Efling segir marga atvinnurekendur ekki ætla að framfylgja verkbanni

Vinnu­deilu­sjóð­ur Efl­ing­ar seg­ir at­vinnu­rek­end­ur bera alla ábyrgð á þeirri skömm að reka fólk launa­laust heim. Hann verði ekki nýtt­ur til að nið­ur­greiða það „póli­tíska níð­ings­verk“. Efl­ing seg­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins vera að treysta, beint eða óbeint, á inn­grip rík­is­valds­ins og stofn­ana þess í kjara­deil­una.

Efling segir marga atvinnurekendur ekki ætla að framfylgja verkbanni
Formaður Sólveig Anna Jónsdóttir leiðir Eflingu. Mynd: Bára Huld Beck

Samninganefnd Eflingar segir að með verkbanni á 21 þúsund Eflingarfélaga, sem samþykkt var í allsherjaratkvæðagreiðslu í dag, hafi atvinnurekendur fært vinnudeilu sína við stéttarfélagið á nýtt og mun alvarlegra stig en afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga hafi nokkurn tíma gert. „Ákvörðun um verkbann er þvingunaraðgerð, langt fram úr öllu meðalhófi. Samtök atvinnulífsins bera alla ábyrgð á þeirri ákvörðun og afleiðingum hennar, ekki Efling. Verkbannið er í samræmi við þá ósæmilegu afstöðu sem SA hafa til kjaraviðræðna við Eflingu, sem er að virða ekki í reynd sjálfstæðan samningsrétt félagsins og ástunda ekki samningaviðræður í góðri trú. Þess í stað styðjast SA eingöngu við þvingunaraðgerðir, þar sem treyst er beint og óbeint á inngrip ríkisvaldsins og stofnana þess.“

Þetta kemur fram í ályktun sem samninganefndin samþykkti í kvöld, en fyrr í kvöld lá fyrir að boðað verkbann atvinnurekenda innan Samtaka atvinnulífsins var samþykkt með 95 prósent greiddra atkvæða. Það á að hefjast eftir viku og er ótímabundið. 

Í ályktuninni segir að samninganefnd Eflingar styðji þá afstöðu stjórnar vinnudeilusjóðs félagsins að ekki verði greitt úr sjóðnum vegna launataps sem orsakast af verkbanni atvinnurekenda. Verkbann atvinnurekenda sé á þeirra ábyrgð, ekki Eflingar, og þeim beri að veita starfsfólki sínu skýringar á því hvers vegna þeir telji rétt og nauðsynlegt að reka þau heim launalaus úr vinnu, hyggist þeir gera það. „Efling hefur fengið staðfest að margir atvinnurekendur hafa tilkynnt starfsfólki sínu um að þeir muni ekki framfylgja verkbanni. Jafnframt hafa SA gefið út að þau muni ekki stunda eftirlit til að þrýsta á um framfylgd verkbannsins. Þetta staðfestir að ákvörðun um að reka starfsfólk sitt heim launalaust er á ábyrgð hvers og eins atvinnurekanda.“ 

Samninganefnd Eflingar hvetur félagsfólk til að ganga á eftir atvinnurekendum sínum um skýr svör við því hvort verkbanni verði fylgt og hvaða réttlætingar atvinnurekandinn gefi upp fyrir því.

Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar samþykkti líka einróma ályktun á fundi sínum í kvöld. Í henni segir að hún muni hvorki auglýsa eftir né taka við umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af fyrirhuguðu verkbanni atvinnurekanda. „Atvinnurekendur bera alla ábyrgð á þeirri skömm að reka fólk launalaust heim. Vinnudeilusjóður Eflingar verður ekki nýttur til að niðurgreiða það pólitíska níðingsverk.“

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tryggvi Þorsteinsson skrifaði
    Ég legg til að Heimildin fari í rannsóknarvinnu um hvernig staðið er að svona atkvæðagreoiðslu SA og hlutfall atkvæða milli stórfyrirtækja og lítilla fyrirtækja sem mér skilst að hafi nær ekkert að segja í stóra samhenginu. HB talar um lýðræðið hafi sigrað en mér skilst að ekkert lýðræði er í atkvæðamagni milli stórra og lítilla fyrirtælja og einnig að mörg þessara s´toru eru ekki með einn einasta Eflingarfélaga í vinnu hjá sér. HB er skítsama um lýðræðið eða réttlæti og allt þetta sjónarspil hjá SA/HB er sett á svið til að reyna hvað þeir geta til að koma öflugasta verkalýðsforingjanum frá og skapa óánægju með áróðrinum gegn henni og Eflingu. Það eru þeir sem ekki hafa verið samningsliprir í þessari deilu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár