Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Óviðunandi biðtími eftir afplánun – Fjárhagsleg niðurskurðarkrafa árum saman hjá Fangelsismálastofnun

Dóm­þol­ar sem bíða eft­ir að hefja afplán­un í ís­lensk­um fang­els­um þurfa nú að með­al­tali að bíða í 2,2 ár eft­ir að hefja hana. Dæmi eru um að fang­els­in hafi ver­ið það yf­ir­full að ekki hafi ver­ið hægt að taka við gæslu­varð­halds­föng­um frá lög­reglu.

Óviðunandi biðtími eftir afplánun – Fjárhagsleg niðurskurðarkrafa árum saman hjá Fangelsismálastofnun

„Stytting biðlista eftir afplánun í fangelsi er eitt af forgangsatriðum dómsmálaráðherra. Það er óviðunandi að fjöldi dómþola skuli hefja afplánun refsingar nokkrum árum eftir að dómur fellur og slíkt leiðir jafnframt til þess að varnaðaráhrif refsingarinnar verða minni en annars.“

Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um biðtíma eftir afplánun í fangelsum landsins. 

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar

Skortir pláss fyrir gæsluvarðhaldsfanga

Þorbjörg spurði um meðalbiðtíma þeirra 279 karla og 38 kvenna sem biðu eftir afplánun í lok september 2022. Í svari Jóns kemur fram að þeir dómþolar sem voru á boðunarlista eftir afplánun í lok nóvembermánaðar hefðu verið á listanum í að meðaltali 2,2 ár. 

2,2 ár
meðalbiðtími eftir afplánun

Í einhverjum tilvikum höfðu dómþolar sjálfir óskað eftir lengri fresti og í einhverjum tilvikum hafi reynst erfitt að hafa uppi á þeim, til dæmis vegna þess að þeir væru erlendis. Síðan sé töluverður fjöldi sem aldrei fari á boðunarlista þar sem þeir sæta gæsluvarðhaldi fram að dómsuppkvaðningu og hefja síðan strax afplánun. 

Þorbjörg spurði einnig hvort Fangelsismálastofnun hafi gripið til þess að hætta að boða fanga til afplánunar vegna bágrar fjárhagsstöðu fangelsa landsins. Jón segir að ekki hafi komið til þess. „Þegar slíkt hefur verið gert hefur reynst erfitt að vinda ofan af því. Í stað þess að hætta að boða dómþola til afplánunar hefur verið lengt í boðunarferlinu. Þá má einnig nefna að dæmi eru um að ekki hafi verið hægt að taka við gæsluvarðhaldsföngum frá lögreglu sem hefur þá þurft að vista þá á lögreglustöð í einhvern tíma í stað fangelsis,“ segir í svari hans. 

Fjárhagsleg niðurskurðarkrafa frá 2008

Í fyrirspurninni var einnig óskað eftir upplýsingum um þróun fjárveitinga til Fangelsismálastofnunar frá árinu 2008 til dagsins í dag. 

„Þróunin hefur verið neikvæð nánast öll árin á grunnfjárheimildum Fangelsismálastofnunar. Frá árinu 2008 og til ársins í ár hefur verið niðurskurður öll árin og hagræðingarkrafa,“ segir dómsmálaráðherra. Þó sé rétt að benda á að nýjum verkefnum hafi oft fylgt fjármagn, til dæmis var byggt nýtt fangelsi á Hólmsheiði á þessum tíma. Á fjáraukalögum 2022 var samþykkt 150 milljóna króna framlag til styrkingar starfseminni og 250 milljóna króna varanlegt framlag á fjárlögum 2023.

„Þróunin hefur verið neikvæð nánast öll árin á grunnfjárheimildum Fangelsismálastofnunar“

„Með auknum fjárveitingum verður m.a. lögð áhersla á að nýta betur þau fangarými sem eru til staðar með það að markmiði að refsingar fyrnist ekki og að biðtími eftir afplánun verði styttri,“ segir í svari Jóns.

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra

Aðgerðir til að stytta boðunartíma

Þá kemur fram að á árunum 2020 og 2021 hafi verið farið í sérstakar aðgerðir til að stytta boðunartíma í fangelsi. Í því skyni var lögum um fullnustu refsinga breytt tímabundið, til dæmis með það að markmiði að fleiri dómþolar ættu möguleika á að fullnusta dóm sinn með samfélagsþjónustu í stað fangelsis.

Þessi tímabundnu ákvæði gilda til ársins 2024 en innan dómsmálaráðuneytisins er nú unnið að því að leggja mat á hvort æskilegt væri að gera þau ákvæði varanleg og jafnframt hvort fara þurfi í frekari aðgerðir til styttingar á boðunarlista í fangelsi. Jón segir mikilvægt að skoða slíkar aðgerðir vandlega, meðal annars út frá þeim varnaðaráhrifum sem refsingum er ætlað að hafa.

177
Heildarfjöldi fangelsisrýma

Heildarfjöldi rýma í fangelsum landsins er 177 og nú fer fram greiningarvinna á því með hvaða hætti sé best að fjölga fangelsisrýmum. Miðað við upplýsingar um fjárveitingar sem liggja til grundvallar er áætlað að hægt verði að nýta um 160 til 168 pláss á hverjum tíma að meðaltali, eða um 90 til 95% rýma.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár