Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1068. spurningaþraut: Hvaða eyju vildu Bandaríkjamenn kaupa?

1068. spurningaþraut: Hvaða eyju vildu Bandaríkjamenn kaupa?

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallast sú tegund af skipum sem þarna sést?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða þýska tónskáld samdi tilkomumikil verk um Niflungahringinn svonefnda?

2.  Denys Shmyhal er forsætisráðherra í Evrópulandi einu og hefur mætt mikið á honum síðasta árið. Það hefur verið harla erfitt. Hann er þó ekki valdamestur manna í sínu landi því æðsti þjóðhöfðingi landsins er valdameiri en hann. En í hvaða landi er Shmyhal forsætisráðherra?

3.  Verkalýðsfélagið Efling varð til við sameigingu eldri félaga — í nokkrum áföngum. En hvað af eftirtöldum félögum varð EKKI partur af Eflingu? Aldan — Dagsbrún — Framsókn — Iðja — Sókn.

4.  Ungur piltur átti góðan vin sem var björninn Balú. En hvað hét ungi pilturinn? 

5.  Hvað kallast á íslensku sá sjúkdómur (eða sjúkdómseinkenni) sem heitir á mörgum alþjóðlegum málum díarrea?

6.  Hvaða stóru eyju reyndu Bandaríkin að kaupa árið 1947? — þótt ekki muni sú hugmynd þá hafa komist nema rétt á rekspöl.

7.  Í hvaða landi er Ólátagarður?

8.  Hvaða áfengistegund er hið ameríska búrbon náskylt?

9.  Hanukkah er hátíð í ... hvaða trúarbrögðum?

10.  Hvað nefndist gríska þjóðsagnahetjan sem drap föður sinn og kvæntist svo móður sinni?

***

Seinni aukaspurning:

Konurnar tvær á myndinni hér að neðan eru systur og þær eru báðar í skrautlegum kjólum. En hvað eiga þær helst annað sameiginlegt?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Wagner.

2.  Úkraínu.

3.  Aldan.

4.  Móglí.

5.  Niðurgangur.

6.  Grænland.

7.  Svíþjóð.

8.  Viskíi.

9.  Gyðingdómi.

10.  Ödipus.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er galeiða.

Á neðri myndinni eru systurnar Anna María og Margrét. Þær eru báðar (eða voru í tilfelli Önnu Maríu) drottningar. Það er eina rétta svarið!

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár