Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1068. spurningaþraut: Hvaða eyju vildu Bandaríkjamenn kaupa?

1068. spurningaþraut: Hvaða eyju vildu Bandaríkjamenn kaupa?

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallast sú tegund af skipum sem þarna sést?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða þýska tónskáld samdi tilkomumikil verk um Niflungahringinn svonefnda?

2.  Denys Shmyhal er forsætisráðherra í Evrópulandi einu og hefur mætt mikið á honum síðasta árið. Það hefur verið harla erfitt. Hann er þó ekki valdamestur manna í sínu landi því æðsti þjóðhöfðingi landsins er valdameiri en hann. En í hvaða landi er Shmyhal forsætisráðherra?

3.  Verkalýðsfélagið Efling varð til við sameigingu eldri félaga — í nokkrum áföngum. En hvað af eftirtöldum félögum varð EKKI partur af Eflingu? Aldan — Dagsbrún — Framsókn — Iðja — Sókn.

4.  Ungur piltur átti góðan vin sem var björninn Balú. En hvað hét ungi pilturinn? 

5.  Hvað kallast á íslensku sá sjúkdómur (eða sjúkdómseinkenni) sem heitir á mörgum alþjóðlegum málum díarrea?

6.  Hvaða stóru eyju reyndu Bandaríkin að kaupa árið 1947? — þótt ekki muni sú hugmynd þá hafa komist nema rétt á rekspöl.

7.  Í hvaða landi er Ólátagarður?

8.  Hvaða áfengistegund er hið ameríska búrbon náskylt?

9.  Hanukkah er hátíð í ... hvaða trúarbrögðum?

10.  Hvað nefndist gríska þjóðsagnahetjan sem drap föður sinn og kvæntist svo móður sinni?

***

Seinni aukaspurning:

Konurnar tvær á myndinni hér að neðan eru systur og þær eru báðar í skrautlegum kjólum. En hvað eiga þær helst annað sameiginlegt?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Wagner.

2.  Úkraínu.

3.  Aldan.

4.  Móglí.

5.  Niðurgangur.

6.  Grænland.

7.  Svíþjóð.

8.  Viskíi.

9.  Gyðingdómi.

10.  Ödipus.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er galeiða.

Á neðri myndinni eru systurnar Anna María og Margrét. Þær eru báðar (eða voru í tilfelli Önnu Maríu) drottningar. Það er eina rétta svarið!

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár