Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Óræð mörk milli draums og veruleika

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob. S. Jóns­son brá sér í leik­hús og rýndi í Ven­us í feldi í Tjarn­ar­bíó.

Óræð mörk milli draums og veruleika
Venus í feldi Þegar kemur að sýningunni sjálfri, sem mun vera frumraun leikstjórans Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur, er ýmislegt sem gaumgæfa má, að mati Jakobs S. Jónssonar. Mynd: Tjarnarbíó
Leikhús

Ven­us í feldi

Höfundur Jakob S. Jónsson
Leikstjórn Edda Björg Eyjólfsdóttir
Leikarar Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson

Höfundur: David Ives

Þýðing: Stefán Már Magnússon

Dramatúrg og aðstoð við leikstjórn: Hafliði Arngrímsson

Leikmynd: Brynja Björnsdóttir

Búningar: María Ólafsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Halldór Eldjárn

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson og Jóhann Friðrik Ágústsson

Edda Productions í Tjarnarbíói
Gefðu umsögn

Leikstjórinn Thomas Novachek talar við konu sína í síma í upphafi leiks og kvartar sáran yfir því að engar leikkonur reynast hæfar til að taka að sér hlutverk Vöndu í leikverki sem hann er að undirbúa sýningar á, en dagurinn sem er að lokum kominn hefur farið í prufur þar sem engin leikkona hefur staðið undir væntingum. Úti fyrir leiftra eldingar og þrumur heyrast og boða tíðindi eins og þrumur og eldingar gjarnan gera.

Allt í einu birtist Vanda – nafna persónunnar í leikritinu – og biður um að mega gangast undir prufu, sem Thomas tekur dræmt í – hann er þreyttur, illa fyrir kallaður og hefur lofað konu sinni að drífa sig heim. En eitthvað verður til þess að hann lætur undan, hún er áköf og ákveðin og hefur haft með sér á þennan fund búninga til að glæða prufuna lífi. Hún telur hann á að lesa rulluna á móti henni og leikurinn í leiknum hefst.

Leikrit Thomasar byggir á skáldsögu eftir austurríska rithöfundinn Leopold von Sacher-Masoch, sem hann gaf út 1870 og ber nafnið „Venus í feldi“ eða „Venus í pels“, sem væri kannski eðlilegra að nota sem íslenskt heiti – feldur og pels eru í sjálfu sér hið sama samkvæmt orðabókum, en þó er talað um að „leggjast undir feld“, sem á tæpast við hér, og svo þekkist aftur pelsinn í orðum eins og „Pelsabúðin“ sem er trúlega nær frummerkingu sögunnar. Saga Sacher-Masoch fjallar um mann að nafni Severin, sem óskar þess að vera undirgefinn Vöndu, sem hann elskar, og vera þræll hennar í félagslegu og kynferðislegu tilliti. Saga Sacher-Masoch varð tilefni samtíma sálfræðings nokkurs til að gefa þessari kynferðislegu löngun heitið masókismi.

Skemmst frá að segja, þá hverfa þau Thomas og Vanda inn í heim masókismans og brátt verður óhægt um vik að greina mörkin á milli draums og veruleika. Leikurinn í leiknum tekur brátt völdin og í lokin verður tæpast greint hvort þau eigi nokkurn tíma afturkvæmt til þess lífs sem var. Meira skal ekki sagt um þróun verksins, en látið nægja að segja að það byggir á klassískri stígandi.

Þegar kemur að sýningunni sjálfri, sem mun vera frumraun leikstjórans Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur, er þó ýmislegt sem gaumgæfa má. Þegar rennt er yfir söguþráð verksins má vel hugsa sér það sem eins konar draumleik, þar sem Thomas upplifir draum sinn rætast – að finna ekki bara leikkonu við hæfi verks hans, heldur einnig konu við sitt hæfi, sem uppfyllir drauma hans og þrár, sem hann jafnvel er lítið eða ekki meðvitaður um. En slíkri draumleikshugmynd er ekki til að dreifa hér. Í leikmynd Brynju Björnsdóttur er verkinu markaður afar raunsæislegur rammi, sem felst í því að Tjarnarbíói er snúið við og áhorfendur sitja á sviðinu meðan leikið er á áhorfendasvæðinu og það nýtt alveg upp í aftasta rjáfur. Þetta gæti í sjálfu sér verið sniðug hugmynd, en hér fer hún fyrir lítið, af einkum þremur ástæðum.

Í fyrsta lagi er hljómburður Tjarnabíós ekkert til að hrópa húrra fyrir og þegar leikrýminu er snúið eins og hér er gert verður hljómburðurinn margfalt verri. Þetta bitnaði einkum á Söru Dögg Ásgeirsdóttur – hún hefur einkum leikið í kvikmyndum og sjónvarpi að mér skilst en minna fengist við sviðsleik. Hana skortir auðheyrilega þá raddtækni, sem þarf á leiksviði og sem ber röddina til áhorfenda. Í upphafi var nær ómögulegt að heyra hvað hún sagði. Það lagaðist þó þegar á leið, en þá átti rödd hennar – eins og reyndar rödd Sveins Gunnars Ólafssonar – til að hverfa í hljóðmynd Halldórs Eldjárn, sem var óþarflega hávaðasöm á köflum – eða leikararnir of driflitlir til raddar, sem í tilviki Sveins Gunnars vekur þó furðu; hann er einn af okkar betri leikurum og þaulvanur sviðsleik.

Í öðru lagi var áhorfendum þannig fyrir komið á leiksviðinu að sjónlínur bjöguðust og ómögulegt að sjá margt af því sem fram fór á sviðinu án þess að teygja sig og fetta, sem var til lengdar truflandi fyrir alla upplifun af sýningunni. Þetta kom ekki að sök fyrir þá sem sátu á framsta bekk, en þeir sem aftar sátu fundu verulega fyrir þessu.

Í þriðja lagi þótti undirrituðum það gímald sem blasti við fyrir aftan og ofan leikendur – salur Tjarnarbíós – alltof yfirþyrmandi og gerði afar lítið fyrir sýninguna í heild. Leikverk David Ives er í eðli sínu kammerverk og ég er ekki grunlaus um að betur hefði farið á því að taka undir þann eiginleika verksins.

Þessir þrír ágallar, sem hér hafa verið til tíndir, gerðu að verkum að sýningin náði ekki til undirritaðs sem skyldi og hin tilfinningalega stígandi, sem er mikilvæg fyrir þessa sögu, fór því miður forgörðum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár