Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir kastalinn sem sjá má á myndinni hér að ofan? Nafnið verður að vera nánast stafrétt.
***
Aðalspurningar:
1. Hvað hét sá sem lét reisa þennan kastala?
2. Bandarískir bræður sem báru nafnið Jackson mynduðu fyrir nokkrum áratugum vinsæla hljómsveit. Brátt tók þó einn bróðirinn að skyggja á hina, bæði hvað snerti vinsældir og skandala ýmsa ófagra (þegar fram í sótti). Hvað hét hann?
3. Systur þeirra bræðra lögðu einnig fyrir sig tónlist og náðu tvær þeirra allmiklum vinsældum, hvor í sínu lagi. Hvað hétu systurnar — og hér þarf að hafa bæði skírnarnöfnin rétt!
4. Hvaða íslensku systkini gáfu bæði út glæpasögur fyrir síðustu jól — annað þeirra reyndar í samvinnu við annan mann og óskyldan? Nöfn beggja þurfa að vera rétt.
5. Herculaneum var smáborg í Rómaveldi. Af hverju hefur nafn borgarinnar varðveist þótt nöfn óteljandi sambærilegra smáborga hafi gleymst?
6. Hvað heitir lengsti neðansjávarfjallagarður Jarðar?
7. Þegar páfinn í Róm flytur ræðu á heimaslóðum ávarpar hann fólk „urbi et orbi“. Hvað þýðir það?
8. „Veistu gæskur að ...“ hvað?
9. Í hvaða úthafi eru Kiribati-eyjar?
10. Hvað heitir kunnasta verslunargatan í London?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað hét konan á myndinni?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Lúðvík. Það dugar.
2. Michael.
3. La Toya og Janet.
4. Ármann og Katrín Jakobsbörn.
5. Hún grófst undir ösku í sama gosi og Pompeii.
6. Atlantshafshryggurinn eða —fjallgarðurinn.
7. „Í borg og heimi“.
8. „... ekki er allt sem sýnist?“
9. Kyrrahafinu.
10. Oxford Street.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Neuschwanstein kastalinn.
Á neðri myndinni er Edda Heiðrún Backmann leikkona.
Athugasemdir