

3. Bandaríkin.

4. 56.000.

5. Sigríður Andersen.

6. Jósúa.

7. Rafiðnaðarmenn.

8. Sjálfstæðisflokkinn.

9. Súkkulaði.

10.  Boris er komið af tyrkneskri rót. Það dugar að minnsta kosti í þessu tilfelli. Málið er þó flóknara. Nafnið er sem sé komið úr hinni fornu búlgörsku — sem var ekki slavneskt mál og alveg óskyld því tungumáli sem við köllum búlgörsku. Hin gamla búlgarska var af tyrkneskum uppruna, og því gef ég rétt fyrir tyrkneska rót, sem og tatarska — þótt þar séum við komin á ögn hálli ís. Það er hins vegar EKKI rétt að nefna mongólsk mál til sögunnar. En ef einhver er svo fróður að nefna sérstaklega hina fyrrnefndu fornu frum-búlgörsku, þá fæst sérstakt málvísindastig fyrir það!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er rúbínar

Konan á neðri myndinni er hún Frida í ABBA.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
3
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu