Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umboðsmaður Alþingis sendi forsætisráðherra bréf vegna rafbyssumálsins

Um­boðs­mað­ur vill að for­sæt­is­ráð­herra taki af­stöðu til þess hvort ákvörð­un Jóns Gunn­ars­son­ar um að heim­ila lög­reglu al­mennt að bera og nota raf­byss­ur hafi fal­ið í sér „mik­il­væga stefnu­mörk­un eða áherslu­breyt­ingu“ og hafi þar af leið­andi átt að ræða á rík­is­stjórn­ar­fundi áð­ur en regl­un­um var hrint í fram­kvæmd.

Umboðsmaður Alþingis sendi forsætisráðherra bréf vegna rafbyssumálsins
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir las um ákvörðun Jóns í Morgunblaðinu 30. desember, sama dag og hann gaf út reglur sem heimila lögreglumönnum að bera og nota rafbyssur. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, sendi bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í síðustu viku og óskaði eftir því að hún lýsi afstöðu sinni til þess hvort ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að heimila lögreglunni að bera rafbyssur hafi falið í sér „mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingu“. Hann vill einnig fá að vita hvort að ákvörðunin hafi að öðru leyti verið þannig vaxin að  berea hafi átt málið upp á ríkisstjórnarfundi áður en reglunum var veitt gildi eða þeim hrint í framkvæmd. 

Í ljósi þess að í starfsreglum ríkisstjórnarinnar er ekki að finna nánari afmörkun á því hvaða málefni teljist mikilvæg stjórnarmálefni þá fer umboðsmaður fram á að forsætisráðherra veiti honum upplýsingar um verklag sem kunni að vera tíðkað af henni í því skyni að tryggja að mál sem falli undir starfsreglurnar séu borin upp á ríkisstjórnarfundum.

Í bréfinu, sem má lesa hér, er farið fram á að svar berist eigi síðar en 3. mars, eða fyrir lok næstu viku. 

Fékk símtal sama dag og hann gaf reglurnar út

Umboðsmaður Alþingis hafði áður óskað eftir upplýsingum og skýringum frá Jóni Gunnarssyni um hvernig staðið hafi verið að ákvörðun hans um að heimila lögreglunni að bera og nota rafbyssur, en hana kynnti Jón í aðsendri grein í Morgunblaðinu undir lok síðasta árs , nánar tiltekið 30. desember, samhliða því að hann undirritaði reglugerðarbreytingu þess efnis. 

Í svari Jóns til umboðsmanns kom fram að honum hafi verið kunnugt um þá ósk forsætisráðherra að hinar endurskoðuðu reglur yrðu kynntar í ríkisstjórn og að sú afstaða hafi verið gerð honum kunn að morgni 30. desember í símtali, sama dag og hann gaf reglurnar út og sendi til birtingar í Stjórnartíðindum. Jón taldi ákvörðun sína um að heimila lögreglu almennt að bera og nota rafbyssur ekki teljast „mikilvægt stjórnarefni“ og því hefði hann ekki þurft að kynna málið sérstaklega fyrir ríkisstjórn. 

Svandís lét bóka að hún væri andsnúin ákvörðun Jóns

Heimildin greindi frá því í gær að Katrín hafi fyrst lesið um ákvörðun Jóns í áðurnefndri grein sem hann birti í Morgunblaðinu á næstsíðasta degi ársins 2022. Málið var svo tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi tveimur vikum síðar, 13. janúar. Jón var fjarverandi á fundinum og það kom í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að leggja fram fram og kynna minnisblað um málið fyrir hans hönd. 

Í frétt Heimildarinnar, sem byggði á svari forsætisráðherra við fyrirspurn Halldórs Auðar Svanssonar varaþingmanns Pírata, kom fram að í umræðum um málið á ríkisstjórnarfundi hafi Katrín gert athugasemd við að málið hefði ekki verið kynnt í ríkisstjórn áður en dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um málið og kynnti ákvörðun sína í framangreindri blaðagrein. „Þá kom fram skýr afstaða forsætisráðherra um að boðaðar breytingar kölluðu á frekari kynningu á málinu.“

Á umræddum fundi ríkisstjórnar óskaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra eftir því að bókað yrði í fundargerð ríkisstjórnar að hún væri andsnúin ákvörðun Jóns og gerði athugasemd við það hvernig málið hafði verið unnið, þar með talið að það hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn áður en það var kynnt opinberlega.

Jóns að meta hvort breytingarnar væru „mikilvægt stjórnarmálefni“

Í gildandi reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna frá árinu 1999 er að finna heimild ríkislögreglustjóra til að heimila lögreglu notkun rafmagnsvopna. Katrín telur að breytingar dómsmálaráðherra fela á í sér að heimila lögreglu notkun rafbyssa sem almennu valdbeitingartæki við störf sín. „Að mati forsætisráðherra felur það í sér áherslubreytingu á þeirri framkvæmd sem fylgt hefur verið samkvæmt framangreindum reglum. Af þeim sökum óskaði forsætisráðherra sérstaklega eftir því að dómsmálaráðherra gerði grein fyrir málinu í ríkisstjórn en hann hafði þá þegar tekið ákvörðun um að gera breytingarnar.“ 

Forsætisráðherra svaraði því hins vegar til að það væri Jóns Gunnarssonar að meta hvort breytingarnar teljist til mikilvægra stjórnarmálefna í skilningi stjórnarskrárinnar, og feli þar af leiðandi í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar.

Umboðsmaður Alþingis vill hins vegar vita hvert hennar mat á því álitaefni sé.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
2
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
5
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
1
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár