Góða ferð inn í gömul sár
Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir Upptaka, hljóðvinnsla og hljóðmynd: Jón Örn Eiríksson Lýsing: Hallur Ingi Pétursson Aðstoð við sviðshreyfingar: Emelía Antonsdóttir Crivello
„Góða ferð inn í gömul sár“ er upplifunarverk, sem fjallar um alnæmisfaraldurinn í Reykjavík á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Verkið skiptist í þrennt. Fyrri hlutinn er hljóðrás, sem áheyrandi hlustar á heima við og er um klukkustund að lengd, annar hlutinn fer fram í fordyri Borgarleikhússins, þar sem Einar Þór Jónsson, formaður HIV Ísland, flytur eins konar persónulegan formála, en þriðji hlutinn á sér svo stað í sal Nýja sviðsins, sem hefur verið breytt í samkomusal án hefðbundinna leikhússæta; áhorfendur ganga um og sýningaratriði fara fram hér og þar í salnum þannig að úr verður býsna fjölbreytileg og óhefðbundin samkoma og mætti jafnvel segja gjörningur. Þessi gjörningur er eins konar andstæða við fyrsta hlutann, sem áheyrandinn hlustar á í einrúmi – í þriðja hlutanum er áhorfandinn berskjaldaður í margmenninu og hefur meira að segja verið skreyttur með litríkum fjöðrum, höttum og ýmsum öðrum ytri kennileitum hinsegin menningarinnar. Orðinn …
Athugasemdir